11.8.2022 | 15:56
Stefnir í að sækja þurfi um leyfi til barneigna?
Það nær náttúrulega ekki nokkurri átt að fólk fari í ábyrgðalausar barneignir á skjön við framkvæmdaáætlun sveitarfélaga. Það endar bara á því, eins í í gamla daga, að foreldrarnir verða sjálfir að sjá um uppeldið. Það sjá allir að þetta stefnir í tóman voða.
Lausnir er því að setja á stofn börnunarstofu eða mannfjölgunarráðuneyti, þar sem væntanlegir foreldrar sækja um leyfi til að fá að stækka fjölskylduna, sem eru í takt við fjárveitingar í byggingu á vöggustofum, dagheimilum, leikskólum, skólum og öllu því veseni sem fylgir því að fjölga mannkyninu.
Það er ljóst að eitthvað skipulag þarf að vera á hlutunum, einhver verður að bera samfélagslega ábyrgð.
Þá bara spurningin, hver er þessi Einhver?
![]() |
Lofar meiri hávaða næst eftir engin svör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2022 | 15:36
Væri ekki meiri frétt að fjalla um gengið í stað Dominos?
Mbl.is:
Umboðsaðili Domino`s á Ítalíu, ePizza, skuldaði 10,6 milljón evrur (rúmlega 1,5 milljón króna) í lok ársins 2020.
Þetta eru sko fréttir eða hvað?
(10.500.000.00 Euro = 1.471.050.000,00 IKR gengi 10.8.2022)
![]() |
Domino's gefst upp á Ítalíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2022 | 15:25
Eldgos, varaflugvöllur og almannaheill.
Egilsstaðaflugvöllur er aðalflugvöllur fyrir Austurland og stórum áfanga var náð 1993, þegar endurbyggður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun með varanlegu slitlagi. Með þeim endurbótum urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkunar flugvallarins fyrir Austurland allt og til vara fyrir aðra flugvelli og yfirflug.
Veðurfarslega og landfræðilega er Egilsstaðaflugvöllur vel staðsettur og aðflug að flugvellinum eitt það besta á landinu og samkvæmt úttekt sérfræðinga er hann ákjósanlegur varaflugvöllur, þar sem andstæður í veðurfari eru mestar milli flugvalla og áreiðanleiki áætlunarflugs yfir 99%.
Nú hefur náttúran á Reykjanesi látið að sér kveða og ítrekað hefur verið bent á annmarkana að vera ekki með flugvöll á tryggu svæði, sem hægt er að nýta þá Keflavíkurflugvöllur hrekkur úr leik. Nú hefur jarðfræðingur staðfest þessa annmarka og bent á hversu þröngt sjónsvið ráðamanna Íslands er gagnvart náttúruvá þeirri sem nú er í uppsiglingu. Hvar dorma þingmenn kjördæmisins?
Ekki er einasta við æðstu ráðamenn þjóðarinnar að sakast. Stjórnendur ISAVIA leggja metnað sinn í að gera veg Keflavíkurflugvallar sem mestan án þess að huga nægjanlega að varaleiðum og að hann geti lokast fyrir ferðaþjónustuna í lengri eða skemmri tíma ef spár jarðfræðinga ganga eftir og verkefnum tengd atvinnulífinu er teflt í uppnám. Raunalegast er þó að horfa stöðugt upp á ráða- og aðgerðaleysi stjórnenda heimafyrir, að hafa ekki döngun í sér að beita Innviðaráðuneytið þrýstingi um að ráðherrann komist ekki upp með að svíkja marggefin loforð um uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar.
Það verður býsna seint í rassinn gripið, að gera Egilsstaðaflugvöll fullgildan í aukin umsvif, þegar gos hindrar flug til Keflavíkurflugvallar. Hvernig á að koma búnaði frá Keflavík þegar hraun flæðir yfir aðkomuleiðir?
Nú þegar þarf að hækka þjónustustig Egilsstaðaflugvallar, bæta tækjakost til afgreiðslu flugvéla og sjá til þess að eldsneytisverð sé það sama um land allt. Strax þarf að byggja akstursbraut og stækka flughlaðið, skipulagið er tilbúið og ekkert að vanbúnaði að hefjast handa nú þegar. Samhliða þarf að hefja ferli við að lengja flugbrautina og byggja nýja flugstöð. Þetta eru verkefni sem ekki má bíða með að hrinda í framkvæmd. Heimafyrir verða ráðamenn sveitarfélagsins og hraða ákvarðanatöku um staðsetningu nýrrar Lagarfljótsbrúar til að rýmka fyrir lengingu flugvallarins. Ákvarðanafælni sveitastjórnar í Múlaþingi verður að víkja, því tími framkvæmda er runnin upp.
Það er engin tilviljun að Norræna sigli til Austurlands, því þangað er styst. Önnur stærsta millilandahöfn Íslands er á Austurlandi. Rétt er að nefna það að fluglínan frá Norður-Evrópu er jafnframt styst til Austurlands.
Með því að auka millilandaflutninga við Austurland sparast tími, peningar og kolefnissporið lækkar.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.7.2022 | 10:43
Mismunandi vægi frétta í Morgunblaðinu
Auðvitað á rétt að vera rétt
ræðst það á því hvað telst frétt.
Frétt er hjá sumu fólki slík
að smella betur að pólitík
Oft furðar maður sig á fréttamati blaðamanna. Nokkrum sinnum hefur því verið slegið upp í frétt þegar fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur "lent í þeim hremmingum" vera sent út á land til að leita bót meina sinna. Það er frétt, en ekki þegar landsbyggðarfólk þarf hundruðum saman, ár hvert, að koma sér til lækninga í Reykjavík með tilfallandi kostnaði og óþæginda.
Það sama á við fréttir, sem eru "of langt í burtu til að skipta máli" og fréttamat Reykjavíkurmiðlanna nær ekki yfir.
Fyrir nokkru var upphlaup í stjórnsýslunni í Múlaþingi, sem beitti bolabrögðum til að þagga niður í minnihlutaflokki í sveitastjórninni. Málið varðaði heilbrigða umræðu um stórmál í framtíðarskipulagi fyrir íbúa á Egilsstöðum. Rök meirihlutans var eins og rjúkandi ruslahaugur. Þau tímamót urðu þá, að meirihlutinn samþykkti að tveir áheyrnarfulltrúar voru kosnir vanhæfir til setu undir umræðu um vegalagningu vegna Seðisfjarðaganga.
Ekki hefur tekist að upplýsa eftir hvaða lagabókstaf sá gjörningur styðst við.
Hér veltir maður fyrir sér fréttamati Morgunblaðsins. Hveragerði þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta og Múlaþingi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta.
https://xmulathing.blog.is/blog/xmulathing/
https://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/2280626/
![]() |
Fundurinn boðaður einni mínútu of seint |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2022 | 09:36
Er minnimáttarkenndin viðvarandi í sveitastjórn Múlaþings?
Jarðgöng til Seyðisfjarðar hafa verið í vinnslu í langan tíma og stöðugt hefur verkefninu verið frestað. Nú sér fyrir endann á því og sveitastjórnarmenn svæðisins hleypur kapp í kinn. Þvert á gildandi skipulag ætlar meirihlutinn í Múlaþingi að afhenda Vegagerð ríkisins skipulagsvaldið. Færa á vegstæðið og er meirihlutinn í Múlaþingi til í að fórna hverju er fyrir væntanleg Seyðisfjarðagöng, - allt er undir. Dýrmætu byggingarlandi á Egilsstöðum á að fórna, stærsta svæði villta Blæaspar á Íslandi verður eins og þverskorin ýsa og fjármunum skal varið í nýtt aðalskipulag.
Minnimáttarkenndin nær svo nýjum hæðum í sveitastjórn Múlaþings gagnvart fulltrúum M-listans í ráðum sveitarfélagsins. Það er mikið lagt undir að reyna að stinga undur stól réttmætum ábendingum M-listans um að sveitastjórn Múlaþings sé að afsala til Vegagerðar ríkisins (VR) skipulagsvaldið og eru að kokgleypa hugmyndir VR um framkvæmdina. Þar að auki ætlar sveitastjórn Múlaþings gagnrýnislaust að samþykkja matskýrslu VR um framkvæmdina þó fulltrúar M-lista hafi ítrekað bent á misræmi í henni og gallaða framsetningu.
Í Byggðarráði var áheyrnarfulltrúinn Þröstur Jónsson M-lista, ákvarðaður vanhæfur með kosningu.
Þeir sem greiddu því atkvæði voru:
Berglind Harpa Svavarsdóttir D-lista
Ívar Karl Hafliðason D-lista
Vilhjálmur Jónsson B-lista
Öll í meirihlutanum.
Auk þess greiddi Hildur Þórisdóttir L-lista atkvæði með vanhæfi.
Helgi Hlynur Ásgrímsson, V-lista, sat hjá.
Í Umhverfis- og framkvæmdaráði kvað við sama tón gagnvart áheyrnarfulltrúa M-listans. Þar var áheyrnarfulltrúinn Sveinn Jónsson einnig ákvarðaður vanhæfur með kosningu.
Þeir sem greiddu því atkvæði voru:
Úr meirihlutanum.
Jónína Brynjólfsdóttir B-lista
Ólafur Áki Ragnarsson D-lista
Eiður Gísli Guðmundsson B-lista
Þórhallur Borgarsson D-lista
Minnihlutinn ákvað að vera með í gjörningnum og var það Ásdís Hafrún Benediktsdóttir L-lista, sem þar var að verki.
Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Þórunn Hrund Óladóttir sátu hjá, báðar á V-lista,
Sérstök lög gilda um vanhæfi aðalmanna í sveitarstjórn.
Hvar má finna vanhæfisreglur um áheyrnarfulltrúa?
Hver ofantalinna getur svarað því?
Er ef til vill verið að brjóta stjórnskrávarin réttindi á fulltrúa M-listans er varðar tjáningar- og skoðanafrelsi?
7.7.2022 | 20:21
Á hvaða vegferð er Eftirlitsgrúppur ríkisins?
Eitthvað kostar þetta hvalveiðiverkefni. Hver á að borga?
Hvernig er hægt að fá dýralækna til sjós á sama tíma og sveitir landsins eru frekar illa mannaðar dýralæknum. Hver á að greiða þann sjó-spendýra-kostnað?
Hvenær verður gerð krafa um að dýralæknir fylgi hverri skyttu á hreindýraveiðum?
Eru virkilega alltaf til fjármunir af skattfé okkar í endalaust rugl?
![]() |
Dýravelferðarfulltrúi myndi allar aðgerðir við hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2022 | 14:38
Þjóð og þing hefði betur hlustað og kynnt sér Orkupakka 3...
... þegar Miðflokkurinn ítrekað reyndi að vara við þeim gjörningi. Þá hefði umræddur forsætisráðherra geta tekið upplýsta ákvörðun út frá því í stað þess að þykjast hvorki sjá né heyra viðvörunarorð Miðflokksins.
Hvað er nú að koma úr hörðustu átt, frú Forsætisráðherra?
En eins og karlinn sagði: Betra er hálfur skaði en enginn.
![]() |
Gagnrýni Miðflokksins komi úr hörðustu átt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2022 | 14:12
Á einhver örlítill grenjandi minnihluti náttúrverndarsinna....
...að hafa neitunarvald um það að þjóðin megi nýta græna orku í sínu eigin landi?
Látum náttúruna njóta vafans, ekki þennan örlitla grenjandi minnihluta, sem skilgreina sig sem náttúruverndarsinna.
![]() |
Enginn möguleiki á umræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2022 | 21:30
Fyrsta þyrla Landhelgisgæslunnar sem fer út á land skal gerð út frá Egilsstaðaflugvelli.
Austfirðingar eru ávallt verið aftas á merinni í allri þjónustu frá Reykjavík, ekki síst þegar kemur að björgunaraðgerðum og sjúkraflugi. Því er krafan að fá eina af þyrlum Landhelgisgæslunnar með heimahöfn á Egilsstöðum, enda lengst að fara á sjúkrahús allra landsmanna í Reykjavík. Mikil umferð ferðananna á þjóðvegakerfinu og fjarri byggð kallar á betri lausnir til björgunaraðgerða, þegar neyðin bankar upp á.
Nokkrar greinar hef ég skrifað um þessi mál og hér er ein sem menn ættu að líta yfir og var upphaflega birt 2008. Lítið hefur breyst síðan.
Rétt til að minna á það:
Það býr fólk á Austurlandi, sem borga ríflega til samfélagsins og ástæðulaust að það upplifi sig ítrekað, sem þriðjaflokks íbúa þessa lands.
https://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/2264892/
![]() |
Þörf er fyrir sérstakar sjúkraþyrlur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2022 | 12:19
Vinabæjarsamstarf
Egilsstaðir (og við sameininguna í Fljótsdalshérað) voru lengi vinabæjarkeðju Suolathi í Finnlandi, Skara í Svíþjóð, Sorö í Danmörku og Eidsvoll í Noregi. Þegar Suolathi var sameinað Äänekosti slitnaði keðjan vegna þess að Äänekoski var í vinabæjarkeðju með Hveragerði. Raseborg í Finnlandi kom inn í fyrrnefnda vinabæjarkeðju. Runavík í Færeyjum var ekki með í vinabæjarkeðjunni en mikið og gott samvinna var milli Héraðs og Runavíkur og meðal annars var lengi sent jólatré til þeirra, - það eina sem sent var frá Íslandi.
Fundur hjá Byggðaráði Múlaþinga 3.5.2022
Mál 16.
"Fyrir lá ósk frá Helga Hlyni Ásgrímssyni um að nú að loknum heimsfaraldri verði endurnýjuð kynnin við vinabæi sveitarfélagsins í Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Einnig er lagt til að, með vísan til samstarfssamnings við UHI, verði leitað eftir vinabæ í Skotlandi. Einnig lágu fyrir minnispunktar frá skrifstofustjóra varðandi vinarbæjartengsl sveitarfélagsins."
Ég tel ekkert mál er að endurvekja samstarfið við þessa keðju okkar, bara hafa samband og taka upp þráðinn.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)