Flugleiðir og KLM sameinast....

....það er nú orðin að veruleika.  Kristján L Möller er að ríkisvæða flugið á íslandi.  Nú er bara að bíða eftir því að Flugleiðir verði ohf, - hið Íslendska Aeroflot.

Ekkert er þessari vinstristjórn lengur heilagt.  Rökrétt framhald af þessu er að banna öll verkalýðsfélög, banna að fólk komi saman til að mótmæli stjórnvöldum.  Stjórnvöld hljóta að samþykkja lög sem afnema kosningar og skoðanakannanir. 

Vinstri ríkistjórnin er búin að setja Ísland í pólitískan ruslflokk!

Er hægt að toppa það?

  


mbl.is Stefnt að flugi síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Var ekki sjálfstæðisflokkurinn löngu búinn að því? Veit ekki betur.

Einhver þarf að moka flórinn.

Hamarinn, 22.3.2010 kl. 13:32

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll "Hamarinn"

Steingrímur Hermannsson, blessuð sé minning hans, sá um að sameina Flugfélag Íslands (eitt af mörgum) og Loftleiðir í Flugleiðir hf.  Það var hlutafélag, sem fékk það í arf með Flugfélagi Íslands að geta hangið áfram á ríkisspenanum.  Engum flokki hefur tekist að venja Flugleiðir undan ríkisbeljunni.  Það er hins vegar alltaf betra að horfa fram á við.  Framtíðinni getur við breytt, - ekki fortíðinni.

Nú  ætlar KLM á að gera enn betur.  Fóðrið (farþegarnir) sem hinir gátu gengið í að vild við þessar aðstæður, verður nú tekið frá þeim aftur og sett í "jötuna" hjá Flugleiðum.

Samkeppni er greinilega ekki liðin á Íslandi.  Það er ljóst, amk. ekki á meðan þessi ríkisstjórn situr.


Benedikt V. Warén, 22.3.2010 kl. 13:57

3 identicon

Traðkað á lýðræðislegum réttindum okkar og ekki hikað við það. Þeir ættu að skammast sín þessir sem sitja þarna á Alþingi. Hverjir voru manna háværastir að mótmæla öllu, og töluðu um að menn ættu að "axla ábyrgð", og nú situr þetta sama fólk við stjórnvölinn og hugsar bara um það eitt að halda sínum stól, en ekki gera það sem er rétt og best fyrir þjóðina. Burt með þessa ríkisstjórn-leysingja.

Davíð (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband