Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Kjördæmapot forsætisráðherra í Reykjavík?

Hvernig er hægt að færa Háskóla Íslands einn og hálfan milljarð án þess að það sé á fjárlögum?  Er það ekki klárlegr brot á landslögum?

Þetta virkar á mig sem "kjördæmapot" í Reykjavík og fram að þessu hefur það þótt heldur neikvætt í umræðunni þegar um landsbyggðarþingmenn hefur verið að ræða.  Er þetta eitthvað annað, ef það flokkast undir það að vera löglegt?

Sérkennilegast var þó svar forsætisráðherra sem var spurður, eins og aðrir sem hafa farið yfir á tékkheftinu, - þetta reddast einhvernveginn.

Verður skorið enn frekar niður í heilbrigðisgeiranum?
Verður fækkað enn freka í kvennastétturm?
Við sem borgum, eigum rétt á að fá að vita hvar til eru fjármunir í þetta.


Seint í rassinn gripið Baldur minn....

....og þú hefðir betur íhugað hvað Geir Waage var að fjalla um á sínum tíma. 

Tími yfirstjórnar kirkjunnar er liðinn og þar ætt fyrstur að hverfa af vettvangi biskupinn sjálfur.  Traust hans meðal þjóðarinnar hefur beðið verulegan hnekki.  Hann er heimaskítsmát, þó það sé ekki beinlínis í takt við viðurkenndar leikreglur á taflborðinu, en vinnubrögð hans ekki það heldur í þassu máli.
mbl.is Segist sem lamaður yfir viðtalinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stoppið þetta rugl....

....og farið að hlúa að grunnstoðunum.  Hættið þessu djö....rugli.  Stærðin er ekki það sem skiptir máli, það eru gæðin.

Finnið nýjan stað fyrir sjúkrahús, sem er betur tengt umferðaræðum.  Þetta borgríki innan borgarmarkanna setur endanlega uferðina í Reykjavík í óleysanlegan hnút.
mbl.is Of mikið flæmi innan nýs spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er komið gott í fokkinu...

.....eins  og margir orða það nú til dags. 

Betra væri samt að segja: "Nú er nóg komið í ruglinu"

Þessi byggingaráform eru fráleitt í samræmi við þann barlóm sem stöðugt skekur veggi Alþingishússins innan frá. 

Þessar hugmyndir eru ekki í takt við skref ráðherra heilbrigðismála í niðurskurði og uppsögnum, sem mest bitna á konum á landsbyggðinni. 

Fráleitt er að þetta sé gerlegt vegna stöðu ríkissjóðs og síðast en ekki síst, ekki í nokkrum  takti við heilbrigða skynsemi á meðan grunnþjónustan er í molum viða á landsbyggðinni.   

Það þarf örugglega meira en harðsoðið egg í hausinn á alþingismönnum, til þess að þeir sjái þetta í samhengi.  

Ríkissjóður er einn tómur kassi.  Hann er jafn galtómur þegar kemur að því að byggja glæsihýsi í Reykjavík á kostnað þjónustunnar á landsbyggðinni.


mbl.is Telja byggingu sóun á skattfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með hin sveitarfélögin sem hafa verið svikin....

....af stjórn jöfnunarsjóðs.  Við sameiningu hefur sveitarfélögum áður verið lofað framlagi, sem ekki hefur skilað sér. 

Eru líkur á því að stjórnin standi við þessi loforð frekar? 

Hvað þá með öll hin sem bíða enn?
mbl.is Álftanes fær milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Baldvin Hannibalsson og Lady Gaga

Pólitískir uppvakningar fara mikinn þessa dagana og svona rétt til upprifjunar er Lady Gaga kona. 

Það síðarnefnda truflar Jón Baldvin Hannibalsson ekki hætis hót og líkir hann forseta vorum við téða Lady Gaga í pislil sínum fyrir nokkrum vikum.  Það fer eitthvað í taugarnar á honum þegar hann uppgötvar að einhver annar en hann sjálfur skuli eigna sér eitthvað sem aðrir hafa aðhafst.  Öfugt við „afrek“ Jóns Baldvin var forseta Íslands að vinna vinnuna sína með fólkinu í landinu.  Þjóðin gaf ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir rauða spjaldið.  Allir sannir íþróttamenn hefðu skilið það og yfirgefið leikvanginn.  Það er hins vegar ekki til siðs í pólitík. 

Rétt til upprifjunar þá hljóp Jón Baldvin fyrstur utanríkisráðherra til og samþykkti, fyrir hönd Íslands árið 1991, sjálfstæði Litháen þó innistæða utanríkisráðherra væri engin, - orðin tóm.

  Ísland hafði þvert á hin norðurlöndin, ekki rétt fram litla fingur til aðstoðar Baltnesku ríkjunum, né aðstoðað flóttafólk á nokkurn hátt,  sem árum saman höfði lagt sig í lífsháska við að yfirgefa lendur forfeðra sinna og flýja ofbeldi, ofríki og harðstjórn Sovétríkjanna sálugu. 

Eina sem íslendingar voru og eru góðir í, er að senda til baka þá flóttamenn sem rekur á fjörur landsins.  Það eru gömul sannindi og ný.  Þáverandi utanríkisráðherra tókst hins vegar bærilega að slá sig til riddara í Vilníus og skreyta sig með stolnum fjöðrum.  Á þeim léttvægu forsendum að vera fyrstur til að samþykkja sjálfstæði Litháen hefur hann uppskorið óverðskuldaðan heiður þeirra og vinskap.  Dýpra var það nú ekki.

Jón Baldvin hefði einnig geta litið sér nær í uppnefningunni.  Hann gat spólað til baka í slitróttri skjóðu minninga sinna, að landsfundi flokks síns 1994.  Það var árið sem Jóhanna Sigurðardóttir trompaðist vegna formannskjörs og rauk á dyr í fússi. 

Því miður hefur hún hefur ekki gengið heil til skógar síðan og er þar af leiðandi best að því komin að hampa þeim tilti Jóns Baldvins og bera sæmdarheitið Lady Gaga.

Hlegið að Reykvíkingum.....

...væri réttara að orða þetta. 

Flestir landsbyggðarmenn eru að ósekju dregnir inn í þennan skemmtiþátt, um"brandarabanka" Íslands. 

Aðal brandarinn er samt sá, að í boði ríkisstjórnarinnar eru það landsbyggðarmennirnir sem eru látnir borga brúsann, ekki "fjármálatröllin" sem bera ábyrgðina.


mbl.is Hlegið að Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirbærið Þingheimur

Ekki er annað hægt en að vera hugsi á vinnubrögðum starfsmanna okkar á þingi, -alþingismannanna. 

Stöðugt er verið að skera við trog alla starfsemi í heilbrigðisgeiranum, spara og segja upp fólki.  Sérstaklega er sitjandi ríkisstjórn iðin við að leggja niður kvennastörf á landsbyggðinni.  Það ruglar þingmenn samt ekki hætis hót í ríminu og þeir fylkja sig að baki fáránlegra hugmynda um að byggja ofursjúkrahús við Hringbraut.  

Þessi áform eru fráleitt í samræmi við þann barlóm sem stöðugt skekur veggi Alþingishússins innan frá,  né er þetta í takt við skref ráðherra heilbrigðismála í niðurskurði og fráleitt að þetta sé gerlegt vegna stöðu ríkissjóðs og síðast en ekki síst, ekki í nokkrum  takti við heilbrigða skynsemi.   

Ef þessu verkefni verður hrint í framkvæmd núna, lýsir það eingöngu því, alþigismenn eru ekki starfi sínu vaxnir.  Skipta þarf þeim ÖLLUM út.  Það verður að slá á flottræfilsháttin og ýta þessum hugmyndum út af borðinu á meðan staða ríkissjóðs er jafn slæm og fréttir herma.

Það er víðáttu vitlaust að hefja milljarða framkvæmd á sama tíma og samdráttur og fækkun er í heilbrigðisgeiranum og ekki til fjármunir til að borga fólki mannsæmandi laun.  Veit þingheimur ekki að fólk úr heilbrigðisgeiranum er að flytja unnvörpun úr landi?

Það þarf örugglega meira en harðsoðið egg í hausinn, til alþingismenn sjái þetta í samhengi að ríkissjóður er einn kassi, - og það galtómur.  

Alþingismenn virðast lítt tengdir við fólkið utan veggja Alþingis, eru í sínum eigin hugarheimi, - ÞINGHEIMI.
mbl.is Sár niðurskurður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband