5.3.2010 | 11:42
Hvernig má það vera?
Er ekki ítrekað búið að segja að eignir koma upp í skuld rúm 80%.
Er ríkisstjórnin ekki lengur viss í sinni sannfæringu?
Eftir hvaða lögum ber okkur skylda að bera ábyrgð á tapi einkaframtaksins í útlöndum?
Geta önnur fyrirtæki í einkageiranum gert sama tilkall til þjóðarinnar?
Ef ekki, er þá ekki verið að mismuna fyrirtækjum?
Hvað þá með jafnréttirlögin?
Á einkageirinn að hirða gróðann og ef illa fer, verður tapið sótt í vasa skattborgara?
Er það ESB í hnotskurn?
![]() |
Samningarnir geta reynst dýrari en Icesave-skuldin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2010 | 08:48
Líf ríkistjórnarinnar að fjara út.
Klukkan 10:00 á sunnudagsmorgunn 7. mars n.k. gengur Jóhanna Sigurðardóttir á fund forseta Íslands og biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.
Klukkan 15:00 við setningu þings á mánudaginn 8. mars n.k. les forseti Alþingis bréf frá Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem hún segir af sér þingmennsku. Skynsemin hefur að lokum náð tökum á fyrrverandi forsætisráðherra. Betra seint en aldrei.....
......maður getur allavega látið sig dreyma.
![]() |
Segja nei þrátt fyrir viðvaranir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2010 | 06:07
Er kúrsinn réttur á þjóðarskútunni?
Það er ekki annað hægt en að velta fyrir sér hvort ríkisstjórnin hefur að einhverju öðru að stefna, en að koma Íslandi ínn í ESB. Farseðilinn þangað inn er að landa Icesave, fyrr en lausn er í því máli virðast allar dyr lokaðar. Allir ráðherrar eru að bíða eftir lausn í Icesave málinu, og flest önnur mál eru sett á ís á meðan.
Hvað er í gangi? Er ekki hægt að þoka málum áfram innanlands, þó Icesave-málið sé óleyst? Er ekki hægt að nýta þá orku, sem er að byggjast upp í þjófélaginu, til að skapa? Hvernig er háttað vinnu við að finna lausn á vanda heimilinna? Hvaða vinna er í gangi til að koma hjólum atvinnulírfsins á stað?
Skemmdarverk útrásavíkinganna á stoðir þjóðfélagsins eru alvarleg. Eru hörmungnar að baki? Það virðist ekki vera, því nú er enn verið að fremja á landi og þjóð eru skemmdarverk, nú í boði ríkisstjórnar Samfylkingarinnar undir forustu Jóhönnu Sigurðardóttur. Meira að segja Sigmundi Erni Rúnarssyni er stórlega misboðið og er hann farinn að brýna sitt fólk úr ræðustól Alþingis. Bragð er að er barnið finnur.
Ráðaleysi ríkisstjórnarinnar er hins vegar ljóst öllum nema þeim, sem eru bundnir berrassaðir á flokksklafa Samfylkingarinnar og viðurkenna ekki mistök flokksinns né þann fíflaskap sem allt ferli flokksins er nú í við stjórn landsins. Flokksmenn eru uppteknir af því að kenna öllum öðrum um þá erfiðu stöðu, sem landið er í núna, með samsæriskenningar á takteinunum, um hvernig allir aðrir en þeir brugðust í fjármálahruninu.
Með þessum orðum er ég ekki á neinn hátt að verja það sem miður fór, né þá sem stærstan þátt eiga í því hvernig komið er. Ég tel samt rétt að Samfylkingarfólk fari að horfa fram á veginn og sameinast öðrum í því að freista þess að bjarga því sem bjargað verður í þeirri erfiðu stöðu sem land og þjóð er í. Það verður ekki gert með því að eyða orku og fjármum í að reyna að smokra sér inn í ESB, þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar.
Það sýnir sig einnig að fyrirheitnarlandið, ESB, er ekki eins ahugavert og einhverjum kann að hafa fundist fyrir nokkrum árum. Bankahrunið má rekja að hluta til í gallaðs reglugerðafargans, sem þingmenn ESB eru nú á harðahlaupum að reyna að staga í og rummpa saman stærstu götin svo sagan endurtaki sig ekki niður um alla Evrópu. Sambandið er farið að gliðna sundur og margir hafa spáð því, að það lifi ekki nema í tíu til fimmtán ár til viðbótar. Evran stendur ekki traustum fótum sem stendur.
Trúarbrögð geta oft verið til trafala og rétt er Samfylkingarfólk líta í eigin bam og rifja það einnig upp, að eitt af frumskilyrðum við inngöngu í ESB, var að létta ríkisafskiptum af sem flestum þáttum í ríkisrekstri, m.a. að selja bankana. Það tókst hins vegar mjög óhönduglega til svo ekki sé dýpra í árina tekið, m.a. vegna andvaraleysis þeirra sem áttu að stýra því ferli fylgjast með að það gengi allt eðlilega fyrir sig.
Það er ekki á neinn hallað í því máli með að nefna Björgvin G Sigurðsson. Hann stóð fremstur meðal jafningja og fylgdist með hruninu af fremsta bekk. Hann aðhafðist ekki nokkurn skapaðan hlut að, til að freista þess að lágmarka tjónið. Hann átti að hafa bestu yfirsýnina þar sem hann, sem ráðherra, hafði alla þræði verkefnisins í gegnum skrifstofu sína.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2010 | 17:58
Hverjum er ekki sama?
Á meðan allt var hér á haus í innistæðulausu góðæri, gáfu matsfyrirtækin Íslandi góða einkunn. Greinilega ekkert að marka þessi matsfyrirtæki.
Nú er hér hægur bati, og ef ekki væri fyrir óhæfa ríkisstjórn værum við að komast í enn betri mál. Þetta Moody's má hafa nákvæmlega hvaða skoðun sem það vill fyrir mér, það er ekkert mark tekið á þessu hvort eð er.
Færi þessi ríkisstjórn frá og hjól atvinnulífsins færu að snúast ögn hraðar, þyrftum við engu að kvíða. Þessi ríkisstjórn ætlar að nota skattpeninga og gjaldeyrir, sem betur væru komnir til að byggja upp innanlands, og kasta þeim fyrir Hallendinga og Breta til að auðvelda inngöngu Íslands í ESB. Þessa fjármuni eiga Hollendingar og Bretar eiga enga kröfu á.
Látum þá lögsækja okkur. Þeir þora ekki að fara dómstólaleiðina, þeir vita sem er, að lögin eru okkar megin. Þeirra innanlandsklúður á aldrei og mun ekki bitna á okkur, sama hvað þurrskreytingin Jóhanna segir og skopparaboltinn Stengrímur J.
![]() |
Ísland á leið í ruslflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2010 | 15:07
Kære nordiske venner....!
Það er athyglivert hvað þetta er grunn kveðja. Hún virðist bara vera í gildi þegar menn (og konur líka), á góri stundu, eru komnir með vín í glösin og búnir að fá sér aðeins í tána.
Eru þetta vinir í raun?
Færeyingar eru eins og klettur í hafinu og styðja okkur skilyrðislaust. Þökk sé þeim!
![]() |
Reinfeldt: Ákvörðun AGS forsenda fyrir láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2010 | 13:35
Það er frábært....
Breytist úr umsóknarstjórn að ESB í starfsstjórn. Getur ekki annað en batnað.
Vonandi förum við að sjá eitthvað gert í málefnum heimilinna og fyrirtækja í landinu.
"Skjaldborgin" er þá væntanlega handan við hornið. Súper.

![]() |
Ríkisstjórnin er starfsstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2010 | 01:52
Fjarlægðin gerir fjöllin blá....
Það er fínt að rífa sig niður í rassgat í Noregi og verða "heimsfrægur" þar fyrir skoðun sína þar.
Rögvaldur verður í framhaldi af þessu innslagi sínu, að svara eftirfarandi spurningu. Átti forsetinn að hunsa fjórðung kosningabærra einstaklinga á Íslandi, sem hafa sent honum áskorun um að koma málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hvers konar vinnubrögð væru það?
Þingheimur er klofinn í tvær jafnar fylkingar um málið og þrír þingmenn létu flokksglíjuna ráða för, frekar en eigin sannfæringu.
![]() |
Ábyrgðarleysi hjá forsetanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2010 | 14:42
Tær snilld.
Það er sama hve margir snillingar segja sitt álit á þessu máli og í hvaða farveg menn telji að þetta eigi að fara, það er ekki hægt að útkljká þetta stóra mál nema fyrir dómstólum. Það eru svo skiptar skoðanir á því og vafinn það mikill. Þetta er prófmál á reglugerðarverki ESB. Því er því mín skoðun, að skárri kostur sé að samþykkja ný lög, sem fella þennan bastarð úr gildi og síðan á ríkistjórnin að hafa þann dug í sér að segja:
"Við gerðum okkar til að koma þessu í gegn, en þjóðin stendur ekki að baki okkar. Ef þið viljið fá þessar greiðslur, þá er ykkur nauðugur einn kostur, - að fara dómstólaleiðina".
![]() |
Staðfestir ekki Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.12.2009 | 12:57
Sérstök fyrirsögn á dapurlegum atburði.
Í þessu tilfelli er það trúlega fjórhjólið sem ekur í veg fyrir lestina og ökumaður fjórhjólsins sem gerir þessi afdrifaríku mistök.
![]() |
Lest lenti á fjórhjóli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2009 | 23:39
Óábyrgir slökkvimenn....
... eru með meiðandi yfirlýsingar í garð starfsmanna Flugstoða. Þeir senda heldur kaldar kveðjur til þeirra starfsmanna Flugstoða sem hafa áhuga á að sinna verkum á vegum félagsins og eru að sinna svipuðum verkum á öðrum áætlunarflugvöllum, t.d. við Egilsstaðaflugvöll og hafa staðið þar sínar vaktir með sóma.
Slökkvimenn og flugvallarverðir fæðast ekki inn í þennan heim sem starfsmenn slökkviliðs eða flugmála. Þar liggur að baki þjálfun og meðferð tækja og tóla og umgengni við þann vettvang sem þeim er ætlað að sinna hvor fyrir sig. Flestir geta sinnt þessum störfum með prýði og séhæfing fylgir hvoru starfi fyrir sig, sem óþarfi er að gera lítið úr.
Það eitt sem skýrt getur þessi harkalegu viðbrögð slökkvimanna, er óttinn við að missa vinnuna sína, sem er skiljanlegur og því helgar tilgangurinn meðalið með þessum yfirskotum þeirra.
Bendi slökkvimönnum vinsamlegast á að sækja um hjá Flugstoðum um þessi störf, ef áhuginn er svona mikill hjá þeim að starfa í fluggeiranum, - jafnvel þó þeir þurfi að leggja eitthvað meira á sig í því starfi.
![]() |
Gagnrýna Flugstoðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)