Bönnum innflutning rafbíla

Það er alveg magnað hvað hægt að vera syngjandi ruglaður í náttúruvernd.  Það er á stefnuskrá stjórnvalda að nýta græna orku til að drífa farartæki inn í framtíðina, en svo furðulegt sem það hljómar, má helst ekki framleiða orkuna með vatnsorku.

Hópur sjálfskipraðara „vitringa“ í hreinorku eru eins og hoppandi kjúklingar á skítahaug, einn hoppar og hinir herma eftir alveg án þess að vita af hverju.  Þessir skíthopparar leggjast gegn því að flytja orku á þrjátíu metra háum möstrum á milli staða vegna sjónmengunar, en finnst það er í lagi að byggja tvöhundruð og fimmtíu metra háa vindmylluskóga hist og her um landið.  

Í þeirra huga er allt að því skaðlegt nýta vistvæna endurnýjanlega vatnorku, án þess að rökstyðja hvers vegna. 

https://www.si.is/frettasafn/urskurdur-um-hvammsvirkjun-vonbrigdi
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, segir í hádegisfréttum Stöðvar 2 á Bylgjunni um úrskurð þess efnis að virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar hafi verið fellt úr gildi grafalvarlegan. „Hann er auðvitað fyrst og fremst vonbrigði svona í ljósi þess að við þurfum á meiri grænni orku að halda á Íslandi. Stjórnvöld eru auðvitað með mjög skýr og háleit markmið til að mynda um orkuskipti. Við þurfum á orku að halda fyrir framtíðaruppbyggingu í atvinnulífi og svo framvegis. Það tók Orkustofnun 19 mánuði að afgreiða umsókn Landsvirkjunar um virkjanaleyfi. Umsóknin stendur enn þrátt fyrir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar en það gæti tekið langan tíma að uppfylla þau skilyrði sem nefndin setur og á þessari stundu óvíst hvort það er yfirleitt hægt.“ 

Greinilegt er að Ísland, með umræddan þrýstihóp, er kominn á þann stað að það þarf að skera niður orkusjúgandi gæluverkefni. 

Þá er nærtækast að byrja á að banna allan innflutning á rafbílum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband