12.8.2022 | 10:59
Rýmingaráætlun Almannavarna í Reykjavík?
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, hefur áhyggjur af hugsanlegu eldgosi í Vestmannaeyjum í upphafi þessa eldhræringatímabils, sem nú virðist hafið á Íslandi.
Það getur líka verið þannig að það getur komið upp gos í miðju hafnarmynninu í eyjum. Þannig að menn þurfa að vera með ekki bara áætlun A, heldur líka áætlun B, og kannski C og jafnvel D til þess að bregðast við slíkum atburði í Vestmannaeyjum.
Eins og öllum má vera ljóst hefur stefna stjórnvalda, verið að koma allri stjórnsýslunni, menntastofnunum, menningarstofnunum, heilbrigðiskerfinu, almannavörnum o.s.frv. inn á eitt eldvirkasta landsvæði Íslands. Hvergi hefur maður rekist á áhættumat á þeirri vegferð stjórnvalda. Víða um land er verið að huga að slíku og byggja varnir ofanvið íbúðabyggðir til að lámarka tjón og vernda mannslíf vegna náttúruvár.
- Hver er rýmingaráætlun Reykjavíkur og nágrennis ef til hamfara kemur?
- Hvernig hyggjast viðbragðsaðilar rýma Reykjavík?
- Hvernig og hvaða leiðir taka við slíkum fjölda við rýmingu?
- Á að nýta hafnirnar?
- Hvernig verður rýmingu með flugi háttað um Reykjavíkurflugvöll?
- Hvert á flóttafólkið að fara?
- Hvar verður sjúkum og slösuðum veitt læknishjálp?
Er ekki rétt að staldra ögn við í þeirri vinnu að byggja nánast eingöngu upp í Reykjavík? Fram að þessu hefur excel-sértrúarsöfnuðurinn haft það eina markmið að færa allt til Reykjavíkur án þess að fram hafi farið áhættumat á því fyrir íbúa þess svæðis, fyrirtæki eða stofnanir.
Hvernig ríma manngerðar þrengingar gatna og umferðartafir á venjulegum degi, við flóttaleiðir úr Reykjavík?
Hvar er aðgengilegt áhættumat, A-B eða C, fyrir Reykjavík og hvernig hefur það verið kynnt borgarbúum?
Segir gos í miðju hafnarmynninu ekki útilokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.