Kjarnorkuver á Fljótsdalshéraði

Á fundi sveitastjórnar í Múlaþingi 14. des. 2022 fór fram mögnuð umræða um orkumál og má segja að hún sé í beinu framhaldi af trúarbragðastríði vindorkugeirans á heilbrigða skynsemi Íslendinga, vegna orkumálum þjóðarinnar.  Ítrekað er búið að vara við slíkum framkvæmdum m.a. vegna sjón-, hávaða- og örplastmengunar.

Þá hefur verið nefndir gríðarlegir flutningar á steypu- og járnbindingaefnum um langan veg með tilheyrandi olíu útblæstri skipa og trukka, við að koma þessu efni í orkugarðana.  Samsvarandi mengun verður af því að koma vindmillum til landsins, sem að loknum líftíma þeirra kallar þar að auki á mjög erfiða förgun spaðanna.  Ending þeirra er jafnframt takmörkuð vegna þess að rigning tætir þá upp og lífríkið bíður skaða af örplasti frá þeim út í náttúruna.

Lausn framleiðanda spaðanna er að mála þá reglulega.  Það er sérleg sannfærandi í roki og rigningu eða slyddu.  Ekki verður það árennilegra í norðan garra og snjókomu.

Ótrúlegt hve margir eru til í að trúa slíkum skröksögum um vindorkuver á Íslandi.  Bakkabræður trúðu því að það væri hægt að bera sólarljósið í bæinn í skjólum.  Ætt þeirra bræðra er greinilega fjölmennari en nokkurn uggði.

Svo er annar vinkill á þessari tillögu.  Ríkisstjórnin virðis sammála því að raforka á Íslandi sé framleidd með kjarnorku, þó ekkert kjarnorkuver sé á Íslandi.  Það er einn furðulegur angi af ESB samþykktum.

Í Bændablaðinu 23.8.2018, er fjallað um að 87% af raforku á Íslandi sé framleidd með kjarnorku, kolum, olíu og gasi.

„Frá því í desember 2011 hafa íslensk orkufyrirtæki gefið út og selt upprunaábyrgðir raforku. Það ár voru seldir slíkir papp­írar sem námu um það bil 2 teravattstundum [TWst] vegna raforku­framleiðslu á Íslandi en heildarframleiðslan nam 16,8 TWst. Nú er salan komin í nær 17 terawattstundir, eða um 87% af  rúmlega 19 TWst framleiðslu samkvæmt gögnum Orku­stofnunar.

Samkvæmt gögnum sömu stofnunar var  nánast öll raforku­framleiðsla frá endur­nýjanlegum orkugjöfum árið 2011. Úr jarðvarma 27% og vatnsorku 73% en einungis 0,01% er framleidd með jarðefnaeldsneyti.  Meirihluti raforku í Evrópu átti hins vegar uppruna sinn í jarðefnaeldsneyti og kjarnorku“

https://www.bbl.is/frettir/87-raforku-a-islandi-sogd-framleidd-med-kjarnorku-kolum-oliu-og-gasi

Takið eftir  því að sem stendur hér að framan „Samkvæmt gögnum sömu stofnunar var  nánast öll raforku­framleiðsla frá endur­nýjanlegum orkugjöfum árið 2011.  Samt er bent á að á Íslandi sé 87% af orkunni ekki framleidd á vistvænan hátt.  Þetta er með vitund ríkisstjórnarinnar að einhverjir „góðvinir“ hennar hafi leyfi til að verðfella hreinleika íslenskrar orku.  Rúsínan í pylsuendanum er að gegn „vægu gjaldi“ er hægt að fá hreinleikavottorð, náðug samlegast, ef einhver telur þess þurf til að auka verðmæti framleiðslu sinnar.

Hverslags siðferði er þetta sem þrífst í skjóli yfirstjórnarinnar á Íslands?

Tillagan, sem er tær snilld:

„Fýsileikakönnun varðandi uppsetningu og rekstur kjarnorkuvers

Fyrir liggur erindi frá sveitarstjórnarfulltrúa Helga Hlyni Ásgrímssyni varðandi það að á vegum sveitarfélagsins verði unnin fýsileikakönnun varðandi mögulega staðsetningu kjarnorkuvers innan sveitarfélagsins.“

Liður 17 í fundargerð https://www.mulathing.is/is/stjornsysla/sveitarstjorn-rad-og-stjornir/fundargerdir/sveitarstjorn-mulathings/383

Á Fljótsdalshéraði er engin teljandi náttúruvá sem gæti haft áhrif á rekstur kjarnorkuvers, það er mun tryggari í rekstri en vindmyllur og mengun frá slíku er hverfandi.  Þessi tillaga er því í rökréttu framhaldi af kröfu um orkuskipti og mun einnig ríma bærileg við opinber gögn um að raforka á Íslandi er framleidd með kjarnorku.  Því næst er að finna orkuverum stað, sem drifin eru áfram á olíu, gasi og kolum. 

Þá loksins færi saman hljóð og mynd úr stúdíóinu við Austurvöll


 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Frosna bara ekki spaðarnir á milli málningarumferða Pelli? -svo þetta verður í lagi? Þú ættir allavega ekki að vera líkja Bakkabræðrum við bæjarstjórnarmenn, þeir eiga það ekki skilið.

Aflátsbréfin vegna kjarnorkunnar eru samkvæmt guðspöllum kolefniskirkjunnar og með gott kolefnisspor, svo því sé haldið til haga, -sannur sómi Íslands í baráttunni við hamfarahlýnunina.

Magnús Sigurðsson, 15.12.2022 kl. 16:05

2 identicon

Kjarnorkuver til orkuframleiðslu á Íslandi gæti átt rétt á sér einn góðan veðurdag, þegar og ef við njótum ekki lengur blessunar af kraftinum af rigningu og roki.

Magnús Sigurðsson fjallaði um Örk Guðs hér á blog.is fyrir tveimur dögum. Hann benti á uppgötvun Bandarískra vísindamanna á byltingakenndum orkugjafa sem tengdur hefur verið og settur í samhengi við þá orkustöð, sem vísindamennirnir eru sannfærðir um að Sáttmálsörk Guðs hafi búið yfir.

Hebrear, Ísraelsmenn, fengu Örina í sínar hendur frá Guði, Jehóva, á leið sinni frá Egyptalandi til Kanainslands. En orkan, eða krafturinn, sem frá Örkinni stafaði, kom frá Orði Guðs sem í Örkinna var geymt og ritað var á steintöflur.

Hinn ALMÁTTUGI Guð, skapari himnanna og jarðarinnar gjörði alla hluti með þeirri orku sem fylgir Orði Hans. Þegar Hann talar gerast hlutirnir.

Jóhannesarguðspjall hefst á þessum orðum: Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Hann (það) var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir urðu fyrir hann (það), án hans (þess) varð ekki neitt, sem til er. Í sama guðspjalli 1:12 stendur: En öllum þeim, sem tóku við honum (Orðinu), gaf Hann KRAFT til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans. Og einnig í versi 14: Og Orðið varð hold (Jesús), hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð (KRAFT) hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.

Orðið var sem sagt ekki lengur í steini heldur í holdi (Jesús).

Og í Efesusbréfinu fyrsta kafla versunum 18 til 21 stendur: Ég bið Hann (Jehóva) að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem Hann hefur kallað oss til, hver ríkdómur Hans dýrlegu arfleifðar er, sem Hann ætlar oss meðal hinna heilögu, og hver hinn yfirgnæfandi MÁTTUR hans er við oss, sem trúum. En þetta er sami áhrifamikli, kröftugi MÁTTURINN, sem Hann lét koma fram í Kristi, er Hann vakti hann frá dauðum og lét hann setjast sér til hægri handar í himinhæðum, ofar hverri tign og valdi og mætti, ofar öllum herradómi og sérhverju nafni, sem nefnt er, ekki aðeins í þessari veröld, heldur og í hinni komandi.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.12.2022 kl. 17:55

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Magnús.

Fjarri mér var að styggja einhvern, þó er sannleikurinn oft þess eðlis að ergja einhvern.  Ég var hins vegar að nefna fólk almennt, sem lætur mata sig gagnrýnilaust. Gott dæmi um Covid19 lyf og innspýtingar því fári tengdu.

Annað sem varðar línulagnir yfir hálendið og er 100% afturkræf framkvæmd með tuttugu og fimm metra háum möstrum og verða vitni að umræðunni um sjónmengun við þá aðgerð. Sami hópurinn er nú uppveðraður af því að reistir séu orkugarða um allt land, sem gnæfa a.m.k. tíu sinnum hærra í umhverfinu.

Er þá furða þó kynlegir kvistir skjóti upp í hugann við slíkar misvísanir.

Benedikt V. Warén, 15.12.2022 kl. 21:17

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Guðmundur Örn og takk fyrir þitt innslag. Ég játa það hér og nú,að þarna eru blaðsíðurnar í huga mér ekki þétt skrifaðar. 

Benedikt V. Warén, 15.12.2022 kl. 21:42

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mér fannst nú halla á Bakkabræður Pelli, svo ég segi það nú alveg eins og er.

Magnús Sigurðsson, 15.12.2022 kl. 21:55

6 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Ég má til með að bera blak af Bakkabræðrum:  Þeir ætluðu ekki að flytja sólskinið í hús sín með skjólum, heldur húfunum sínum.
Að öðru leyti skipti ég mér ekki af þessari umræðu.  Góðar stundir.

Þórhallur Pálsson, 17.12.2022 kl. 18:12

7 identicon

Svo var umræða um Kjarnorkuver í Múlaþingi:
https://youtu.be/rsItLR_kMiU?t=7877

Þröstur Jónsson (IP-tala skráð) 18.12.2022 kl. 17:03

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sælir (Bakka)-bræður.  Eins og sagði hér að framan "Ætt þeirra bræðra er greinilega fjölmennari en nokkurn uggði." og skil því mætavel að þið séu ekki hressir ef þið teljið að á þá sé hallað.  Upp á æru og trú var það ekki meiningin að vega að æru þeirra Bakkabræðra, svo því sé til haga haldið.

Hvað varðar húfu eða skjólu, þá er ég ekki frá því að ég hafi fengið þá útgáfu, sem ég varpa hér fram, en fús er ég að taka hina útgáfuna til greina, að sjálfsögðu.

Hafið það svo gott um hátíðirnar og ef þið lendið á Borgarfjörð, - endilega munið að taka botninn með ykkur til baka. 

Benedikt V. Warén, 19.12.2022 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband