Mismunandi túlkun lýðræðisins

Á dögunum fór fram kosning í herteknu héröðunum í Úkraínu.  Þar sem Ígor var í garði sínum að taka upp kartöflur, ruddust inn á hann fimm hermenn, gráir fyrir járnum og foringinn rétti Ígor lokað umslag. 

  • „Þú átt að kjósa núna,“ sagði foringinn höstugur „og skrifa nafnið þitt til staðfestingar á umslagið“.

Ígor tók við umslaginu og penna úr hendi foringjans.  Ígor velti umslaginu fyrir sér, kafaði í buxnavasann, sótti kutann sinn og ætlaði að opna umslagið.

  • „Hvern fjárann ertu að gera?“ frussaði foringinn út úr sér.

  • „Ég ætlaði bara að sjá hvað ég væri að kjósa,“ stundi Ígor vandræðalega og mændi upp á foringjann.

  • „Ertu vitlaus maður,“ rumdi í foringja hópsins „þetta er leynileg kosning.“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband