Norðfjarðarvegur, hvar endar hann eiginlega?

Það hefur komist inn í uppdrætti og kort að kalla Fagradalbrautina, Norðfjarðaveg. Í ljósi sögunnar er það með ólíkindum, vegna þess að, það var á árunum fyrir 1930 sem vegur var lagður yfir Fagradal af miklum myndarskap og gerður akfær, eins og það var kallað í þá daga.

Frá ómunatíð var nothæfur kerruvegur yfir Fagradal. Vegur yfir Oddskarð var hins vegar ekki byggður upp fyrr, en á árunum rétt eftir seinna stríð, eða um tuttugu árum síðar og var opnaður um 1950. Fyrir þann tíma varð að fara á hestum yfir Oddskarð eða á tveim jafnfjótum. 

Það er einkennilegt að hugsa til þess, að vegur sem liggur frá Egilsstöðum í gegnum tvo bæi (Búðareyri við Reyðarfjörð og Eskifjarðarkaupstað), skuli nefndur alla leið eftir endastöðinni á Norðfirði. Það er nokkuð hastarlegt að geta ekki kallað þessa samgöngubót við Hérað, Fagradalsbraut eins og gert var í upphafi, og að hún skuli í opinberum gögnum Vegagerðarinnar og í gögnum Austur-Héraðs vera kölluð, - Norðfjarðavegur. 

Hér er úrdráttur úr yfirliti yfir þjóðvegi á landinu frá 1907. 

"Ísafold, 1. maí 1907, 34.árg., 27. tbl., bls. 106: 

Akbrautir og þjóðvegir.I.Landsverkfræðingurinn Jón Þorláksson hefir samið mikið fróðlegt yfirlit yfir ástand flutningabrauta og þjóðvega, eins og það var í fyrra....." 

".....Verkfræðingurinn telur þær upp akbrautirnar, sem nú eru lögboðnar og fyrirhugaðar, tíu að tölu. Hann segir þær vera 375 rastir (km.....)" 

Þá segir í upptalningunni að: 

"...6. Fagradalsbraut ............. 35.0 rastir........" 

Síðan er skilgreindar akbrautir og skilgreining á svokölluðum "Norðfjarðavegi" er eftirfarandi: 


"...Fagradalsbraut frá Búðareyri við Reyðarfjörð upp að Egilsstöðum....."


Þarf að velta þessu frekar fyrir sér?  Vegurinn um Fagradal heitir Fagradaldbraut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Nei, hann heitir Norðfjarðarvegur á Fagradal og hefur ákveðið vegnúmer í öllum opinberum gögnum. Hvað ætti þá hringvegurinn að heita, Öxnadalsvegur bara af því að hann liggur um Öxnadalinn?

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 3.12.2007 kl. 16:57

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Vegurinn heitir Fagradalsbraut og hefur alltaf heitið það.  Enhver hjá Vegagerðinni hefur verið illa upplýstur og sett þetta vitlaust inn í gögn og það breytir engu þó að vitleysan hafi fengið vegnúmerið 92, - þetta er jafn arfavitlaust fyrir það. 

Það er einnig athyglivert að kalla þennan veg "Norðfjarðarveg" 92 þar sem hann heitir Strandgata í gegnum Eskifjörð  og um Búrðareyri heitir þessi vegur tveimur nöfnum, annars vegar Ægisgata og hins vegar Austurvegur. 

Áður en veginum var breytt í gegnum Búðareyri hét gatan Búðareyri.  Þetta sýnir best ruglið í Vegagerðinni, sem stendur við Búðareyri 11- 13, en ekki við þeirra eigin nafngift, sem ætti þá að vera Norðfjarðarvegur 11-13.

Benedikt V. Warén, 4.12.2007 kl. 08:34

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sammála Pella

Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 11:22

4 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Ekki sammála. Vegurinn liggur frá hringvegi 1 til Norðfjarðar þar sem hann endar og því eðlilegast að hann sé nefndur eftir endastöð.

þetta sýnir best ruglið í Vegagerðinni, sem stendur við Búðareyri 11- 13, en ekki við þeirra eigin nafngift, sem ætti þá að vera Norðfjarðarvegur 11-13.

Hvað með götuheitin á Akureyri, Hörgárbraut, Glerárgata og Drottningarbraut? Hringvegur 1 liggur væntanlega um þær samkvæmt útskýringum Pella samanber Búðareyri 11-13.Ættu þá ekki öll hús sem standa við þessar götur að heita þá Hringvegur 26, Hringvegur 19 og svo framvegis?

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 5.12.2007 kl. 13:26

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta er samt rökrétt Norðfjarðarvegur liggur til fl. staða en Norðfjarðar ekki satt....Fagradalsbraut er réttara(þó að það sé samt ekki réttnefni á þennan dal he he

Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 14:45

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er útbreiddur misskilningur að vegagerðin ráði legu og nafngift.  Þeir eru ráðgjafar hvar og hvernig er best að vegir liggi, en sveitastjórnin hefur síðasta orðið um það, einnig heiti vegarins í gegnum þeirra sveitarfélag. Svo einfalt er það. 

Arnar.  Taktu eftir því sem ég skrifaði:

"Þetta sýnir best ruglið í Vegagerðinni, sem stendur við Búðareyri 11- 13, en ekki við þeirra eigin nafngift, sem ætti þá að vera Norðfjarðarvegur 11-13."

Ætti vegurinn ekki að heita "Norðfjarðarvegur" alla leið???  Hvaða rugl er þetta???

Margar götur skipta um nafn á ákveðnum stöðum.  Á Búðareyri þar sem Ægisgatan skiptir um nafn og heitir Austurvegur, en heitir ekki aftur Ægisgata við hinn endann á Austurvegi. 

Er þetta ekki málið.  Það vantar samræmið í hlutina. 

Hvers vegna nægir  það ekki Vegagerðinni að notast eingöngu við númerakerfið sem þeir hafa og virkar prýðilega???

Benedikt V. Warén, 5.12.2007 kl. 15:59

7 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Ókey, ókey, mér er svo sem sama hvað þessir vegir heita, en það er rétt hjá þér Pelli, auðvitað á vegagerðin að nota bara veganúmerin og láta það duga og geta þess svo hvar á landinu sá vegur er sem um ræðir. Sammála því. T.d. vegur 92 á Fagradal á Austurlandi, vegur 92 í Reyðarfirði, þetta er kannski lausnin, fín hugmynd. Sleppum nafngiftum á þjóðvegum landsins.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 5.12.2007 kl. 16:33

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Halló þetta númeakerfið væri hundfúlt eitt og sér.......annars erum við Seyðfirðingar komnir með nýtt nafn á Seyðisfjarðarveg..................Evrópuvegur er það ekki réttnefni....

Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 21:39

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Heitir ekki síðasti parturinn á leiðinni frá Oslo  til Bergen E16 og þá er rökrétt að leiðin þaðan til Seyðis heiti það E16 ???? 

 

Benedikt V. Warén, 5.12.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband