Hver er ávinningurinn?

Hvað kostar það þjóðarbúið að hafa núna fjóra fyrrverandi ráðherra á launum?  Hvað þarf að greiða þeim aukalega út kjörtímabilið?  Hverju bjarga þessar hrókeringar?  Auðvelda þær umsóks í ESB?

Ekki svo að skilja að ég sé ekki ánægður með að allir voru látnir taka pokann sinn, nema að Ragna átti að sitja áfram, en Árni Páll að víkja.  


mbl.is Yfirgefa ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf má fá nýtt skip og annað föruneyti.

Nú hefur Landsbakinn og Íslandspóstur tekið sér Morgunblaðið, Ríkisútvarpið og fleiri stofnanir sér til fyrirmyndar og í nafni hagræðingar og sparnaðar, lokað sinni starfstöð á Stöðvarfirði.

Landsbyggðamenn mega hafa það, að ávallt eru það okkar minnstu bræður sem fyrst finna fyrir sparnaði og hagræðingu. Það virðist kennt í virtustu skólum þjóðarinnar, að best sé að skera það sem lengst er í burtu frá höfuðstöðvunum.  Það eru engin ný sannindi. 

Spaugstofan skipti nýverið um skipsrúm.  Er það eitthvað sem hægt er að skoða hér?  Í Fjarðabyggð er starfræktur öflugur sparisjóður. Gæti hann yfirtekið starfsemi Landsbankans á Stöðvarfirði og jafnframt þjónustu póstsins?  Eru hér tækifæri til sóknar?  Ástæðulaust að leggja árar í bát baráttulaust.

Hefur það verið rætt? Eru einhverjir vankantar á því að opna útibú frá Sparisjóði Norðfjarðar á Stöðvarfirði og jafnvel viðar um Austurland?  Getur nýr bæjarstjóri í Fjarðabyggð ekki leiðbeint mönnum í þessu? 

Sjálfur hef ég oft hugsað að færa allt mitt fjármagn í Sparisjóðinn, en þegar málin eru síðan skoðuð í kjölinn, sé ég að flestir mínir reikningar í mínus. Veit ekki hvort hægt er að opna reikning í mínus, þó ég hafi eitt sinn átt þar sparisjóðsbók númer 22 í Sparisjóði Norðfjarðar þegar Jón Lundi réði þar ríkjum.

En það er nú allt önnur saga. 


Er forgangsröðin á hreinu á stjórnarheimilinu?

Það er ekki hægt að neyta því, maður verður hugsi yfir forgangsröðinni hjá ríkisstjórninni. 

Var þetta það sem skipti mestu máli einmitt núna?  Eru ráðherrastólar það sem á að hafa forgang, eins og ástandið er í þjóðfélaginu?  Hrókeringar um hverjir hafa völdin?

Ef til vill er þetta rétt.  Það kemur í ljós.  Hugsanlega þarf að hreinsa út „bremsuklossana“ sem standa í vegi atvinnuuppbyggingarinnar í landinu. 

Ef til vill þarf að koma þeim frá sem
„...vilja gera eitthvað annað.....“ þó enginn viti enn hvað það er.

Þetta kemur væntanleg í ljós seinna í dag.


mbl.is Þingflokkar funda í allan dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krossferð bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð.

Hver kjörinn fulltrúinn í Fjarðarbyggð á fætur öðrum, ná athygli fjölmiðla með vægast sagt sérkennilegum hætti.  Ekki er þetta einskorðað við núverand bæjarfulltrúa heldur skeiða óbreittir einnig fram á ritvöllinn og einn þeirra vill færa aðstöðu Norrænu frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar.  Kjörnir fulltrúar Fjarðabyggðar hamast hins vegar við að rökstyðja ágæti þess að flytja þjóðveg eitt frá Breiðdaslheiði í Fjarðabyggð.  Það er lítið gefið fyrir rökin að fara í endurbætur um Öxi m.a. með þeim rökum að leiðin sú sé einungis "71 km styttri"(http://www.raudhausar.com/esther/?p=3137).   

Það er ekki furða þótt þeim sömu fulltrúum finnst verulegt vit í að hafa fjóðungssjúkrahús á endastöð, úr alfaraleið og langt frá fullbúnum flugvelli, þegar 71 km er ekkert sem orð er á gerandi, þegar menn eru að skreppa af bæ. En það má auðvita ekki ræða mál sjúkrahússins einungis samgöngumálin, en þar á að ná lendingu "..með rökum ekki tilfinningum..." eins og það er svo snilldarlega orðar af einum kjörnum bæjarfulltrúanum í Fjarðabyggð.

Í þessu samhengi er rétt að rifja upp nokkur atriði um samstöðu í Austurlandsfjórðungi.

Það var mikil og góð samstaðan í kringum byggingu á virkjun og álveri.

Ekki var hún síðri þegar Mjóeyrarhöfn var byggð?  Höfn sem byggð er um það bil með 80% fjárveitingu af ríki, en Fjarðabyggð fær um 100% af innkomuni í gegnum sína sjóði.

Man ekki eftir mótmælum hér eystra þegar Fáskrúðasfjarðagöngin voru grafin.

Vegabætur um Hólmaháls voru án aðkomu annara en heimamanna og einginn utanaðkomandi mótmælti þeirri framkvæmd.

Nú eru ný göng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar rétt handan við hornið.  Einhver sem mótmælir.  Ekki svo ég muni, ef frá eru taldir landeigendur jarða sem vegur fer um.  Að því verki loknu, verða flestir jarðgangnametrar á hvern íbúa Íslands, - í Fjarðabyggð.

Maður freistast til að velta því fyrir sér, er bara nauðsynlegt að byggja upp samstöðu í fjórðungnum, þegar eitthvað á að gera í Fjarðabyggð?  Þarf eingöngu að ræða samgöngumál með "rökum ekki tilfinningum" þegar fjallað er um hvar þjóðvegur eitt á að liggja?

Lágkúru bæjarstjórnarmanna í Fjarðabyggð er senn athygliverð, sérkennileg og sorgleg.  Fátítt er að eitt sveitarfélag leggist jafn þungt gegn öðru þegar um samgöngubót er að ræða.  Í þessu tilfelli gegn vegabótum um Öxi.

Vegferð kjörinna fulltrúa í Fjarðabyggð er greinilega að viðhalda löngum leiðum milli staða og lækka fjárframlög til vega á Austurlandi, með því að stuðla að því að minnka opinbera þjónustu við fjölfarna leið.  Sér er nú hver framsýnin og fyrirhyggjan í þessum hópi. Það er aldeilis lóð, sem þeir velja að leggja á vogaskálar í samheldni, samvinnu og sameiningaviðræðum á næstu misserum.


Er forgangsröðin í lagi?

Það er merkilegt að fylgjast með núverandi stjórnvöldum.  Forgangsröðin virðist sífellt vera á skjön við alla almenna skynsemi. 

Er nauðsynlegt núna, frú heilbrigðisráðherra, að vera að gera mál úr því hver talar við hvern og í hvaða röð?

Það hefur lengi verið ljóst, að það er ekki allt í lagi á stórnarheimilinu.  Daglega upplýsa ráðherrar ríkistjórnar getu-, ráð og dugleysi sitt og opinbera vanmátt sinn fyrir alþjóð.

Hæstvirtur félagsmálaráðherra Árni Páll Árnason, hafði um daginn föðurlegar áhyggjur af matargjöfum til fjölda fólks á landinu, fólki sem hafði hvorki til hnífs né skeiðar.  Hann vissi ekki hvernig ætti að finna fjármuni til að metta þann fjölda. 

Á sama tíma er flokkur hans í ótímabærri útrás við að koma Íslandi inn í ESB, í óþökk meirihluta þjóðarinnar.  Væri ekki nær að hætta þeim hráskinnaleik og nýta þá fjármuni til fátækra og annara þarfra verka innanlands? 

Á sama tíma vill ríkisstjórnin einnig greiða Icesavereikninga óreiðumanna í útlöndum, sem hafa næga fjarmuni handa á milli.

Það er greinilega ekki allt í lagi með forgangsröðina hjá stjórnarliðum!


mbl.is Bréf byggt á „misskilningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með forsetann....

....þarf hann ekki að skrifa undir?   

Er hann tilbúinn?

Einhverjar sagnir eru til um nokkurra daga umhugsunarfrest forseta Íslands.
mbl.is Staðfestur tími kl. 16
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru VinstriGrænir að verða mesti hægri flokkurinn.....

...á eftir Samfylkingunni?  Hvert er þessi fulltrúar minnihluta þjóðarinnar að stefna.  Enga stund að koma með lög um verkfallsaðgerðir, - eitt símtal frá forstjóra Flugleiða og ríkisstjórnin safnast saman eins og fé í rétt að hausti. 

Hvar er skjaldborgin um heimilin?
Hvar eru nýju atvinnutækifærin?
Hvar er stuðningurinn við sveitarfélögin?


Vildi ekki einhver forstjórinn, sem hefur símanúmerið hjá þessari guðsvoluðu ríkisstjórn, vera svo vænn að hringja og minna á fólkið í landinu?; fólkið sem ekki er að fara utan í sumarfrí eða viðskiptaferðir. 

Samninganefndin um Icesave kemst líka sinna ferða með IcelandExpress. 

Best er þó að hún fari hvergi.


mbl.is Verkfallið bannað til 30. nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugleiðir og KLM sameinast....

....það er nú orðin að veruleika.  Kristján L Möller er að ríkisvæða flugið á íslandi.  Nú er bara að bíða eftir því að Flugleiðir verði ohf, - hið Íslendska Aeroflot.

Ekkert er þessari vinstristjórn lengur heilagt.  Rökrétt framhald af þessu er að banna öll verkalýðsfélög, banna að fólk komi saman til að mótmæli stjórnvöldum.  Stjórnvöld hljóta að samþykkja lög sem afnema kosningar og skoðanakannanir. 

Vinstri ríkistjórnin er búin að setja Ísland í pólitískan ruslflokk!

Er hægt að toppa það?

  


mbl.is Stefnt að flugi síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugleiðir ohf....!!??

"Nú er sagt að runnir séu upp sögulegir tímar, af því að hér hafi verið mynduð hreinræktuð vinstristjórn." þetta er efnislega það sem núverandi valdhafar tilkynntu landslýð fyrir um ári síðan. 

Sérkennileg sú staða sem samgönguráðherra er í, að strax og smá snurða hleypur á þráðinn milli stjórnar fyrirtækis og undirmanna þess, sér undir iljar honum inn undir pilsfaldinn hjá Jóhönnu með hreinrituð lög til að stoppa viðkomandi verkfallsaðgerðir.  Hvað er í gangi??

Það er nú ekki aldeilis svo að Ísland sé einangrað frá umheiminum, því við höfum IcelandExpress sem getur fjölgað ferðum ásamt öðrum flugfélögum sem eru á fljúga milli landa, t.d. SAS.  Auðvita raskast ferðaáætlanir hjá mörgum, og það er súrt í broti.  Þessu má þó ávallt búast við vegna bilana, veðurs og nú síðast eldgoss.  Hvar er Kristján L Möller þá og hvað er hann að gera í lagasetningabrókina sína?

Maður hlítur að velta þessu fyrir sér.  Á að breyta öllum lögum  jafnóðum og einhver óþægileg staða kemur upp?  Má reikna með því að valdhafar, sem ekki geta virt leikreglur samfélagsins, rjúki upp til handa og fóta ef einhver forstjórinn hringir og kvartar undan starfsmönnum sínum.  Sér í lagi er þetta athyglivert, þegar það er  haft í huga, að þessari sömu ríkistjón er gjörsamlega fyrirmunað að leysa vanda heimilanna. 

Vantar að fyrirtækjavæða öll heimilin í landinu og senda síðan forstjórann á ríkistjórnina til að fá laustn sinna mála.  Maður spyr sig.

mbl.is Ríkisstjórn samþykkir lagafrumvarp um flugvirkjaverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökrétt framhald af....

...röngum vinnubrögðum á stjórnarheimilinu.  Ríkistjórninni hefur tekist að sniðganga alla skynsemi, segja þjóðinni ósatt, hafa í hótunum við þegna sína og sýna landsmönnum hroka og yfirlæti. 

Þess vegna kemur þessi yfirlýsing ekki á óvart, enda er tíma þeirra betur varið í að undirbúa afsögn sína, - strax eftir kosninguna. 

Það er einnig rökrétt framhald af framvindunni.


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband