Hrós til starfsmanna Egilsstaðaflugvallar

Andri Ólafsson skrifar í Vísi, 06. jan. 2008 eftirfarandi:

"Fólkið á Egilsstöðum stóð sig eins og hetjur
 
Halldóra Bergsdóttir skrifstofukona er ein þeirra tæplega 200 flugfarþega sem voru að koma frá Kanarí í leiguflugvél sem reyndi tvær misheppnaðar aðflugstilraunir í Keflavík og þurfti á endanum að lenda á Egilsstöðum.Hún segir að starfsfólk sem tók á móti sér og öðrum farþegum á flugvellinum á Egilsstöðum hafi staðið sig eins og hetjur.

Nokkrar fréttir hafa borist af þessari flugferð enda gekk mikið á áður en tókst að lenda í Egilstöðum. Margir hafa lýst flugerðinni sem hreinni martröð.

Halldóra Bergsdóttir telur að í hamagangnum við að rifja upp dramatíkina í flugvélinni hafi gleymst að minnast á gott starf þeirra sem falið var að hlúa að ferþegunum þegar þangað var komið.

"Þarna voru konur sem smurðu samlokur langt fram á nótt og dreifðu teppum. Svo voru þarna aðrir sem geru hvað eina sem þeir gátu til að aðstoða okkur. Það var kannski ekki mikið hægt að gera enda erfitt að vera viðbúinn því að fá 200 manna hóp með svona stuttum fyrirvara en ég var djúpt snortinn að sjá hvernir allir lögðust á eitt um að gera þetta eins bærileg fyrir okkur og mögulegt var," segir Halldóra Bergsdóttir og bætir því við að hún sé þess fólki innilega þakklát."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afskaplega væri ljúft ef maður fengi oftar svona jákvæðar fréttir. Það er gaman þegar fólk sér hvað vel er gert.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Enda eru Það snillingar sem vinna þarna

Einar Bragi Bragason., 7.1.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband