24.11.2007 | 18:19
Velkomnir á Egilsstaðaflugvöll með starfsstöð.
Landhelgisgæslan eru hér með hvött til þess að setja upp starfsstöð á Egilsstaðaflugvelli. Þyrlur verða alltaf staðsettar í næsta nágrenni við Reykjavík og með þyrlu staðsetta á Egilsstaðaflugvelli, verður til mjög stórt svæði sem hægt er að dekka með þyrlum. Aðrir valkostir eru verri, af ýmsum ástæðum.
Ég bendi einnig á það, að um Egilsstaðaflugvöll er mikil flugumferð og í ljósi atburða þegar Fokker flugvél Flugfélagsins varð að lenda þar með annan hreyfilinn dauðan, þarf ekki ríkt ímyndunarafl til að sjá að þá má á ekki mikið út af bera til þess að flugvöllurinn lokist. Þá er ekki hægt að lenda venjulegum flugvélum á vellinum til ná í sjúklinga, - ef illa tekst til.
Þyrlur geta þrátt fyrir það athafnað sig á svæðinu. Næsta aðgerðasjúkrahús er á Norðfirði og það tekur þyrluna um 15 mínútur að fara þangað með slasaða en um klukkustund tekur að fara þessa leið í sjúkrabíl.
Þetta er annað tilfellið á árinu sem vél í neyð, snýr til Egilsstaðaflugvallar. Hitt tilfellið var þegar Boeing 757 í fraktflugi frá Svíþjóð, lenti á vellinum vegna aðvörunar um eld um borð.
Verði óhapp á Akureyrarflugvelli, er einungis um fimm mínútna akstur á mun betra og fullkomnara sjúkrahús en hægt er að státa af, - í öllum austurlandsfjórungi.
![]() |
Gæslan á Keflavíkurflugvöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er alveg rétt hjá þér,það er furðulegt að allur floti Landhelgisgæslunar sé stattur á Reykjavíkurflugvelli,þetta er stórt land sem við búum í þótt það sýnist ekki stórt á landakortinu.
Það væri eðlilegt að ein þyrla væri staðsett á Egilsstaðaflugvelli og myndi hún þjóna þá Austurlandi og Norðurlandi.
Þarna eru svo miklar vegalengdir á milli staða,það sem er svo furðulegast við þetta að það er ekkert verið að reyna vinna í þessu.
Þessi umræða poppar upp af til en síðan þetta gleymt og grafið.
Það er með ólíkindum hvað þeir hjá Dómsmálaráðuneytinu setja í forgangsröð.
Friðrik Friðriksson, 24.11.2007 kl. 20:46
Ég er sammála um það að hafa þyrlu fyrir austan, en ég myndi líka vilja sjá vél á Akureyri, Ísafirði og Hornafirði. Vél fyrir norðan má réttlæta með því að mikið er um samgöngur á svæðum sem getur verið lokað til á vetrum vegna staðbundinna veðra, s.s. Víkurskarð og Öxnadalsheiði geta oft verið ófær þótt að gott sé sitthvorum megin við. Á Vestfjörðum má réttlæta þetta með því sama, auk þess sem að þaðan er styðst til Grænlands, en útköll þaðan eru að aukast, þar sem að það er leitað eftir íslenskri þyrluhjálp og á Hornafirði er það vegna nálægðar við jökla og að geta komið undanförum fljótt og örugglega á svæðið.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson, 24.11.2007 kl. 22:45
Á Ísafirði er staðsett sjúkraflugvél og það sama gildir um Vestmannaeyjar. Á Akureyri er miðstö sjúkraflugsins og þar er staðsett best búna flugvélin til þessara nota á Íslandi.
Á Austurlandi, sem er lengst frá fullkomnustu sjúkrahúsunum í Reykjavík er hins vegar ekki talin þörf á sjúkraflugvél. Flugvöllurinn er að vísu annar besti á landinu og sjaldan þannig skilyrði að ekki er hægt að fljúga. Það breytir ekki því, stundum liggur líf við og þá skiptir tíminn verulegu máli að komast á sjúkrahús.
Tími okkar er kominn að fá einhverja úrlausn björgunar- og sjúkraflugsmála.
Þyrlur eru öflugustu björgunartæki sem völ er á. Út af Austurlandi er mikil umferð skipa og nokkur alvarleg sjóslys hafa orðið á svæðinu milli Austurlands og Færeyja. Farþegaskipið Norröna siglir einnig þessa leið og mikil umferð flugvéla er á þessu svæði einnig.
Það er því ábyrgðarhluti að allar þyrlur landsmanna séu staðsettar í nágrenni Reykjavíkur.
Benedikt V. Warén, 25.11.2007 kl. 13:44
Gæti verið að allur þessi seinagangur á að fá björgunarþyrlu staðsetta hérna fyrir austan sé samstöðuleysi að kenna? Mér finnst sveitarstjórnir eystra og SSA sýna þessu þarfamáli lítinn áhuga. Þetta minnir bæði á nýju fötin keisarans og hetjur hafsins á sjómannadaginn. Krefjumst aðgerða.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 30.11.2007 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.