Hvar er mesta svifrykið?

Gæti það verið í Reykjavík?

Þar er mest skafið, sandað og saltað.

Þar snjóar minna og þar hafa íbúar val um almenningssamgöngur.

En þá dettur einhverjum vitringnum í hug að rukka sérstaklega fyrir notkun á nagladekkjum.

Heilsársdekk virka ekki eins og nagladekk í mikilli hálku, það hef ég sannreynt.

Nagladekk eru engin alsherjar lausn og ávallt verður að aka miðað við aðstæður.

Púnkturinn er hins vegar sá, af því að þetta veldur mengun í Reykjavík á náttúrulega að koma í veg fyrir að nota nagladekk á landsbyggðinni þar sem færð á vegum er oft slæm, sérstaklega þegar bleyta ofan á ís valda mikilli hálku. Vetrarþjónustu er verr hægt að sinna m.a. skorts á fjárframlagi í slíkt.

Væri ekki heppilegra að byrja á því að rukka þá hressilga, sem ekki virða hámarkshraða? 


mbl.is Heimilt verði að rukka fyrir nagladekkjanotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband