Leikbrúðulandið Múlaþing.

Undanfarnar vikur hafa verið allsérkennileg umræða og afgreiðsla átt sér stað í nefndum og ráðum hjá sveitarfélaginu Múlaþingi.  Þyngst vega stórundarlegar kosningar er varðar vanhæfi áheyrnarfulltrúa.  Einstaklingar, sem eru áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt, eru kosnir vanhæfir af pólitískum andstæðingum sínum.

Ekki verður annað séð en að þetta sé til eins fallið, að einskorða umræðuna við þann eina „sannleika“ sem meirihlutanum hugnast.  Þetta er stutt áliti lögfræðings sveitarfélagsins.  Hinsvegar er það ávallt svo í hverju máli, að það þarf tvo lögfræðinga, sem jafnan eru á öndverðu meiði.  Því hefur ekki verið svarað af meirihlutanum, hvar má finna í lögum um vanhæfni áheyrnarfulltrúa sérstaklega. 

Fulltrúar meirihlutans í Múlaþingi virðast vera strengjabrúður, andsetnar utanaðkomandi pólitísku afli, sem lýsa sér í því fulltrúar leika sína rullu eftir fyrirframgefnu handriti.  Vei þeim sem voga sér hafa sína eigin skoðun á fundum og sjálfstæða hugsun.  Þeir eru strax teknir til kostanna og kjósa síðan á næsta fundi eftir handritinu, þvert á sannfæringu sína.  Greinilegt er að þar er beitt óvægnum pólitískum þrýstingi til að berja kjörna fulltrúa til hlýðni, sem er þvert á eigin sannfæringu og á skjön við stjórnarskrá Íslands.

Hvort er verra fyrir samfélagið, blóðtengsl við einhvern eða þau pólitísku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta mál er náttúrulega með þvílíkum eindæmum Pelli, að þú þarft að skýra það út svo skiljist hér á blogginu.

Ég var tvö kjörtímabil í sveitarstjórn eins af hreppum nú sameinaðs Múlaþings, á síðasta áratug síðustu aldar, og ef svona vinnubrögð hefðu verið viðhöfð, sem nú virðast höfð í heiðri hjá sveitastjórnarfólki Múlaþings, -þá hefði engin sveitarstjórnarfulltrúi þess sveitarfélags getað talist hæfur í flestu sem tekið var fyrir á fundum.

Svo er annað; kjörnir fulltrúar eiga aldrei að láta ruglað fólk vísa sér á dyr, þeir sitja einfaldlega ekki í umboði þess, heldur þeirra sem kusu þá. 

Magnús Sigurðsson, 21.9.2022 kl. 18:56

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Magnús. 

Þetta mál er komið út í tóma þvælu og erfitt að koma fram svo það verði auðveldlega skilið fyrir almenning í sveitarfélaginu.


Í kosningabaráttunni talaði oddviti Framsóknarflokksins fyrir suðurleiðinni með tilvitnun í grein Vegalaga um að ef valinn er dýrari kostur en Vegagerð ríkisins leggur til.  Oddvitinn flaggaði ítrekað einum og hálfum milljarði, sem gæti fallið á sveitarfélagið ef valin yrði dýrari leið.  þessu ákvæði hefur aldrei verið beitt.  Í umræddri klausu er ekki heldur neitt um að sveitarfélagið fái greiðslu við að benda á ódýrari lausn, sem gerir við það viðkomandi grein marklitla.


Steininn tekur svo úr hjá oddvitanum þegar hann segir efnislega á sveitastjórnarfundi að hann hefð getað samþykkt norðurleiðina ef gangamuninn hefði verið við Steinholt.  Oddvitanum er svo sem vorkunn, því aldrei hafa gengnir meirihlutar vilja upplýsa hvers vegna muninn var færður inn í Dalhús og hvaða hrossakaup lágu þar að baki.


Vegagerðin virðist hafa ofreiknað svokallaða norðurleið hvað varðar dýrar brýr, kostnaðarsamar rannsóknir á fornminjum og lengri vegalagningu. Búið er að fara hressilega yfir alla skýrslu Vegagerðarinnar og benda á þetta misræmi og mörg önnur.  Ein athugasemd var send af fulltrúa Miðflokksins, studd á annað hundrað kjósenda í sveitarfélaginu.  Meirihlutinn ákveður að líta á þetta sem eina athugasemd og skauta fram hjá þeim sem studdu umrædda athugasemdir.


Fulltrúi Miðflokksins, sem er áheyrnarfulltrúi, var hins vegar kosinn vanhæfur af nefndarmönnum vegna blóðtengsla. 


Svo virka pólitísku tengslin mun betur en blóðtengslin, vegna þess að mun meira land mun verða bætt landeigenda ef farið að vilja meirihlutans í Múlaþingi.

Þessi framkvæmd er á forræði formanns Framsóknarflokksins ásamt endurbótum á Egilsstaðaflugvelli og Öxi.  Þær tvær síðastnefndu er tilbúin í útboð. 

Vitað er að bullandi ágreiningur er um þessar framkvæmdir á stjórnarheimilinu við Austurvöll, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er á móti framkvæmdunum í Múlaþingi.  Það er því freistandi að álykta að það sé partur af þeirri leiksýningu sem kjósendum í Múlaþingi er nú boðið frítt uppá.

Benedikt V. Warén, 22.9.2022 kl. 09:34

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Um vanhæfið og sjónarspil meirhlutans í Múlaþingi gegn Miðflokknum má lesa á:

https://xmulathing.blog.is/blog/xmulathing/

Benedikt V. Warén, 22.9.2022 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband