6.12.2021 | 17:53
Malt og appelsín verður ekki jólagosið í ár.
Samkvæmt því sem jarðfræðingar telja líklegast, verður eitthvað um að vera í Vatnajökli, jafnvel á allra næstu dögum.
Grímsvötn eru búin að æla úr sér og skjálftavaktin gefur í skin að í vændum gæti verið eitthvað meira.
Jólagosið í ár gæti því sem best orðið Grímsvatnagos.
![]() |
Þurfum að vera á varðbergi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2021 | 10:10
Deilan um keisarans skegg.
Stóra málið er að ljúka við þetta stórfenglega verk og leggja í þetta það fjármagn sem þarf til að klára það. Það þarf að gera um þetta fjárhagsáætlun og opinberir sjóðir þurfa að leggja í það fjármagn þar til það stendur fullklárað hönnuðum og frumkvöðlum til sóma. Það er næsta víst að hjá almenningi og stöndugm fyrirtækjum má finna fjármagn.
Nú þegar hefur verkefnið aðdráttarafl, sem gefur nokkuð glögga mynd um hvað verður við það fullklárað.
Þetta er frábært verkefni til að uppfylla verkefni um Brothættar byggðir.
Koma svo!
![]() |
Telja brotið á sæmdarrétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2021 | 13:28
Löng umræða um fjárlög allt frá 2002
-- Einhverjir þingmenn voru orðnir nokkuð lúnir við fyrstu umræður um fjárlagafrumvarp forsætisráðherra fyrir árið 2002 á Alþingi í gær.--
segir á mbl.is
Ekki furða að Birgir ruglist í ríminu. Hann skreiddist í rúmið að kveldi kjördags sem Miðflokksmaður og vaknaði að morgni í Sjálfstæðisflokknum.
![]() |
Frú forseti... |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2021 | 23:39
Hvar er mesta svifrykið?
Gæti það verið í Reykjavík?
Þar er mest skafið, sandað og saltað.
Þar snjóar minna og þar hafa íbúar val um almenningssamgöngur.
En þá dettur einhverjum vitringnum í hug að rukka sérstaklega fyrir notkun á nagladekkjum.
Heilsársdekk virka ekki eins og nagladekk í mikilli hálku, það hef ég sannreynt.
Nagladekk eru engin alsherjar lausn og ávallt verður að aka miðað við aðstæður.
Púnkturinn er hins vegar sá, af því að þetta veldur mengun í Reykjavík á náttúrulega að koma í veg fyrir að nota nagladekk á landsbyggðinni þar sem færð á vegum er oft slæm, sérstaklega þegar bleyta ofan á ís valda mikilli hálku. Vetrarþjónustu er verr hægt að sinna m.a. skorts á fjárframlagi í slíkt.
Væri ekki heppilegra að byrja á því að rukka þá hressilga, sem ekki virða hámarkshraða?
![]() |
Heimilt verði að rukka fyrir nagladekkjanotkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2021 | 14:32
Er eitthvað líf austan Ártúnsbrekku?
Það er örugglega ekki margir meðvitaðir um gróskumikið atvinnulíf á landsbyggðinni þegar kemur að Tjarnar-Bakkabræðrum og -systrum.
Þau eru öll með MikluMýrarsyndromið.
Það lýsir sér í þeirri óbilandi trú:
- að ekki er hægt að flytja fólk til og frá Íslandi nema --
- að ekki er hægt að flytja vörur til og frá Íslandi nema --
- að ekki er hægt að flytja póst til og frá Íslandi nema --
-- það fari um gatnamót Miklu- og Kringlumýrarbrautar.
Auk þess fylgir þessari óværu nokkrar hliðarverkanir:
1. Allt stórt á að vera í sjónmáli úr turni Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti.
1.1. Sjúkrahús.
1.2. Stjórn landsins
1.3. Allar menntastofnanir landsins
1.4. Yfirstjórn alls fjármálakerfisins
1.5. Yfirstjórn allra stórfyrirtækja landsins
1.6. Fyrirtæki sem enga framleiðslu hafa í Reykjavík s.s. Landsvirkjun.
1.7-999. Sem er of langt upp að telja.
2. ER BARA EKKI BEZT AÐ GANGA Í ESB?
2.1 Þá flyst allt bixið til Brussels.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur sýni landsbyggð lítilsvirðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.11.2021 | 09:39
Tær snilld
Að fara þarna upp og virða fyrir sér útsýnið er frábært.
Það er ævintýri út af fyrir sig að fara þara upp í snjóflóðavarnirnar og horfa yfir Seyðisfjörð í góðu veðri.
Vegurinn upp er ekki upp á marga fiska og helst ekki fyrir aðra bíla en 4x4 og má byrja á að lagfæra hann þó hringurinn sé ekki kominn.
Hlakk til að fara hringinn þegar þar að kemur.
![]() |
Baugur Bjólfs verði aðdráttarafl eystra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2021 | 22:56
Er MDE með hraðþjónustu?
Það bregður þá nýrra við. Gott ef niðustaða verður komin að fjórum árum liðnum.
Á þá að kjósa í NV-kjördæmi?
Ef þarf að víxla stólum, eiga þeir sem þar kunna að sitja, að endurgreiða launin til þeirra sem teljast rétt kjörnir?
Verða öll lög næsta þings ómerk?
Eina lausnin, sem er marktæk núna úr því sem komið er, er að senda kjörna fulltrúa heim launalaust og forseti lýðveldisins skipar starfsstjórn.
það er eini löglegi leikurinn í stöðunni, að mínu mati.
Auglýsa þarf nýjan kjördag með tilskyldum fyrirvara í vor og kjósa upp á nýtt í landinu öllu og fara að þeim loknum í stjórnarmyndunarviðræðurnar.
Ella verður enginn friður á landinu, vegna þess að þeir sem ekki fengu það sem þeir vildu, setja eigin hag ofar hag landsmanna.
Þannig met ég stöðuna.
![]() |
Vísa verði niðurstöðum kosninga til MDE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.11.2021 | 22:41
Og fyrst sæstrengurinn er hvort eð er kominn svona langt - - -
- - - borgar það sig þá ekki bara að fara með hann alla leið í land og þá verður jafnræðið virkt og raforkan á Íslandi hækkar til samræmis við löndin, sem koma til með að fá orku frá okkur.
Vá hvað þetta skín í gegn. Það er plottið.
Hvað gerist svo?
Dagprísar poppa upp og efnaminna fólk neyðis til að elda og þvo þvott á nóttinni þegar raforkuverðið er lægst.
Það er kristaltært að raforkuverð til heimila og fyrirtækja hækkar snarlega.
Er þetta það sem þjóðin vill?
Hverra hagsmuna er ráðherrann að gæta?
Ekki almennings.
![]() |
Metnaðarfullar hugmyndir um vindorkugarð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2021 | 17:49
Menn ganga ekki til rjúpna með fallbyssu
Af hverju eru sóttvarnayfirvöld ekki að vinna með skynsemina í farteskinu?
Af hverju er ekki hægt að vera með svæðisskiptar aðgerðir í takt við fjölda smitaðra.
Af hverju er ekki hægt að banna fólki að nota almenningssamgöngur, sem ekki framvísa gildu sóttvarnarvottorði?
Geta sóttvarnayfirvöld ekki sniðið tillögur sínar að mismunandi ástandi svæða?
Kvikni í húsi á 101 Reykjavík, kalla menn ekki út slökkvilið um allt Ísland til að sprauta á eitthvað hús einhversstaðar. Það sjá allir hvað það er galið.
![]() |
50 manns mega koma saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2021 | 10:50
Hjarðónæmi gegn heilbrigðri hugsun
Þjóðin er að verða komin á það stig, að lesskilningurinn er takmarkaður við að nýta fyrirsagnir og frasa. Þetta lýsir sér í því að með því að lesa eingöngu fyrirsögn í blaði, telur viðkomandi sig skilja innihald greinarinnar, sér í lagi ef hún rímar við einhvern frasa sem lesandinn er nú þegar búinn að tileinka sér.
Í góðri grein í Morgunblaðinu í dag á bls. 16, eftir Hauk Ágústsson fyrrverandi kennara, er farið yfir greiningu á heilaþvegnum fórnarlömbum samfélagsins og vandamálið skilgreint með skýrum hætti. Hún er ýtarlegri en greining mín á sama vandamáli. Greining er ekki alveg ný og þar nefnd hóphugsun og þeir sem hópnum fylgja í blindni eru fórnarlömb.
Irving L. Janis (1918-1990) var rannsóknarsálfræðingur við Yaleháskólann. Árið 1972 gaf hann út bókina Victims of Groupthink (Fórnarlömb hóphugsunar)
Haukur nefnir til sögunnar nokkur af einkennum fórnarlamba hóphugsunar og telur upp eftirfarandi liði:
- Meðlimir hópsins telja sig fullkomna og óskeikula.
- Þeir ígrunda e.t.v. ástæður þess, að aðrir eru ekki sammála, en hagræða þeim og láta þær engu breyta.
- Þeir telja sig þekkja mun rétts og rangs og trúa því, að það sem þeir gera, sé óumdeilanlega rétt.
- Meðlimir hópsins gera sér staðalmyndir af þeim, sem eru ósammála og telja þá vanhæfa til þess að taka réttar ákvarðanir.
- Þeir ógna andmælendum innan hópsins (og utan hans) og beita þrýstingi til að ná fram samþykki.
- Meðlimir hópsins beita sig sjálfsrýni og telja, að ef þeir efast, hljóti þeir að hafa rangt fyrir sér.
- Þögn einstakra meðlima hópsins er talin samþykki.
- Innan hópsins taka menn sér það hlutverk, að hindra að andstæðar hugmyndir komi fram.
Hver hefur ekki upplifað sig í minnihluta gagnvart slíkum söfnuði?
Rétt er að hafa það í huga:
Meirihlutahópur þarf ekki endilega að hafa rétt fyrir sér, þó hann orgi á torgi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)