Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Og svo á að fara að byggja hátæknisjúkrahús....

....hvaðan koma peningarnir ef þeir eru ekki til. 

Er eitthvað hókuspókus kerfi til í bókhaldi ríksstjórnarinnar? 

Líkt og þegar skorði var niður í menntakerfinu og .....hókuspókus......., - allt í einu er til einn og hálfur milljarður í Háskólann.


mbl.is „Og svo koma brennuvargarnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvita er miklu dýrara að flytja úr Reykjavík en til....

....,það segir sig sjálft, - eða er það ekki Crying ........!?!?!......

Innanríkisráðherra Reykjavíkur verður að hugsa um störfin á sinni heimaslóð.

Ríkisstjórnin hefur verið iðinn við að nefna hagræðingu við að leggja niður störf á landsbyggðinni og færa þau til Reykjavíkur.  Aldrei er minnst einu orði á að það sé dýrt.
mbl.is Of dýrt að flytja Gæsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarfélögin skaffa.....

....ríkið hirðir.  Fjármálaráðherrann ætti frekar að nefnast......Fjárhirðir

Þetta leiðir enn og aftur hugann að skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga.  Þar hefur lengi hallað verulega á, - sveitarfélögum í óhag. 

Sitjandi ríkistjórnir hafa ávallt búið að því að eiga ráð til að skattleggja borgara landsins, ef illa árar, - það heita landslög.  Þegar sveitarfélögin lenda í fjárhagserfiðleikum, þá tala þingmenn og ráðherrar um óráðssíu.

Þetta þarf að laga.  Sveitarfélögin eiga að fá að njóta stærri hluta þeirra tekna og verðmæta, sem verða til í heimabyggð.

Alþingi á að sjá um löggjafavaldið og framkvæmdavaldið á í ríkara mæli að vera hjá fólkinu, þ.e. hjá sveitarfélögunum.

Til þess að gæta jafnréttis milli ríkis og sveitarfélaga, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta.

Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan verði gert að greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu miðað við hvern einstakling óháð aldri og stöðu. 
mbl.is Fleiri verkefni til sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Róttæk uppstokkun er krafan

Núverandi skattkerfi er með innbyggða landsbyggðarfjandsamlega stefnu.  Þetta óréttlæti hefur viðgengist í mörg ár og eru þar allir stjórnmálaflokkar jafn sekir.  Landsbyggðin aflar en ríkisstjórn og borgaryfirvöld eyða.

Til þess að gæta jafnréttis milli ríkis og sveitarfélaga, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta.  Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan verði gert að greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu miðað við hvern einstakling óháð aldri og stöðu. 

Fjármunum á að verja á þeim stöðum er þeirra er aflað og þá kemst á jafnvægi í byggðum landsins.

Byggðastofnun, Jöfnunarsjóður, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa verða í framhaldi óþarfar einnig mætti spara stórfé í nefndarstörfum og “sértækum björgunaraðgerðum” sem oftast hefur átt við landsbyggðina, en er nú að tilla tánum niður á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 

Lítið og dýrt skref er nú áformað, að tillögu Jöfnunarsjóðs, að slengja fram milljarða gulrót í meðgjöf ef Alftaneshreppur fellst á að sameinast einhverjum öðrum.  Hvilíkt rugl. 

Eina vitræna sameiningin er að sameina öll sveitarfélög í landnámi Ingólfs í eitt.

mbl.is Skaðar okkur öll að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamfararýni

Nú eigum við heimsins færustu sérfræðina, - sama hvert litið er.  Þetta er a.m.k. skoðun margra.  Fyrir mér, almúgamanninum, vefst því eftirfarandi.

Ég veit að við búum á eldfjallaeyju.
FootinMouth Hvers vegna kemur það svo mörgum á óvart að það skuli gjósa af og til?

Ég veit að í nágrenni höfuðborgarinnar eru virkar eldstöðvar.
FootinMouth 
Hvers vegna byggja menn allt öryggi landsins upp á þessu eina svæði?

Ég veit að það er hægt að koma fólki í burtu í flugvélum.
FootinMouth Hvers vegna vilja menn Reykjavíkurflugvöll feigan?

Ég veit að það getur gosið á Reykjanesi þannig  að Keflavíkurflugvöllur lokast.
FootinMouth Hvernig ætla menn þá að koma erlendum björgunarflokkum til Reykjavíkur?

Ég veit að fólk slasast í hamförum.
FootinMouth Hvernig á að vinna með slasaða, ef ekki er hægt að koma þeim burt, sjúkrahús landsins eru óvirk vegna þess að engin eru starfrækt á landsbyggðinni?

Ég veit að það er verið að æfa aðgerðir vegna náttúruhamfara.
FootinMouth Hvernig hljóma áætlanir um að flytja alla frá Reykjavík og hvað svo............?

mbl.is Stöðum á LSH fækkar um 85
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðlagður dagsskammtur af sparnaði

Ekki er annað hægt en að verða hugsi á stefnu ríkisstjórnarinnar.  Það er að sjálfsögðu hvorki gömul sannindi sannindi né ný, en hugsi verð ég, - segi og skrifa.

Margar ríkistjórnir hafa haft það að leiðarljósi, að auka við störf á landsbyggðinni.  Öfugt við þá stefnumörkun, hefur stöðug sigið á hina hliðina í opinbera geiranum, þar sem stjórnvöld hafa puttann í rekstrinum.  Harðast gengur núverandi „Vinstri Velferðastjórnin“ fram í þessu og sérstaklega verða kvennastéttir fyrir barðinu á fyrsta kvennforsætisráðherra lýðveldisins.

Einhverjir EXEL-snillingar í ráðuneytum og stofnunum, eru daglangt að reiknað sig fram til þeirrar niðurstöðu, að með því að loka sem mest á landsbyggðinni, fáist ráðlagður dagsskammtur af sparnaði í boði ríkisstjórnar Íslands.

Eflaust er þetta satt og rétt, en í EXEL ekki hægt að færa inn huglægt mat á störfum á landsbyggðinni né hver ruðningsáhrifin verða í litlu samfélagi, þar sem  hvert starf er á við tugi í Reykjavík.

Missi einn vinnuna, þá þar fjölskyldan jafnvel að flytja, sennilegast til Reykjavíkur.

-Þar með fækkar í sveitarfélaginu

-Þá hverfa einnig á braut börn fjölskyldunnar

-Þar með fækkar í barnaskólanum og/eða leikskólanum

-Við það verður erfitt að reka skólann/leikskólann og honum lokað

-Við það missa einhverjir vinnuna og þurfa að leita annað

-Verslun og þjónusta dregst saman

-Við það missa einhverjir vinnuna og þurfa að leita annað

Svona er lengi hægt að telja, en loka niðurstaðan er að samfélagið deyr.

Er það stefna „Vinstri Velferðastjórnarinnar“?

Það sem sjaldnast kemur fram í EXEL-skjölunum og lítið er minnst á, er að það kostar alltaf eitthvað að byggja upp nýja aðstöðu.  Oftast hafa þær áætlanir farið all hressilega fram úr upphaflegum áformum, en þá er farið með þær upplýsinga eins og mannsmorð.  Þetta er nánast náttúrulögmál í Reykjavík, á því svæði þar sem fasteignaverð er hæst og kaupið einnig. 

Eitthvað kostar einnig að flytja stofnunina og hvað svo með leigu á fyrra húsnæði.  Þar hafa landsmenn undanfarið fengið all sérkennilegar útfærslur frá yfirvöldum, svo ekki sé ný dýpra í árina tekið.

 


Lappadráttur VG í verkefnum og hækkun skatta.....

....eru reddingarnar til að auka hagvöxtinn á Íslandi.  Sér eru nú hver háleitu markmiðin í þeim herbúðunum. 

Að hugnast ekki að selja jörð, sem enginn vill eiga á túndru Íslands, er jafn göfugt hugarfar og hjá hundi sem grefur bein sitt til að aðrir fái ekki notið.

Kínverjar voru nógu góðir til að vinna fyrir Íslendinga við gerð Kárahnjúkavirkjunar og við að byggja glerhjúpinn á Hörpunni og eru þar með vel að því komnir að kaupa Grímsstaði á Fjöllum einnig.

Annað er tvískinnungur í efsta stigi.
mbl.is Boðið að bæta við upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tak poka þinn og gakk.

Það er komið að þeim tímapunkti að skipta þarf um "kallinn" í brúnni.  Herra Karl er búinn að sýna það að honum var það um megn að taka á málum kirkjunnar er snýr að alvarlegustu kynferðisafbrotum í kirkjunnar stétt. 

Hann var í hópi þeirra sem ekki voru tilbúnir að lýsa upp skúmaskot kirkjunnar og höggva á hnút sora og samtryggingarinnar.  Hann var ekki til í að moka út skítinn sem þar safnaðist upp.  Ef til vill var hann svo saklaus að hann sá þetta ekki.

Hvað um það.  Kirkjan stendur frammi fyrir orðnum hlut og ef hún ætlar að byggja upp traust aftur, verður að laga þar til og það ærlega.


mbl.is Biskup eigi að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mismunun milli Reykjavikur og landsbyggðar....

...ætti að verða næsta verkefni greiningadeildar Arion banka.  Sá mismunur er ekki síst áhugaverður vegna þess hve hallar á landsbyggðina.  Þar þarf að gæta meiri sanngirni.

Hvernig sér greiningadeild Arion banka leið til að leiðrétta þessa slagsíðu? 

Er ekki sanngjarnt að megnið af tekjum sem verða til í sveitarfélagi, sé nýtt í því einnig? 

Væri þá ekki hægt að spara feitt og sleppa því að reka "batterý" eins og Jöfnunarsjóð og Byggðastofnun?


mbl.is Auðlindaskatti misskipt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðskírt á Héraði...

...en bara eitt venjulegt stjörnuhrap í norð austurátt. 

Góndi til himins nær samfellt í um klukkustund í bjartviðrinu.  Crying

Norðurljósin styttu mér blessunarlega stundina í þó nokkurn tíma.

 


mbl.is Hundruð ljósa á himni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband