Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2022

Ekkert flóttafólk komið í Eiða

Ekki hefur enn ræst úr hugmyndum um komu flóttafólks frá Úkraínu í Eiða. Sveitarstjóri Múlaþings segir enn unnið að málinu þótt þörfin virðist heldur hafa minnkað.

„Það er allt nánast tilbúið. Aðstaðan er tilbúin og búið að felda starfsmanni hjá okkur umsjón. Það er hins vegar ekki kominn á samningur milli sveitarfélagsins og ríkisins um málið.

Við funduðum í síðustu viku og ég á von á að hann klárist fljótlega,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.

Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar buðu eigendur húsnæðis gamla Alþýðuskólans á Eiðum fram húsnæði á staðnum undir fólk á flótta. Þörfin var gríðarlega fyrst eftir að stríðið braust út en síðan virðist hafa dregið úr henni.

„Þá var talað um þörf fyrir húsnæði fyrir meira en 100 manns. Við erum tilbúin með rými fyrir 30-40 manns og skilst það sé feyki nóg,“ segir Björn. Áfram sé þó haldið með málið.

Aðspurður um hvort til greina komi að taka á móti fólki á flótta annars staðar en frá Úkraínu segir Björn það ekki hafa verið rætt. Frá upphafi hafi verið stefnt á að taka á móti fólki frá Úkraínu og samkvæmt því sé enn unnið.

Eins og oft áður markast sjóndeildahringur þorra stjórnmálamanna við 150 km radíus frá styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, sem lengi hefur verið núllpunktur Íslands.  Það er náttúrulega svo rosalega langt að fara út á land, að mati þeirra sem lifa og hrærast í ákveðnu póstnúmeri í Reykjavík.


Hvorki fag- né efnahagsleg sjónarmið mæla með Sauðárkróki

Þessi umræða átti sér stað á árunum 1980-1990. Síðan þá hefur ekkert átt sér stað sem bætir stöðu Sauðárkróks.

- Innanlandsflug er aflagt á Sauðárkróki.

- Kostnaður á millilandaflugvelli er varða flugvernd eru stjarnfræðilegur.

- Mannskap þarf að ráða með ærnum kostnaði sem litlu skilar til baka.

- Tveir varaflugvellir yrðu staðsettir á til þess að gera líku veðursvæði, þ.e. á Akureyri og Sauðárkróki.

Þá er vert að skoða veðurfar á Sauðárkróki þegar flug hefur orðið að hverfa frá Keflavík og hvar það hefur verið best á sama tíma. Þá er það ekki stærðin sem skiptir máli heldur veðurfarsleg gæði.

Hvað gerist við hnattræna hlýnun þar sem spáð er hækkun sjávar um nokkra metra?

Hver verður staða flugvalla, sem nú eru við sjávarmál í fullum rekstri?

Er á það bætandi? 

Það er magnað að verða ítrekað upplýstur um hundruðir milljarða í flugvelli víðsvegar um land, þegar ekki finnast fimmtíu milljónir í að malbika bílastæði á Egilsstaðaflugvelli, sem ekki er einungis varaflugvöllur, heldur flugvöllur í fullum rekstri bæði fyrir innanlands- og millilandaflug.


mbl.is Fagleg rök mæla með Sauðárkróki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er offramboð á löglærðu fólki á ofurlaunum með 50% framlegð?

Í hverju dómsmáli takast á tveir (eða fleiri) lögfræðingar. Mál vinnast eða tapast, eftir hver á í hlut.

Sá lögfræðingur sem tapar máli fær þrátt fyrir það að fullu greitt fyrir sitt framlag þó framlegðin sé 0%.

Sá sem vinnur er þar af leiðandi með fullt hús eða 100%.

Samkvæmt eðlilegum reikniskilum og viðurkenndum aðferðum er helmingurinn af 100 ekki nema 50.

Svo virðist sem að í sumum stéttum líðist að hálfdrættingar séu með ofurlaun, sem ætti að þykja umhugsunarvert hjá öðrum stéttum, sem eru með umtals meiri framlegð og hafa jafnframt minni tíma að skruna um alnetið.


mbl.is Vararíkissaksóknari áminntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkja bæjarlækinn.

Hægri og vinstri hendin þurfa að vinna saman, það væri góð byrjun. Eitt dæmið er að gera bændum kleyft að nýta hlunnindi jarða sinna betur og gera þeim auðvelt fyrir í því sambandi.

Fimm ára áætlun væri t.d. að virkja bæjarlækinn, þar sem slík hlunnindi eru til staðar og nýta orkuna í þau tæki sem notuð eru í landbúnaði og á einkabílinn.

Með því að minnka verulega kaup á erlendri orku má minnka kolefnasporið umtalsvert.

 


mbl.is Svandís undirritaði samning um loftslagsvænan landbúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marteinn Mosdal er fyrirmynd margra á ýmsum sviðum.

Það á að vera ein ríkisskoðun á öllum miðlum og ekkert múður. Það er í anda Marteins Mosdals. Magnað hve Mosdalsættin er stór.

Fréttamenn eru góðir í því að finna hinn stjörnubjarta sannleika og þegar hann er kominn í hús apa allir hann upp.  Þegar nægjanlega margir eru búnir að samþykkja, þá er komin hin löggilta ríkisskoðun, - klippt og skorin og þá verður ekki aftur snúið.

Ekki skiptir lengur máli um sannleikann né staðreyndir, fjöldinn hefur talað.  Jörðin væri ennþá talin flöt, ef sama reglan hefði verið í gildi og meirihlutinn hefði alltaf rétt fyrir sér, sem er auðvita argasta bull og vitleysa.

Efasemdir hafa vaknað um ágæti bólusetninganna, sem ekki mátti fjalla um í miðju fárinu, en eru nú að fljóta upp á yfirborðið.  Ekki er verið að halla á þá sem þurftu að tak ákvarðanir undir miklum þrýstingi.  Að kæfa umræðu er allt annað mál og múgsefjun um eina ríkisskoðun er beinlínis skaðleg.

Verst af öllu er þegar umburðalindið og virðing fyrir skoðunum annarra er komin á þetta lága plan.


mbl.is Hótað fangelsisvist fyrir að skrifa upp á Ivermectin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúxusvandamál

Magnað að geta hangið langt fram á nótt við að skemmta sér og vera svo að fara á taugum þegar ekki stoppar strætisvagn vegna þess að hann er fullur af fólki.  (Börn í barnavögnum er líka fólk).

Grenjandi lýðurinn vælir eftir ókeypis fari, lýðurinn sem í annan tíma er ekki að nýta þennan valkost.

Það er lúxusvandamál að:

- börn búi í sveitafélaginu

- vegakerfið sé boðlegt börnum til að fara í skóla

- hafa almenningssamgöngur

- fá frítt í strætó

Slíkur munaður er ekki í boði fyrir alla landsmenn.

 


mbl.is Barnavagnar hafi fyllt vagnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traust hús á frábærum stað fyrir barnaheimili.

Hegn­ing­ar­húsið er eitt sögu­fræg­asta hús lands­ins. Það var byggt árið 1872 og var í 144 ár notað sem fang­elsi, eða allt til árs­ins 2016. Á efri hæð var Lands­yf­ir­rétt­ur til húsa ásamt bæj­arþingi og Hæsta­rétti síðar.

End­ur­bæt­ur að inn­an bíða þess að ákvörðun liggi fyr­ir um hvaða starf­semi verður í hús­inu.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/08/14/framtid_hegningarhussins_er_enn_oradin/

Er nokkuð að vanbúnaði að hendast í verkið og nýta það áfram fyrir þegna borgarinnar?


mbl.is Ekkert tilboð barst í byggingu nýja leikskólans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræðingar, - eru þeir vitrastir eftirá?

Ítrekað hafa hagfræðingar látið hafa eftir sér hvað er best að gera inn í fjármálalega framtíð og varað við ofþenslu við ákveðnar aðstæður.

Ekki vantaði varnaðarorð og upphrópanir við byggingu Kárahnjúka og álvers á Reyðarfirði vegna ofþenslu í hagkerfinu, en hagfræðingarnir viku ekki orði að þenslunni í Reykjavík á sama tíma.

Pólitísku gleraugu hagfræðinganna voru jafnframt þannig, að í gegnum þau sáu þeir það sem þeir vildu sjá.  Þeir vöruðu mjög við að flytja inn ódýrt vinnuafl.  En það var ekki hægt að fá hjá þeim svör við því hvernig ódýrt innflutt vinnuafl á Austurlandi gæti valdið þenslu í Reykjavík.

Þá vöruðu þeir við að byggja svo stórt álver, íslenska ríkið gæti ekki tekið svo mikla fjárhagslega áhættu.  Það var Alcoa sem byggði álverið fyrir sitt eigið erlenda fjármagn og erlend lán.  Hvernig gat það haft áhrif á ríkisfjármálin?

Eru hagfræðingarnir ekki bara bestir við að greina ástandið eftir á, enda skiptir það þá engan máli lengur?


Góðan dag, góðan dag. Þetta er Fréttaveita Reykjavíkur.

Allar stærstu fréttaveitur landsins eru í Reykjavík og með sömu fréttirnar og eðli málsins samkvæmt ber hæst það sem gerist í nærumhverfi fréttamannanna sjálfra.  Auðvelt er jafnframt fyrir þá að hengja sig á nokkrar erlendar fréttasíður og „gúggla“ það sem hæst ber þar.  Verst er þó sú hjarðhegðun Reykvískra fréttaveitna að þar virðist ríkja þegjandi samkomulag um samræmdar skoðanir á öllum málum, sem leiðir það af sér að þeir sem eru efins um sannleiksgildi fréttanna þurfa að leita annarra leiða fyrir annað sjónarhorn.  Það er svo sem gott og blessað, en hluti þjóðarinnar er tækniheftur og jafnvel ekki inni í öðrum tungumálum til að geta lesið sér til gagns.

Landafræðin er svo kapítuli út af fyrir sig.  Ísland er náttúrulega Reykjavík og nágrenni.  Reykjanesið að Reynisfjöru og norður að Vaðlaheiði.  Vestfirðir og Austurland tilheyra ekki fréttakorti Fréttaveitu Reykjavíkur nema þegar vá knýr uppá.

Svo maður snúi sér að nærumhverfi Fréttaveitu Reykjavíkur, þá hefur hún samviskusamlega fjallað um hinsegin fólk af mikilli natni, eins og sá hópur hafi einn mátt þola eitt og annað sem Covid 19 lagði á heimsbyggðina, án þess að hér sé á nokkurn hátt verið að gera lítið úr þeim hópi. 

Annað dæmi má nefna um þrönga sýn Fréttaveitunnar í Reykjavík, þegar lítil flugvél nauðlenti vestur af Öxnadal vegna vélarbilunar seinni hluta júlí.  Sem betur fer fór það vel og enginn slasaðist alvarlega. Mikið var fjallað um þennan atburð í fréttum, löngu eftir að allir landsmenn voru alveg búnir að ná atburðarrásinni.  Sömu helgi var haldinn velheppnaður flugdagur á Egilsstöðum að viðstöddu fjölmenni.  Engar myndir birtust í prentmiðlum né á öldum ljósvakans.  Rétt er að nefna að það var tekið micro-útvarpsviðtal við einn af aðstandendum dagsins í beinni útsendingu.

Hvers vegna er þetta svona og hvað þarf margar fréttastofur til að fjalla um sömu fréttirnar með nánast sama orðalaginu?


Rýmingaráætlun Almannavarna í Reykjavík?

Þor­valdur Þórðar­son­, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, hefur áhyggjur af hugsanlegu eldgosi í Vestmannaeyjum í upphafi þessa eldhræringatímabils, sem nú virðist hafið á Íslandi.

„Það get­ur líka verið þannig að það get­ur komið upp gos í miðju hafn­ar­mynn­inu í eyj­um. Þannig að menn þurfa að vera með ekki bara áætl­un A, held­ur líka áætl­un B, og kannski C og jafn­vel D – til þess að bregðast við slík­um at­b­urði í Vest­manna­eyj­um.“

Eins og öllum má vera ljóst hefur stefna stjórn­valda, verið að koma allri stjórn­sýsl­unni, mennta­stofn­un­um, menn­ing­ar­stofn­un­um, heil­brigðis­kerf­inu, al­manna­vörn­um o.s.frv. inn á eitt eld­virk­asta landsvæði Íslands. Hvergi hefur maður rekist á áhættumat á þeirri vegferð stjórnvalda.  Víða um land er verið að huga að slíku og byggja varnir ofanvið íbúðabyggðir til að lámarka tjón og vernda mannslíf vegna náttúruvár.

  • Hver er rým­ingaráætl­un Reykja­vík­ur og ná­grenn­is ef til ham­fara kem­ur?
  • Hvernig hyggjast viðbragðsaðilar rýma Reykjavík?
  • Hvernig og hvaða leiðir taka við slíkum fjölda við rýmingu?
  • Á að nýta hafnirnar?
  • Hvernig verður rýmingu með flugi háttað um Reykjavíkurflugvöll?
  • Hvert á flóttafólkið að fara?
  • Hvar verður sjúkum og slösuðum veitt læknishjálp?

Er ekki rétt að staldra ögn við í þeirri vinnu að byggja nán­ast ein­göngu upp í Reykja­vík? Fram að þessu hef­ur excel-sér­trú­ar­söfnuður­inn haft það eina mark­mið að færa allt til Reykja­vík­ur án þess að fram hafi farið áhættumat á því fyr­ir íbúa þess svæðis, fyr­ir­tæki eða stofn­an­ir.

Hvernig ríma manngerðar þrengingar gatna og umferðartafir á venjulegum degi, við flóttaleiðir úr Reykjavík?

Hvar er aðgengi­legt áhættumat, A-B eða C, fyr­ir Reykja­vík og hvernig hef­ur það verið kynnt borgarbúum?


mbl.is Segir gos í miðju hafnarmynninu ekki útilokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband