Við kusum þetta yfir okkur....

....og fengum það sem við áttum skilið. 

Þjóðin á að vera búin að læra það, að kommar geta ekki stjórnað fjármálum.  Þeir festast í gömlum úreltum lausnum, sem hingað til hafa engu skilað.  Gömlu skattpíningaráðin duga skammt, allra síst í því árferði sem nú ríkir.  Annað hvert fyrirtæki er á hausnum og hin róa lífróðri til að halda sér á floti.  Það er ekki lengur borð fyrir báru, hvorki hjá þeim sem hafa vinnu, geta borgað af skuldum sínum eða eru að reka fyrirtæki. 

Hver á að borga brúsann, ef þorri þjóðarinnar missir vinnuna, vegna aðgerða VG?

Er nægjanlegt fé í atvinnuleysistryggingasjóði?

Í upphafi skyldi endinn skoða.

 


mbl.is Stórtækir auðlindaskattar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Lýsi því hér með yfir að ég hvorki kaus þennan óskapnað yfir mig og né á þetta skilið.

 Throw Computer 

Magnús Sigurðsson, 2.10.2009 kl. 09:25

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég kaus þetta lið bara ekki neitt.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.10.2009 kl. 09:57

3 identicon

Ég kaus þá og myndi gera aftur.

Ótrúlegt hvað fólk er fljótt að gleyma hverjir komu okkur í þá stöðu sem við erum í núna.

Sælir eru einfaldir.

Alvin (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 13:06

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það kaus enginn bankastjórana, sem bera höfuðábyrgð. 

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru að vinna eftir reglugerðafargani ESB um einkavæðingu.  Þetta hafa þau Jóhanna forsætisráðherra og Ólafur forseti einnig samþykkt.  Menn eru búnir að gleyma þessu, eða vilja ekki sjá það erða skilja. 

Við vorum með ríkis-útvarp, ríkis-banka, ríkis-skóla, ríkis-sjúkrahús, ríkis-síma, ríkis-áfengi, ríkis-útgerð og svona mætti lengi telja.  Þetta "harmonerar" ekki við reglugerðafargan ESB og því var verið að reyna að losa um ríkistökin. 

Það tókst hins vegar mjög óhönduglega, svo ekki sé meira sagt.  Gleymum ekki því að Björgvin G Sigurðsson var viðskiptaráðherra á þessum tíma og átti að hafa alla þræði í gegnum skrifborðið hjá sér og vera meðvitaður um hvert stefndi.  En....hann sagði nokkrum vikum fyrir hrunið og bloggaði einnig um það, að hér væri allt í stakasta lagi.  Blogginu eyddi hann snarlega við hrunið.

Svo illa sem öllum hinum flokkunum tekst til við að stjórna, - þá eru kommar þó ávallt hálfu verri. 

Benedikt V. Warén, 2.10.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband