Er minnimáttarkenndin viðvarandi í sveitastjórn Múlaþings?

Jarðgöng til Seyðisfjarðar hafa verið í vinnslu í langan tíma og stöðugt hefur verkefninu verið frestað. Nú sér fyrir endann á því og sveitastjórnarmenn svæðisins hleypur kapp í kinn.  Þvert á gildandi skipulag ætlar meirihlutinn í Múlaþingi að afhenda Vegagerð ríkisins skipulagsvaldið.  Færa á vegstæðið og er meirihlutinn í Múlaþingi til í að fórna hverju er fyrir væntanleg Seyðisfjarðagöng, - allt er undir.  Dýrmætu byggingarlandi á Egilsstöðum á að fórna, stærsta svæði villta Blæaspar á Íslandi verður eins og þverskorin ýsa og fjármunum skal varið í nýtt aðalskipulag.

Minnimáttarkenndin nær svo nýjum hæðum í sveitastjórn Múlaþings gagnvart fulltrúum M-listans í ráðum sveitarfélagsins.  Það er mikið lagt undir að reyna að stinga undur stól réttmætum ábendingum M-listans um að sveitastjórn Múlaþings sé að afsala til Vegagerðar ríkisins (VR) skipulagsvaldið og eru að kokgleypa hugmyndir VR um framkvæmdina.  Þar að auki ætlar sveitastjórn Múlaþings gagnrýnislaust að samþykkja matskýrslu VR um framkvæmdina þó fulltrúar M-lista hafi ítrekað bent á misræmi í henni og gallaða framsetningu. 

Í Byggðarráði var áheyrnarfulltrúinn Þröstur Jónsson M-lista, ákvarðaður vanhæfur með kosningu.

Þeir sem greiddu því atkvæði voru:

Berglind Harpa Svavarsdóttir D-lista
Ívar Karl Hafliðason D-lista
Vilhjálmur Jónsson B-lista
Öll í meirihlutanum.

Auk þess greiddi Hildur Þórisdóttir L-lista atkvæði með vanhæfi.
Helgi Hlynur Ásgrímsson, V-lista, sat hjá.

https://www.mulathing.is/is/stjornsysla/sveitarstjorn-rad-og-stjornir/fundargerdir/byggdarad-mulathings/305

Í Umhverfis- og framkvæmdaráði kvað við sama tón gagnvart áheyrnarfulltrúa M-listans.  Þar var áheyrnarfulltrúinn Sveinn Jónsson einnig ákvarðaður vanhæfur með kosningu.

Þeir sem greiddu því atkvæði voru:

Úr meirihlutanum.

Jónína Brynjólfsdóttir B-lista
Ólafur Áki Ragnarsson D-lista
Eiður Gísli Guðmundsson B-lista
Þórhallur Borgarsson D-lista

Minnihlutinn ákvað að vera með í gjörningnum og var það Ásdís Hafrún Benediktsdóttir L-lista, sem þar var að verki.
Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Þórunn Hrund Óladóttir sátu hjá, báðar á V-lista, 

https://www.mulathing.is/is/stjornsysla/sveitarstjorn-rad-og-stjornir/fundargerdir/umhverfis-og-framkvaemdarad-mulathings/306

Sérstök lög gilda um vanhæfi aðalmanna í sveitarstjórn.
Hvar má finna vanhæfisreglur um áheyrnarfulltrúa?
Hver ofantalinna getur svarað því?

Er ef til vill verið að brjóta stjórnskrávarin réttindi á fulltrúa M-listans er varðar tjáningar- og skoðanafrelsi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég fæ ekki betur séð en að sveitarstjórn Múlaþings verði að flytja inn áheyrnafulltrúa í nefndir, málin einfaldlega flestum of tengd, -og mér er hulin ráðgáta hvernig meirihlutanum tókst að komast hjá því að segja ekki af sér vegna vanhæfis, -sennilega hafa þau talið það vera sér of tengt. 

Magnús Sigurðsson, 8.7.2022 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband