Jólahársnyrtingin

Það voru að koma jól.  Um alla jörð var verið að undirbúa hátíðina.  Það var skúrað, skrúbbað og bónað um borg og bý.  Í fangelsinu var allt á fullu við að koma öllu í skikk fyrir hátíðina og þar var verið að klippa og snyrta hár fanganna. 

Það gekk nú svona og svona vegna þess að klipparinn var með skæri sem bitu ekki nægjanlega vel. Fanginn, sem sat í stólnum var mjög rólegur, þrátt fyrir að vera meira og minna hárreyttur á meðan á klippingunni stóð.  Að lokum brast þó þolinmæði fangans og hann stundi milli samanbitinna tannanna:

„Þú mátt alveg klippa þau hár, sem þú nærð ekki upp með rótum.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband