Kanna búnað bifreiða og getu ökumanna í vetrarakstri.

Oft er gripið til þess ráðs að stoppa ökumenn og kanna ástand þess sem undir stýri situr, með tilliti til hugsanlegs áfengismagns í blóði og/eða aksturs vegna vímuefna.

Sama er uppi á teningnum er varðar hraðakstur og hvort bifreið hefur verið færð til skoðunar á tilsettum tíma.

Nú erum við farin að snúa málunum á haus þegar kemur að fólki, sem ekki kann að aka við vetrarskilyrði né er fært um að meta aðstæður vegna fannfergis á Íslandi.  Það tekur yfir alla heilbrigða hugsun hjá yfirstjórn vegamála að beita því að loka vegum, sem bitna á bílstjórum með mikla reynslu í vetrarveðrum og mörgum þáttum atvinnulífsins.

Er ekki gerlegt að setja upp pósta, eins og að framan greinir, þar sem dekk bíla eru skoðið og eftir atvikum hvort ökutækið hafi þá getu að takast á við krefjandi aðstæður og ekki síst ökumaðurinn?

Það ætti ekki að vera erfitt að sjá mun á lítilli eins drifa bifreið með ökumanni, sem ljóst má vera að hefur ekki reynslu af vetrarakstri og þaulreyndum bílstjóra á velbúnu farartæki til vetraraksturs.

Vissulega geta bílstjórar á velbúnum farartækjum verið óhæfir til að aka við umræddar aðstæður, en fá atvik eiga ekki að koma í veg fyrir að beita heilbrigðri skynsemi og nýta spart forræðishyggjuna. 

Meðalhófsreglan á sérlega vel við hér.


mbl.is „Bara grín“ að loka Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband