Eru sveitastjórnarmenn lélegir í markaðsmálum?

Mörg sveitarfélög hafa gengið í gegnum sameiningakosningar og í leiðinni hefur verið skipt um nafn á því sveitarstjórnarstigi, sem kosið var um. Á heimasíðu fyrrum bæjarfélagsins Egilsstaðir, stendur nú Fljótsdalshérað, nafnið sem sveitarfélagið fékk eftir síðustu sameiningu. Í millitíðinni hét það Austur-Hérað.


Hvar t.d. hægt að finna það nafn á landakorti?


Fyrir okkur íbúa svæðisins, er þetta ekki svo flókið mál, en fyrir einhvern John Smith í Bretlandi, sem kom til Egilsstaða árið 1995 er þetta mun flóknara. Hann er að segja vinum og kunningjum frá þorpinu okkar og ætlar að finna það á netinu, en þá poppar alltaf upp einhver staður sem hann veit hvorki haus né sporð á, - Fljótsdalshérað. Lengi hefur það verið vitað, að besta og markvissasta auglýsingin er ánægður gestur.

Sveitastjórnarmenn eru að samþykkja fjármagn í markaðsmál og til að styrkja Markaðsstofu Austurlands í þeirri viðleitni. Á sama tíma eru þeir að rústa margra áratuga vinnu við markaðssetningu með gusugangi og kollsteypum í nafngiftum sveitarfélagsins. Það fjármagn sem fer í þennan málaflokk verður því að engu fyrir þeirra sök.


Markaðssetning felst í að koma á framfæri og viðhalda einföldum hlutum, þ.e. vörumerki. Vörumerkið má ekki breytast með nokkurra ára millibili, nema í kjölfarið á mjög öflugri markaðssetningu. Egilsstaðir er vörumerki, sem verður að vera sýnilegt. Það er því nauðsynlegt að það komi skýrt fram, m.a. í haus heimasíðunnar að þú er kominn á síðu Egilsstaða / Fljótsdalshéraðs.

Það er auðvelt að koma þessu við á heimasíðunni og setja það á áberandi stað í hausinn, við hliðina á Fljótsdaldhéraði.

Það er ekki ástæða til að tíunda öll sveitarfélögin á haus heimasíðunnar, sem stóðu að umræddri sameiningu, vegna þess að þau höfðu ekki sama vægi í markaðssetningunni og Egilsstaðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he he þetta gerist við þessar sameiningar ......bæjarnöfnin týnast

Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband