1.10.2009 | 13:11
Nýr kúrs hjá Jóhönnu....?
Það var mikið að frúin opnaði augun og sá hversu ósanngjarnar kröfur Breta og Hollendinga eru á hendur skattborgara á Íslandi. Einnig er athyglivert að hún skuli loks sjá það að við erum leiksoppar reglugerðafargans, sem er þar að auki meingallað og hvað þá að við séum eitt af ríkjum ESB.
Er von á að forsætisráðherra leggi meira upp úr því að vinna fyrir umbjóðendur og landa sína á Íslandi, en eins og virtist fram að þessu, - að þóknast Bretum og Hollendingum.
Niðurskurður er óhjákvæmilegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.