Tilviljunin og tungurnar þrjár

Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, opnaði sig nýverið og mjög óvænt um jarðgöng á Austurlandi og fjallaði þar um að rétt væri að allar framkvæmdir við jarðgöng ættu að eiga sér stað með strönd Austurlands t.d. með að tengja saman Norðfjörð, Mjóafjörð og Seyðisfjörð.  Ekki er hægt að merkja að hann hafi sérstaklega sett sig inn í samþykktir sveitastjórna liðinna ára á Austurland.  En merkileg tilviljun var að hann skildi færa þetta í tal á þessum tímapunkti.  Eða var það ekki tilviljun?  Auðvita veltir maður því fyrir sér. Formanni Sjálfstæðisflokksins barst fjöldi stuðningsyfirlýsingar við f.v. dómsmálaráðherra vegna ráðherraskiptanna.  Þar vakt ein sérstaka athygli.  Hef­ur Bjarna meðal ann­ars borist áskor­an­ir frá Sjálf­stæðismönn­um í Fjarðabyggð“.

__________________________

Fyrir stuttu benti ég á að ríkisstjórn Íslands hefði tungur þrjár og talar sitt með hverri.  Það á sérstaklega við þegar kemur að því að standa við gefin fyrirheit um jarðgöng undir Fjarðaheiði til að tengja Seyðisfjörð við Múlaþing í framhaldi af sameiningu fjögurra sveitarfélaga árið 2019.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarið leitað logandi ljósi að ástæðu til að réttlæta sleifarlagið er varðar Fjarðarheiðagöng til Seyðisfjarðar og ítrekuð svik ríkisstjórnarinnar við íbúa Múlaþings í því máli.  Til þess að reyna að rétta kúrsinn á ríkisstjórninni, var gerður út leiðangur sveitastjórnar í Múlaþingi til að freista þess að fá skýr svör og til að brýna ríkisstjórnina til að standa við gefin fyrirheit.

Formaður Framsóknarflokksins gaf færi á samtali við sendinefndina, m.a. vegna þess að forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi er samflokksaðili1 innviðaráðherrans og ljóst að hann getur í þriðju kosningu í röð endurnýtt gömul kosningaloforð.  Það dugði forseta bæjarstjórnar í Múlaþingi og hvarf hún við svo búið til síns heima.

Þegar kom að formanni Sjálfstæðisflokksins að ræða við fyrsta varaforseta í Múlaþingi og samflokksaðila1 fjármálaráðherrans, boðaði hann í skyndi forföll.  Hvað er brýnna en samtal við ráðamenn sveitastjórna á landsbyggðinni?  Er hægt að niðurlægja flokksaðila sinn meira?  Flokkssystir fjármálaráðherra er virkur varaþingaðili1 Austurlands og hefur ítrekað setið á Alþingi í forföllum annarra þingaðila1

Er hægt að niðurlægja kjörinn fulltrúa meira?  Hugsanlega!   Með því að lofa ítrekað framkvæmdum og standa síðan ekki við þau gefnu fyrirheit!

_________________________________________________________

1 Aðili = maður, sem þó er ekki endilega karlmaður.   "Maður" hefur þótt gott og gilt heiti um aldir, þar sem maður er skilgreind tegund og skipist í undirflokkinn kona eða karl eftir sérstöðu þeirra í að viðhalda tegundinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er enn talað um þingmenn Pelli, Þó svo að það sé búið að kellingavæða þetta allt saman, eins og sést best á viðbrögðum innvið- og fjármálaráðherra.

Magnús Sigurðsson, 25.6.2023 kl. 17:41

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Magnús.

Maður veit ekkert hvað má og má ekki nefna.  Best væri að fólk væri merkt sérstaklega svo engan vafa léki á kynsviði viðkomandi.

Vandamálið verður snúnara þegar dagsformið á það til að rugla kynvitundakompásinn.

Benedikt V. Warén, 25.6.2023 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband