Hjarðónæmi gegn heilbrigðri hugsun

Þjóðin er að verða komin á það stig, að lesskilningurinn er takmarkaður við að nýta fyrirsagnir og frasa.  Þetta lýsir sér í því að með því að lesa eingöngu fyrirsögn í blaði, telur viðkomandi sig skilja innihald greinarinnar, sér í lagi ef hún rímar við einhvern frasa sem lesandinn er nú þegar búinn að tileinka sér.

Í góðri grein í Morgunblaðinu í dag á bls. 16, eftir Hauk Ágústsson fyrrverandi kennara, er farið yfir greiningu á heilaþvegnum fórnarlömbum samfélagsins og vandamálið skilgreint með skýrum hætti.  Hún er ýtarlegri en greining mín á sama vandamáli. Greining er ekki alveg ný og þar nefnd hóphugsun og þeir sem hópnum fylgja í blindni eru fórnarlömb 

Irving L. Janis (1918-1990) var rannsóknarsálfræðingur við Yaleháskólann. Árið 1972 gaf hann út bókina Victims of Groupthink (Fórnarlömb hóphugsunar)

Haukur nefnir til sögunnar nokkur af einkennum fórnarlamba hóphugsunar og telur upp eftirfarandi liði:

  • Meðlimir hópsins telja sig fullkomna og óskeikula.
  • Þeir ígrunda e.t.v. ástæður þess, að aðrir eru ekki sammála, en hagræða þeim og láta þær engu breyta.
  • Þeir telja sig þekkja mun rétts og rangs og trúa því, að það sem þeir gera, sé óumdeilanlega rétt.
  • Meðlimir hópsins gera sér staðalmyndir af þeim, sem eru ósammála og telja þá vanhæfa til þess að taka réttar ákvarðanir.
  • Þeir ógna andmælendum innan hópsins (og utan hans) og beita þrýstingi til að ná fram samþykki.
  • Meðlimir hópsins beita sig sjálfsrýni og telja, að ef þeir efast, hljóti þeir að hafa rangt fyrir sér.
  • Þögn einstakra meðlima hópsins er talin samþykki.
  • Innan hópsins taka menn sér það hlutverk, að hindra að andstæðar hugmyndir komi fram.

Hver hefur ekki upplifað sig í minnihluta gagnvart slíkum söfnuði?

Rétt er að hafa það í huga:
Meirihlutahópur þarf ekki endilega að hafa rétt fyrir sér, þó hann orgi á torgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband