28.6.2023 | 22:57
Minnimáttarkennd
Hvenær haldið þið að British Airways myndu láta eftir sér að umskýra félagið í Breska Loftleiðin til að tjónka við íslenska ferðamenn?
Mörg hörkugóð nöfn hafa lotið í gras fyrir minnimáttakend langskólagenginna.
Nýherji - Origo
Flugfélag Íslands - Iceland Air Connect
============
Philips var stofnað 1891 og merki þess er síðan 1938.
Yfirleitt er einhver hrakfallasaga á bak við nafnabreytingar.
![]() |
Spyr forstjóra hvað sé spennandi við Bonaqua |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2023 | 16:15
Tilviljunin og tungurnar þrjár
Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, opnaði sig nýverið og mjög óvænt um jarðgöng á Austurlandi og fjallaði þar um að rétt væri að allar framkvæmdir við jarðgöng ættu að eiga sér stað með strönd Austurlands t.d. með að tengja saman Norðfjörð, Mjóafjörð og Seyðisfjörð. Ekki er hægt að merkja að hann hafi sérstaklega sett sig inn í samþykktir sveitastjórna liðinna ára á Austurland. En merkileg tilviljun var að hann skildi færa þetta í tal á þessum tímapunkti. Eða var það ekki tilviljun? Auðvita veltir maður því fyrir sér. Formanni Sjálfstæðisflokksins barst fjöldi stuðningsyfirlýsingar við f.v. dómsmálaráðherra vegna ráðherraskiptanna. Þar vakt ein sérstaka athygli. Hefur Bjarna meðal annars borist áskoranir frá Sjálfstæðismönnum í Fjarðabyggð.
__________________________
Fyrir stuttu benti ég á að ríkisstjórn Íslands hefði tungur þrjár og talar sitt með hverri. Það á sérstaklega við þegar kemur að því að standa við gefin fyrirheit um jarðgöng undir Fjarðaheiði til að tengja Seyðisfjörð við Múlaþing í framhaldi af sameiningu fjögurra sveitarfélaga árið 2019.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarið leitað logandi ljósi að ástæðu til að réttlæta sleifarlagið er varðar Fjarðarheiðagöng til Seyðisfjarðar og ítrekuð svik ríkisstjórnarinnar við íbúa Múlaþings í því máli. Til þess að reyna að rétta kúrsinn á ríkisstjórninni, var gerður út leiðangur sveitastjórnar í Múlaþingi til að freista þess að fá skýr svör og til að brýna ríkisstjórnina til að standa við gefin fyrirheit.
Formaður Framsóknarflokksins gaf færi á samtali við sendinefndina, m.a. vegna þess að forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi er samflokksaðili1 innviðaráðherrans og ljóst að hann getur í þriðju kosningu í röð endurnýtt gömul kosningaloforð. Það dugði forseta bæjarstjórnar í Múlaþingi og hvarf hún við svo búið til síns heima.
Þegar kom að formanni Sjálfstæðisflokksins að ræða við fyrsta varaforseta í Múlaþingi og samflokksaðila1 fjármálaráðherrans, boðaði hann í skyndi forföll. Hvað er brýnna en samtal við ráðamenn sveitastjórna á landsbyggðinni? Er hægt að niðurlægja flokksaðila sinn meira? Flokkssystir fjármálaráðherra er virkur varaþingaðili1 Austurlands og hefur ítrekað setið á Alþingi í forföllum annarra þingaðila1.
Er hægt að niðurlægja kjörinn fulltrúa meira? Hugsanlega! Með því að lofa ítrekað framkvæmdum og standa síðan ekki við þau gefnu fyrirheit!
_________________________________________________________
1 Aðili = maður, sem þó er ekki endilega karlmaður. "Maður" hefur þótt gott og gilt heiti um aldir, þar sem maður er skilgreind tegund og skipist í undirflokkinn kona eða karl eftir sérstöðu þeirra í að viðhalda tegundinni.
24.6.2023 | 19:57
Grein 3. S-beygjur sveitarstjórnar Múlaþings
Flest sveitarfélög vinna að því að þungaflutningar og umferð, sem ekki á beinlínis erindi inn í bæjarfélög, hafi greiða leið í jaðri byggða. Það er ný nálgun og nútímaleg öfugt við fortíðina þegar pósturinn var miðlægur í þorpum og bæjum ásamt því að þar var kaupfélagið með sínar höfuðstöðvar og verslun. Það hefur líklega farið fram hjá framsóknarmönnum á Fljótsdalshéraði að hér er ekki lengur rekið kaupfélag og því þarf ekki að gæta hagsmuna þess sérstaklega.
Borgarnes er eitt þeirra sveitarfélaga, sem þótti vont að umferðin væri ekki um miðbæ sveitarfélagsins. Miklu var fórnað til þess að svo mætti verða og verslun blómgaðist við brúarsporðinn, því er ekki að neita. Nú er öldin önnur og ný sjónarmið vega þyngra á vogarskálum íbúanna og umferðaröryggi þeirra hefur öðlast meira vægi. Nú er verið að vinna nýtt skipulag í Borgarnesi og koma þungaflutningum í jaðar sveitarfélagsins.
Nærtækt er að skoða hvernig vegurinn á Reyðarfirði var lagður með ströndinni í stað þess að liggja inni í bænum endilöngum. Sama hugsun er í fleiri nútíma sveitarfélögum, sem vinna í samstarfi við íbúana. Hafa ber í huga að flutningabílar hafa stækkað og heildarþungi þeirra vaxið á undanförnum árum og hafa skapað ný viðmið. Ferðatíðni þeirra hafa þar að auki margfaldast. Orsökin er að neyslusamfélag okkar gerir sífellt meiri kröfur til vörumagns og vöruflokka, sem aftur kallar á örari flutninga til að fullnægja þörfinni. Endurbætur á vegakerfinu ná ekki að fylgja eftir neysluvæðingu samfélagsins.
Á Egilsstöðum hefur í mörg ár verið krafa um að minnka umferð í miðbænum, en ekkert hefur áunnist í þeim málum og ráðamenn Múlaþings átta sig ekki á að öryggi íbúanna sé í húfi. Þeir átta sig ekki heldur á þörfum atvinnulífsins um gott flæði um atvinnusvæðin með skriðþunga farma. Meirihlutinn ætlar jafnframt að hunsa skoðun 64% íbúa sveitarfélagsins, sem tóku afstöðu á Fljótsdalshéraði með norðurleiðinni.
Iðnaðarsvæði við Lyngás er gott og gilt, en verður ekki þar tugi ára í viðbót. Svæðið gæti hentað undir blandaða byggð, verslun og þjónustu til framtíðar og því er nauðsyn að skipulag sé lifandi plagg, án þess að taka dragstískum breytingum eftir dagsformi forseta bæjarstjórnar.
Sigurður Ingi Jóhannsson er sá ráðherra, sem hefur undanfarin ár sett ný viðmið hvað telst vera sannleikur. Ítrekað hefur hann riðið um sveitir landsins með digurbarkaleg loforð, sem síðan reyndust ígildi gúmmítékka. Nægir þar að nefna nýframkvæmdir austan lands við Egilsstaðaflugvöll, Fjarðarheiðargöng og veg yfir Öxi. Nú ná loforð hans nýjum hæðum og ná langt inn á verkefnalista komandi ríkisstjórna.
22.6.2023 | 15:17
Bönnum innflutning rafbíla
Það er alveg magnað hvað hægt að vera syngjandi ruglaður í náttúruvernd. Það er á stefnuskrá stjórnvalda að nýta græna orku til að drífa farartæki inn í framtíðina, en svo furðulegt sem það hljómar, má helst ekki framleiða orkuna með vatnsorku.
Hópur sjálfskipraðara vitringa í hreinorku eru eins og hoppandi kjúklingar á skítahaug, einn hoppar og hinir herma eftir alveg án þess að vita af hverju. Þessir skíthopparar leggjast gegn því að flytja orku á þrjátíu metra háum möstrum á milli staða vegna sjónmengunar, en finnst það er í lagi að byggja tvöhundruð og fimmtíu metra háa vindmylluskóga hist og her um landið.
Í þeirra huga er allt að því skaðlegt nýta vistvæna endurnýjanlega vatnorku, án þess að rökstyðja hvers vegna.
https://www.si.is/frettasafn/urskurdur-um-hvammsvirkjun-vonbrigdi
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, segir í hádegisfréttum Stöðvar 2 á Bylgjunni um úrskurð þess efnis að virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar hafi verið fellt úr gildi grafalvarlegan. Hann er auðvitað fyrst og fremst vonbrigði svona í ljósi þess að við þurfum á meiri grænni orku að halda á Íslandi. Stjórnvöld eru auðvitað með mjög skýr og háleit markmið til að mynda um orkuskipti. Við þurfum á orku að halda fyrir framtíðaruppbyggingu í atvinnulífi og svo framvegis. Það tók Orkustofnun 19 mánuði að afgreiða umsókn Landsvirkjunar um virkjanaleyfi. Umsóknin stendur enn þrátt fyrir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar en það gæti tekið langan tíma að uppfylla þau skilyrði sem nefndin setur og á þessari stundu óvíst hvort það er yfirleitt hægt.
Greinilegt er að Ísland, með umræddan þrýstihóp, er kominn á þann stað að það þarf að skera niður orkusjúgandi gæluverkefni.
Þá er nærtækast að byrja á að banna allan innflutning á rafbílum.
20.6.2023 | 17:56
Fallin með fjóra komma níu.
Ef Sjallarnir kyngja þessu, þá eru þeir heimsmeistarar í að hanga á ráðherrastólunum.
Já, - ráðherrastólasúperglue heldur, það alveg rígheldur.
![]() |
Nauðsynlegt vegna afgerandi niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2023 | 00:03
Launaskriðasirkusinn
Væri ekki rétt að ráðherrar og þingmenn fengju umsamda prósentuhækkun almennings að frádreginni prósentustigi verðbólgunnar?
Þá væri núna verið að tala um 4% launalækkun, eða þar um bil.
Launahækkun - Verðbólga = launahækkun/launalækkun (6%-10%= -4%) Hver er þá hinn napri veruleiki?
Hverjir eru í aðstöðu til að slá eitthvað á verðbólguna? Þarf ekki að axla ábyrgð á Alþingi?
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, virðist sannfærður um að það sé meiri raunlækkun launa þeirra, sem hafi hærri tekjur en almúgans.
Gaman væri að vita hvaða reiknikúnstum er beitt til að fá þá niðurstöðu.
![]() |
Almenningur ákveði laun þingmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |