Íslensku jólasveinarnir eða Coca Cola sveinki?

Það fer æ meir í taugarnar á mér, að við íslendingar getum ekki eingöngu notað okkar frábæru jólasveina og ævintýrin sem þeim tengjast. Við eigum fín nöfn á okkar “sveinkum”, en erum sí og æ að klína þeim nöfnum á sterilseraðan Coca Cola jólasveininn.

Hvernig væri að segja “good bye” við þann vestræna og hafa þetta síðustu jólin sem hann er notaður. Næstu jól yrðu síðan jól íslensku jólasveinanna og áfram eftir það. Það mundi vekja verðskuldaða athygli og jafnframt mundu skapast nokkur vinna við að “rigga” þá gömlu upp og samhæfa. Allir vita nöfn þeirra og nokkuð ljóst er, hvernig hver og einn þeirra er í hátt og skapferli. 

Það eru fleiri en undirritaður sem er í nöp við Coca Cola jólasveininn. Hópur manna í Þýskalandi sama sinnis og vilja banna jólasveininn. Eftirfarandi mátti lesa á mbl.is fyrir nokkru:

"Hópur Þjóðverja hefur myndað samtök sem berjast fyrir „jólasveinalausum svæðum“ og segja jólasveininn orðinn að táknmynd verslunargervingar jólanna. Hafa samtökin látið prenta þúsundir límmiða með mynd af yfirstrikuðum jólasveini og lýst stór svæði í Þýskalandi og Austurríki jólasveinalaus. 

Frá þessu greinir Ananova.com. Þá hafa samtökin dreift bæklingum þar sem minnt er á að samkvæmt hefðinni er það heilagur Nikulás sem kemur með gjafir, en ekki hvítskeggjaði og rauðklæddi sveinninn frá Ameríku.

Í bænum St Wolfgang í Austurríki hefur rauðklæddi jólasveinninn verið bannaður á hinum árlega jólamarkaði. Framkvæmdastjóri ferðamálaráðs bæjarins, Hans Wieser, segir:  „Jólasveinninn er ekki hluti af þýskri eða austurrískri jólahefð - þessi rauðklæddi maður kom fyrst fram á síðasta áratug, eða svo.“ 

Svo mörg voru þau orð. Þetta gæti orðið liður í ferðaþjónustunni, landið þar sem ekta jólasveinar búa. Ferðamálanefndir ættu að sameinast um þetta. Bendi á framtak Egilsstaðabæjar að nýta sér jólaköttinn og vekja athygli á bænum og hefðinni. 

Hér eystra gætu Samtök Sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) haft forgöngu um að stofna samsstarfsnefnd um þetta málefni, sem gæti meira segja notað sömu skammstöfunina,

- Samtök Sveinka á Austurlandi (SSA)!!!

Það er áhugavert að kíkja inn á heimasíðu þjóðminjasafnsins og lesa um Íslensku jólasveinana.
http://www.thjodminjasafn.is/fraedsla/arlegir-vidburdir/joladagskra/jolasveinar/nr/715

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

er ekki bara fínt að hafa þá erlendu og Íslensku

Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 11:20

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sammála þér. Við glopruðum tækifærinu að eignast jólasveinn þegar pósturinn gat ekki staðið í því að taka á móti þúsundum bréf sem höfðu utanáskriftina "Jólasveinninn Íslandi" og Finnar gripu tækifærið og tóku hann. Við skulum hefja þann íslenska til vegs og virðingar. Engan Coca Cola sveinka á næstu jólum.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 5.12.2007 kl. 15:03

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Annars Pelli minn veistu að Jólasveinarnir eiga ekki heima á Héraði.....þeir eru Fjarðabúar.

Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 21:40

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Já Einar, - við vitum að þið Fjarðarbúar eru óttarlegir jólasveinar. 

Benedikt V. Warén, 5.12.2007 kl. 22:59

5 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Það þarf nú ekki að fara langt í burtu til að finna alvöru íslenska jólasveina. Á Mývatni eru þeir kallarnir og þeir eru með heimasíðu. http://santaworld.is/Santa_Claus/

Þráinn Sigvaldason, 6.12.2007 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband