Bæjarstjórn Egilsstaða og bíó- og menningarleysið.

Umræðan vegna sölu og vandræðaganginn í kringum Valaskjálf, hefur oftar en ekki kallað á vangaveltur um bíóið, sem þar var rekið af  bloggara þessara síðu og fjölskyldu hans í níu ár.

Þegar fjölskyldan tók að sér að endurskapa bíómenningu svæðisins var hljóðkerfið ónýtt, sýningarvélin þurfti viðhald, stólar voru ónothæfir og sýningartjaldið götótt og notað til að skipta salnum í Valaskjálf í tvennt.  Það síðast nefnda orsakaði það að ekki var hægt að vera með dagskrá í stóra sanlum á meðan á bíósýningum stóð og nokkrir árekstrar urðu vegna þess. 

Það var því úr, að við létum byggja þykkan hljóðeinangraðan vegg til að aðgreina bíóið frá aðalsalnum, og um leið var gólfi breytt og keyptir notaðir bíóstólar, sem þurftu talsverða upplyftingu áður en þeir töldust brúklegir. 

Mikil vinna fór í þetta, blóð sviti og tár.  Þetta hafðist að lokum og með nýju hljóðkerfi kom aldeilis afbragðs bíósalur í plássið.  Þrátt fyrir umsóknir til menningarnefndar og bæjarstjórnar, fékkst enginn styrkur í þetta verkefni, en styrkur til hússins var notaður til að leggja út fyrir stólununum sjálfum.  Veggurinn og breytingar á gólfi gengu upp í leigu, en það sem við gerðum sjálf, var sjálfboðavinna. 

Vandræðin hófust svo fyrir alvöru, þegar bæjarstjórnin ákvað að selja Valaskjálf.  Menningarhúsið, sem byggt var á sínum tíma af miklum metnaði og stórhug, sem öll sveitarfélögin á Fljótsdalshéraði stóðu að.  Margir komu að byggingu hússins og margir lögðu hönd á plóg með sjálfboðavinnu.  Góðar gjafir voru gefnar við vígslu þess.  Þrátt fyrir mótmæli íbúa, var Valaskjálf selt.

Salan hússins var menningarslys, sem enn sér ekki fyrir endann á.

Flestir sem þekkja eitthvað til bíóreksturs vita, að hér fór saman áhugi á bíómenningu fjölskyldunnar og áhugi á að gera samfélaginu gott, en ekki gróðasjónamið, enda sjá flestir að það er mjög hæpið að græða á bíórekstri úti á landsbyggðinni.  Það sýnir hin napri raunveruleiki, nánast hvergi bíó í rekstri.

Þegar nýir eigendur tóku við Valaskjálf komu nýjar áherslur og meðal annars sáu þeir tækifæri á aðra notkun á bíósalnum.  Þá var aftur farið til bæjaryfirvalda til að athuga hvort enhver styrkur væri í boði til að halda starfseminni gangandi m.a. hærri leigu, en sem fyrr, - engar forsendur fyrir því.  

Sagan um bíósalinn er eitt það daprasta sem ég hef horft upp á um ævina.  Öllu var rústað.  Gólfið rifið burt og stólum hent.  Salurinn stóð þannig á þriðja ár.  Ég hef ekki enn hafð geð í mér til að kanna hver staða hans er í dag. 

Bíó er ekki flokkað hér undir menningu, samkvæmt skilgreiningu hjá "menningarvitum" svæðisins. Margir íbúar líta það öðrum augum.  Það er mergur málsins.  

Það særir okkur fjölskylduna mjög, þegar því er ítrekað haldið fram af ráðamönnum bæjarfélagsins, að við höfum ákveðið að hætta, þegar sannleikurinn er annar.  Okkur var gert ómögulegt að halda áfram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Alveg sammá þér kallinn minn

Einar Bragi Bragason., 28.11.2007 kl. 10:50

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

la

Einar Bragi Bragason., 28.11.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband