Er þá ekki bara best að breyta N4 í ohf?

Vandamál landsbyggðarmiðilsins N4 var í fréttum nýliðin mánaðarmót vegna gjaldþrots. Það var dapurlegt að verða vitni að óvæginni umræðu í kjölfarið.

Í Reykjavík eru nægir fjármunir til að reka í félög í vanda, oft koma þeir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Af hverju er er þá bara ekki gengið alla leið og breyti skammstöfuninni í ohf/rkv, t.d.:

  • Sinfó ohf/rkv
  • Harpan ohf/rkv
  • Þjóðleikhúsið ohf/rkv
  • Landhelgisgæslan ohf/rkv
  • Háskóli Íslands ohf/rkv
  • Borgarlínan ohf/rkv
  • Og svo framvegis ohf/rkv

Það kom lítið á óvart framganga nokkurra þingmanna á hinu ríkisrekna Alþingi gegn landsbyggðafjölmiðli.  Þar hjó sá er hlífa skildi.

Hins vegar var óvænt að upplifa það þegar RÚV gekk berserksgang gegn aukafjárveitingu til landsbyggðarfréttamiðilsins N4.  RÚV fór af landsbyggðinni með skottið milli fótanna eftir skammvinnt tímabil og hefðu átt að hafa skilning á vandamálum minni fjölmiðlanna.  Maður vænti meiri háttvísi frá RÚV, sem er sá  miðill sem hefur aldeilis fengið fóðrið úr ríkisjötunnar og með stuðningi almennings á Ísland samkvæmt lögum. 

Við uppbyggingu svæðisstöðva RÚV gafst tækifæri að nálgast viðfangsefnin á landsbyggðinni á heimavelli og svo í fyllingu tímans átti að að færa heimilisfestu Rásar tvö til Akureyrar.  Í tilefni þessa áfanga var tekið viðtal við Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóra.

Þar fann útvarpsstjóri þessum flutningi allt til foráttu.  Húsnæði var ekki fullnægjandi, skortur á tæknimönnum og kornið sem fyllti mælinn voru, takmörkuð tæknileg  geta við að framkvæma verkið.  Svo klikkti hann út með þessari gullvægu setningu:

Og svo er tæknin orðin svo fullkomin, að við getum tekið viðtal í síma við mann á Raufarhöfn í slíkum gæðum að það er eins og hann sitji í stúdíóinu hjá okkur í Reykjavík.

Ættbogi Ragnars Reykáss rekur sig víða.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband