Var Reykjavíkurborg að stela?

Samkvæmt því sem ég veit best (ég verð þá leiðréttur) voru Sogsvirkjanir fjármagnaðar að stórum hluta með fé frá Marshall-hjálpinni sem voru stríðsbætur til þjóðarinnar. Það var samþykkt á sínum tíma að nota þetta fé í umræddar virkjanir og hefur Reykjavíkurborg notið góðs af þeim alla tíð síðan, án þess að greiða sérstaklega fyrir það.

Það virðist því skjóta nokkuð skökku við, að Reykjavíkurborg gat selt þessar bætur, sem þjóðin fékk og það er einnig í meira lagi einkennilegt að Borgin taldi sig "eiga" 45% í Landsvirkjun, sem er í raun eign þjóðarinnar.

----------------------

Á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/130/O5/r28110330.sgml

Er Kjartan Ólafsson þingmaður að velta sama fyrir sér og segir m.a. eftirfarandi:

"..... Ég held að þegar rætt er um þennan sokkna kostnað og farið verður yfir það hver eignarhlutur Landsvirkjunar og þar með eignarhlutur Reykjavíkurborgar í flutningskerfinu er, og hversu stór hluti af honum er til kominn vegna Marshall-hjálparinnar, sem mér skilst að gæti verið u.þ.b. 60% af þeim fjármunum sem fóru til uppbyggingar á Sogsvirkjununum á sínum tíma, þá verður sá kostnaður að metast eins og annar sokkinn kostnaður í þessum þætti

Ég vildi, frú forseti, koma hér upp til að halda þessu til haga og að þetta hafi komið fram."

---------------------------

Reykjavíkurborg komst að samkomulagi við ríkið í sambandi við meintan eignarhlut sinn í Landsvirkjun.  Hvar voru alþingismenn þjóðarinnar er þessi gjörningur fór fram?

Eru menn almennt sáttir við það, að Reykjavíkurborg geti selt hlut í fyrirtæki, sem byggt var upp að stórum hluta fyrir fé úr Marshall-hjálpinni?

Bróðurpart þess fjármagns, sem notað var til að byggja Sogsvirkjanir, fékk þjóðin í stríðsbætur, - ekki Reykjavíkurborg.

Einhvern tíma hefði þetta verið kallað, - að versla með illafengið fé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband