Takið eftir þessu, - íbúar í Reykjavíkurhreppi

Þarna eru stórhuga menn á ferð, sem standa myndarlega að verki og leysa vandamálin í samgöngumálum þjóðarinnar. 

Í Reykjavíkurhreppi eru hins vegar endalaus vandamál hvort flugvöllurinn á að vera eður ei.  Fram að þessu hefur ekki verið hægt að byggja eina flugstöð til að sinna um 500 þúsund manns í innanlandsflugi. 

Það er hins vegar ekkert mál að byggja höll yfir menninguna við höfnina, þar sem innan við 200 þúsund manns munu sækja menningarviðburði.

Verði flugvöllurinn látinn víkja, legg ég til að Vatnsmýrin verði færð til upprunalegs horfs. 


mbl.is Heathrow flugvöllur stækkaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Mikið djöfull (afsakið orðbragðið :D ) væri ég til í að sjá þingmann skella þessum setningum framan í aðra þingmenn á þingi :D  þeir yrðu örugglega djöfullega skömmustulegir á svipinn í þingsal hehehe.

Snilldarlega vel orðað og á svo sannarlega gott meira en fullan rétt á sér :D

ViceRoy, 23.11.2007 kl. 00:11

2 Smámynd: Ásgeir R. Birgisson

Góði besti, eins og það skipti einhverju máli hvort innanlandsumferðin fari um Keflavíkurflugvöll. Það munar engu ef samgöngur til og frá eru bættar. Þá að biðla til þeirra sem ekki búa á Höfuðborgarsvæðinu að geyma göngin sem þeim var lofað, í gegnum öll fjöll á Íslandi, og klára tvöföldun til Borgarnes, Akranes, Selfoss og Keflavíkur.

Ásgeir R. Birgisson, 23.11.2007 kl. 00:16

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Geiri. 

Við sem ferðumst af landsbyggðinni til Reykjavíkur nýtum mörg hver 50 manna flugvélar allt að klukkustunda leið, þeir sem hafa kost á beinu flugi.  Ef flugið færi til Keflavíkur þyrftum við að bæta rútuferð ofan á ferðalagið sem tæki um 30-40 mínútur. 

Þetta er jafn lítið mál og að flestir borgarbúar leggðu einkabílnum og færu að nota strætó/rútu og laga þar með alla umferðahnútana í Reykjavík og jafnframt stuðla að því að svifrykið mundi minnka  í borginni.

Benedikt V. Warén, 23.11.2007 kl. 00:43

4 Smámynd: Ari Þór Vilhjálmsson

Eru einhver óskrifuð lög um það að allir landsmenn eigi að geta komist til Reykjavíkur á innan við klukkutíma?  Ef þú kýst að búa úti á landi, sem er í góðu lagi, verðurðu bara að sætta þig við að það taki tíma að komast til höfuðborgarinnar.  40 mínútna rútuferð frá Keflavík er ekki mikill aukatími við flugið, ef Reykjavíkurflugvöllur væri lagður af.

Tónlistarhúsið, sem verður fyrsta almennilega heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands, verður einnig ráðstefnumiðstöð og hótel.  Bygging þess og rekstur er einkaframkvæmd og hefur því ekkert með opinber samgöngumál að gera.

Ari Þór Vilhjálmsson, 23.11.2007 kl. 01:36

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ari Þór virðist ekki átta sig á því að það eru ákveðin forréttindi því samfara að búa úti á landi.  Það er hins vegar óþarfi að leggja stein í götu þeirra sem það vilja með því að lengja leiðir til og frá Reykjavík.  Það eru býsna margir sem þurfa að aka í meira en klukkustund áður en komið er á flugvöll og það bætist við heildar ferðatímann. 

Það er verið að stytta vegalengdir milli staða, eins og t.d. með Hvalfjarðagöngin á sínum tíma.  Ég er ekki sannfærður um að menn yrður glaðir ef Hvalfjarðargöngunum yrði lokað og mönnum gert að aka fyrir Hvalfjörðinn og borga fyrir það 1200 IKR á mann.  Það lengir þó ekki leiðina nema rúmlega 40 mínútur.

Tónlistarhús er ekki samgöngumannvirki, enda hvergi minnst á það.  En það að vera með verkefnið í einkaframkvæmd, breytir engu um það að ríki og borg eru að borga brúsann.  Að byggja samgöngumiðstöð virðist hins vegar talsvert þyngra í vöfum, vegna annarlegra sjónarmiða. 

Benedikt V. Warén, 23.11.2007 kl. 03:30

6 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Það hefur tekið marga áratugi að fá byggingu tónlistarhúss í framkvæmd svo ég myndi ekki segja að það hafi verið ekkert mál. Heathrow-flugvöllur er líka staðsettur fyrir utan London og ef maður tekur neðanjararlestina þangað úr miðbæ London þá tekur það a.m.k. klukkutíma minnir mig. Það er reyndar hraðlest sem er mun fljótari.

En í sambandi við Reykjavíkurflugvöll þá finnst mér að staðsetning hans ætti að vera skoðuð aðallega með sjúkraflug í huga því þar skiptir hver mínúta máli.

ps. ég veit að ég þekki þig ekki en mig langaði bara að koma skoðun minni á framfæri. 

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 23.11.2007 kl. 06:43

7 Smámynd: Ásgeir R. Birgisson

N.b. það sem ég sagði fyrr um að samgöngur til og frá Keflavík yrðu lagfærðar til að auðvelda umferð frá flugvelli til Reykjavíkur. Ég bý í Reykjavík og vil ekki hafa flugvélarar svona yfir mér, þó svo það þýði að utanbæjarfólk geti komist fyrr í Kringluna. Þetta tekur allt tíma, ég þarf að bíða í umferð og þá sértsaklega um klukkan fimm, það fylgir því að búa í Reykjavík sem flestir átta sig á. Einnig má benda á, þó svo Höfuðborgarsvæðið inniheldur meira en helming íbúanna fær það oft minni penging en ör-bæjarfélög til að byggja umferðarmannvirki. En kostir þess að flytja flugvöllinn til Keflavíkur er náttúrulega sá að þeir sem ferðast frá Egilsstöðum geta nú farið beint í vél svo til útlanda, og ekki taka rútu fyrst.

Ásgeir R. Birgisson, 23.11.2007 kl. 13:14

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Gróa Margrét, þakka þér fyrir að heimsækja síðuna mína, þú þarft ekki að afsaka neitt, gaman að fá þína hlið á málinu.

Hvað varðar Heathrow-flugvöllur var hann staðsettur langt fyrir utan London á sínum tíma en smátt og smátt er byggðin að umlykja hann og umræða komin á stað að færa starfsemina eitthvað annað. 

Þú bendir einnig á að taka lest út á flugvöll.  Það er einmitt kjarninn.  Reykjavíkurflugvöllur er "lestarstöðin" okkar Íslendinga, og það land sem fer undir flugvöllinn er svipað og borgir með lestarkerfi,  þurfa að leggja undir lestarteina og lestarstöð.  Engum dettur það í hug, að brautarstöðvar eigi ekki heima í miðbænum. 

Punkturinn með sjúkrahúsið, vegur einnig mjög þunkt í umræðunni hjá okkur sem kjósum að búa úti á landsbyggðinni. 

Benedikt V. Warén, 25.11.2007 kl. 13:12

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Geiri.  Ef flugvöllurinn verður fluttur, þá missa um eitt þúsund manns vinnuna á og í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll.  Ef þessi staða kemur upp, þá á ég von á því að millilandaflug frá Egilsstöðum muni eflast verulega, þannig að ýmsar ófyrirséðar breytur eru í þessu máli öllu.

Ég er hins vegar sammála að það eigi að takmarka flug um Reykjavíkurflugvöll, en það verður ekki gert með því að hækka lendingagjöldin.  Best er að gefa út tíma þar sem völlurinn er opinn, t.d. milli 08:00 á morgnana og til klukkan 21:00 á kvöldin.  Nefni þetta sem dæmi.  Að sjálfsögðu væri hann opinn fyrir sjúkra og neyðarflug allan sólahringinn.

Það sem ég á mjög erfitt með að skilja, er það að ákveða það að búa í borg og halda það að það geti ríkt friður þar á kvöldin.  Það er jafn vitlaust og þegar nokkrir úr röðum dreyfbýlismanna halda að stórar verslunarkeðjur geti verið með starfsemi í hverjum byggðarkjarna (lesist: krummaskuði).

Menn velja sér búsetu og verða svo að lifa með þeim kostum og göllum sem því fylgir.  Þar með er ekki sagt að ekki megi laga það sem hægt er að laga með sæmilegu móti.

Benedikt V. Warén, 25.11.2007 kl. 13:28

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Geiri er hrokagikkur sem ekki veit mikið um lífið í landinu og Ari er ekki langt í burtu.....hvað með sjúkraflugið......skiptum við kannski svona litlu máli.....

Einar Bragi Bragason., 28.11.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband