Færsluflokkur: Dægurmál
5.2.2023 | 22:00
Er þá ekki bara best að breyta N4 í ohf?
Vandamál landsbyggðarmiðilsins N4 var í fréttum nýliðin mánaðarmót vegna gjaldþrots. Það var dapurlegt að verða vitni að óvæginni umræðu í kjölfarið.
Í Reykjavík eru nægir fjármunir til að reka í félög í vanda, oft koma þeir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Af hverju er er þá bara ekki gengið alla leið og breyti skammstöfuninni í ohf/rkv, t.d.:
- Sinfó ohf/rkv
- Harpan ohf/rkv
- Þjóðleikhúsið ohf/rkv
- Landhelgisgæslan ohf/rkv
- Háskóli Íslands ohf/rkv
- Borgarlínan ohf/rkv
- Og svo framvegis ohf/rkv
Það kom lítið á óvart framganga nokkurra þingmanna á hinu ríkisrekna Alþingi gegn landsbyggðafjölmiðli. Þar hjó sá er hlífa skildi.
Hins vegar var óvænt að upplifa það þegar RÚV gekk berserksgang gegn aukafjárveitingu til landsbyggðarfréttamiðilsins N4. RÚV fór af landsbyggðinni með skottið milli fótanna eftir skammvinnt tímabil og hefðu átt að hafa skilning á vandamálum minni fjölmiðlanna. Maður vænti meiri háttvísi frá RÚV, sem er sá miðill sem hefur aldeilis fengið fóðrið úr ríkisjötunnar og með stuðningi almennings á Ísland samkvæmt lögum.
Við uppbyggingu svæðisstöðva RÚV gafst tækifæri að nálgast viðfangsefnin á landsbyggðinni á heimavelli og svo í fyllingu tímans átti að að færa heimilisfestu Rásar tvö til Akureyrar. Í tilefni þessa áfanga var tekið viðtal við Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóra.
Þar fann útvarpsstjóri þessum flutningi allt til foráttu. Húsnæði var ekki fullnægjandi, skortur á tæknimönnum og kornið sem fyllti mælinn voru, takmörkuð tæknileg geta við að framkvæma verkið. Svo klikkti hann út með þessari gullvægu setningu:
Og svo er tæknin orðin svo fullkomin, að við getum tekið viðtal í síma við mann á Raufarhöfn í slíkum gæðum að það er eins og hann sitji í stúdíóinu hjá okkur í Reykjavík.
Ættbogi Ragnars Reykáss rekur sig víða.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2022 | 09:51
Ekkert flóttafólk komið í Eiða
Ekki hefur enn ræst úr hugmyndum um komu flóttafólks frá Úkraínu í Eiða. Sveitarstjóri Múlaþings segir enn unnið að málinu þótt þörfin virðist heldur hafa minnkað.
Það er allt nánast tilbúið. Aðstaðan er tilbúin og búið að felda starfsmanni hjá okkur umsjón. Það er hins vegar ekki kominn á samningur milli sveitarfélagsins og ríkisins um málið.
Við funduðum í síðustu viku og ég á von á að hann klárist fljótlega, segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.
Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar buðu eigendur húsnæðis gamla Alþýðuskólans á Eiðum fram húsnæði á staðnum undir fólk á flótta. Þörfin var gríðarlega fyrst eftir að stríðið braust út en síðan virðist hafa dregið úr henni.
Þá var talað um þörf fyrir húsnæði fyrir meira en 100 manns. Við erum tilbúin með rými fyrir 30-40 manns og skilst það sé feyki nóg, segir Björn. Áfram sé þó haldið með málið.
Aðspurður um hvort til greina komi að taka á móti fólki á flótta annars staðar en frá Úkraínu segir Björn það ekki hafa verið rætt. Frá upphafi hafi verið stefnt á að taka á móti fólki frá Úkraínu og samkvæmt því sé enn unnið.
Eins og oft áður markast sjóndeildahringur þorra stjórnmálamanna við 150 km radíus frá styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, sem lengi hefur verið núllpunktur Íslands. Það er náttúrulega svo rosalega langt að fara út á land, að mati þeirra sem lifa og hrærast í ákveðnu póstnúmeri í Reykjavík.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2022 | 12:59
Góðan dag, góðan dag. Þetta er Fréttaveita Reykjavíkur.
Allar stærstu fréttaveitur landsins eru í Reykjavík og með sömu fréttirnar og eðli málsins samkvæmt ber hæst það sem gerist í nærumhverfi fréttamannanna sjálfra. Auðvelt er jafnframt fyrir þá að hengja sig á nokkrar erlendar fréttasíður og gúggla það sem hæst ber þar. Verst er þó sú hjarðhegðun Reykvískra fréttaveitna að þar virðist ríkja þegjandi samkomulag um samræmdar skoðanir á öllum málum, sem leiðir það af sér að þeir sem eru efins um sannleiksgildi fréttanna þurfa að leita annarra leiða fyrir annað sjónarhorn. Það er svo sem gott og blessað, en hluti þjóðarinnar er tækniheftur og jafnvel ekki inni í öðrum tungumálum til að geta lesið sér til gagns.
Landafræðin er svo kapítuli út af fyrir sig. Ísland er náttúrulega Reykjavík og nágrenni. Reykjanesið að Reynisfjöru og norður að Vaðlaheiði. Vestfirðir og Austurland tilheyra ekki fréttakorti Fréttaveitu Reykjavíkur nema þegar vá knýr uppá.
Svo maður snúi sér að nærumhverfi Fréttaveitu Reykjavíkur, þá hefur hún samviskusamlega fjallað um hinsegin fólk af mikilli natni, eins og sá hópur hafi einn mátt þola eitt og annað sem Covid 19 lagði á heimsbyggðina, án þess að hér sé á nokkurn hátt verið að gera lítið úr þeim hópi.
Annað dæmi má nefna um þrönga sýn Fréttaveitunnar í Reykjavík, þegar lítil flugvél nauðlenti vestur af Öxnadal vegna vélarbilunar seinni hluta júlí. Sem betur fer fór það vel og enginn slasaðist alvarlega. Mikið var fjallað um þennan atburð í fréttum, löngu eftir að allir landsmenn voru alveg búnir að ná atburðarrásinni. Sömu helgi var haldinn velheppnaður flugdagur á Egilsstöðum að viðstöddu fjölmenni. Engar myndir birtust í prentmiðlum né á öldum ljósvakans. Rétt er að nefna að það var tekið micro-útvarpsviðtal við einn af aðstandendum dagsins í beinni útsendingu.
Hvers vegna er þetta svona og hvað þarf margar fréttastofur til að fjalla um sömu fréttirnar með nánast sama orðalaginu?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2022 | 15:56
Stefnir í að sækja þurfi um leyfi til barneigna?
Það nær náttúrulega ekki nokkurri átt að fólk fari í ábyrgðalausar barneignir á skjön við framkvæmdaáætlun sveitarfélaga. Það endar bara á því, eins í í gamla daga, að foreldrarnir verða sjálfir að sjá um uppeldið. Það sjá allir að þetta stefnir í tóman voða.
Lausnir er því að setja á stofn börnunarstofu eða mannfjölgunarráðuneyti, þar sem væntanlegir foreldrar sækja um leyfi til að fá að stækka fjölskylduna, sem eru í takt við fjárveitingar í byggingu á vöggustofum, dagheimilum, leikskólum, skólum og öllu því veseni sem fylgir því að fjölga mannkyninu.
Það er ljóst að eitthvað skipulag þarf að vera á hlutunum, einhver verður að bera samfélagslega ábyrgð.
Þá bara spurningin, hver er þessi Einhver?
Lofar meiri hávaða næst eftir engin svör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2022 | 15:36
Væri ekki meiri frétt að fjalla um gengið í stað Dominos?
Mbl.is:
Umboðsaðili Domino`s á Ítalíu, ePizza, skuldaði 10,6 milljón evrur (rúmlega 1,5 milljón króna) í lok ársins 2020.
Þetta eru sko fréttir eða hvað?
(10.500.000.00 Euro = 1.471.050.000,00 IKR gengi 10.8.2022)
Domino's gefst upp á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2022 | 21:02
Og móðurmálið vefst fyrir fréttamanninum
Crowther sjálfur deildi myndbandi af tungumálakunnáttu sinni á Twitter laust eftir miðnætti í nótt og hafa hátt í hundrað þúsund lækað færsluna. Segir hann fréttina á ensku, lúxemborgísku, spænsku, portúgölsku, frönsku og þýskalandi þýsku.
Eða var það Google sjálfur sem klikkaði?
Tungumálakunnátta fréttaþular vekur heimsathygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2021 | 21:36
Niðurskurður sem litlu skilar
Í tæp eitthundrað og fimmtíu ár hefur riðan verið að hrella bændur á Íslandi. Enn er hún að stinga sér niður hjá bændum víða um land. Það er morgunljóst að niðurskurður er ekki lausnin á vandamálinu.
Er búið að leita annarra leiða í baráttunni við þennan vágest?
Er gerlegt að girða af hólf og skera eingöngu fé innan þess, sem fær riðu?
Er líklegt að einhver fjárstofn sé ónæmur fyrir riðu?
Hefur það verið kannað rækilega á vísindalegan hátt?
Misvísandi og ótímabær umræða um niðurskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 5.10.2021 kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2021 | 11:16
Verður forsetinn sá næsti sem verður látinn taka pokann sinn?
Miðað við múgsefjun síðustu daga má búast við að Stígamót gangi í málið og dómstóll götunnar krefjist aðgerða á Bessastöðum.
Ekki verður því að óreyndu trúað, að þessir aðilar verði uppvís að gróflegri mismunun.
Fyrrverandi starfsmaður forseta lagði fram kæru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.9.2021 | 15:13
Sennilega mundi Helgi sleppa.....
.....frá þessu öllu ef hann greiddi Stígamótum einhverja milljón kalla og fengi í kaupbæti aflátsbréf.
Hvort eru Stígamót trúfélag eða pólitísk samtök?
Stígamót skora á Áslaugu að setja Helga af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2021 | 19:02
Tjáningarfrelsi bara fyrir suma.
Dónar pirra dömurnar
og djöflast á Facebook, Helgi
Það eru meiri þrautirnar
að þola slíka belgi.
Helgi áður lent í klandri á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)