Stefnir í að sækja þurfi um leyfi til barneigna?

Það nær náttúrulega ekki nokkurri átt að fólk fari í ábyrgðalausar barneignir á skjön við framkvæmdaáætlun sveitarfélaga.  Það endar bara á því, eins í í gamla daga, að foreldrarnir verða sjálfir að sjá um uppeldið.  Það sjá allir að þetta stefnir í tóman voða.

Lausnir er því að setja á stofn börnunarstofu eða mannfjölgunarráðuneyti, þar sem væntanlegir foreldrar sækja um leyfi til að fá að stækka fjölskylduna, sem eru í takt við fjárveitingar í byggingu á vöggustofum, dagheimilum, leikskólum, skólum og öllu því veseni sem fylgir því að fjölga mannkyninu. 

Það er ljóst að eitthvað skipulag þarf að vera á hlutunum, einhver verður að bera samfélagslega ábyrgð.

Þá bara spurningin, hver er þessi Einhver?


mbl.is Lofar meiri hávaða næst eftir engin svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta "fólk" sem ekki fékk meirihluta sýnir nú aftur að það situr þarna og hirðir lítt um hvað borgarar Reykjavíkur þurfa að þola.

Einar í Framsókn bjargaði þessu "fólki" frá falli og ber mesta ábyrgð á að óbreytt ástand ríki.

Hann sem vildi sjá "breytingar" í anda Framsóknar. Svei þér Einar !

Þetta "fólk" hefur haft ærið mörg ár að uppfylla einfalt loforð Dags B, að börn fái leikskólapláss nálægt heimili sínu, og foreldrar komist í vinnu

Dagur B ætti að eyða meira púðri í að hrinda því áfram, frekar en að reyna að láta loka Reykjavíkur flugvelli, og koma honum undir hraun í Hvassahrauni.

Það mætti halda að það væri búið að lofa einhverjum fjárfestinum mýrina......

Kjósendur, sem því héldu að þessari ótíð væri lokið,þar sem meirihluti var felldur ( í 3ja sinn) en þökk sé Einari í Framsókn, þá sitjum við uppi með sam óhæfa fólki í Borgarstjórn, í boði Framsóknar.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 11.8.2022 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband