Nú er komið gott í fokkinu...

.....eins  og margir orða það nú til dags. 

Betra væri samt að segja: "Nú er nóg komið í ruglinu"

Þessi byggingaráform eru fráleitt í samræmi við þann barlóm sem stöðugt skekur veggi Alþingishússins innan frá. 

Þessar hugmyndir eru ekki í takt við skref ráðherra heilbrigðismála í niðurskurði og uppsögnum, sem mest bitna á konum á landsbyggðinni. 

Fráleitt er að þetta sé gerlegt vegna stöðu ríkissjóðs og síðast en ekki síst, ekki í nokkrum  takti við heilbrigða skynsemi á meðan grunnþjónustan er í molum viða á landsbyggðinni.   

Það þarf örugglega meira en harðsoðið egg í hausinn á alþingismönnum, til þess að þeir sjái þetta í samhengi.  

Ríkissjóður er einn tómur kassi.  Hann er jafn galtómur þegar kemur að því að byggja glæsihýsi í Reykjavík á kostnað þjónustunnar á landsbyggðinni.


mbl.is Telja byggingu sóun á skattfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband