Rýmingaráætlun Almannavarna í Reykjavík?

Þor­valdur Þórðar­son­, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, hefur áhyggjur af hugsanlegu eldgosi í Vestmannaeyjum í upphafi þessa eldhræringatímabils, sem nú virðist hafið á Íslandi.

„Það get­ur líka verið þannig að það get­ur komið upp gos í miðju hafn­ar­mynn­inu í eyj­um. Þannig að menn þurfa að vera með ekki bara áætl­un A, held­ur líka áætl­un B, og kannski C og jafn­vel D – til þess að bregðast við slík­um at­b­urði í Vest­manna­eyj­um.“

Eins og öllum má vera ljóst hefur stefna stjórn­valda, verið að koma allri stjórn­sýsl­unni, mennta­stofn­un­um, menn­ing­ar­stofn­un­um, heil­brigðis­kerf­inu, al­manna­vörn­um o.s.frv. inn á eitt eld­virk­asta landsvæði Íslands. Hvergi hefur maður rekist á áhættumat á þeirri vegferð stjórnvalda.  Víða um land er verið að huga að slíku og byggja varnir ofanvið íbúðabyggðir til að lámarka tjón og vernda mannslíf vegna náttúruvár.

  • Hver er rým­ingaráætl­un Reykja­vík­ur og ná­grenn­is ef til ham­fara kem­ur?
  • Hvernig hyggjast viðbragðsaðilar rýma Reykjavík?
  • Hvernig og hvaða leiðir taka við slíkum fjölda við rýmingu?
  • Á að nýta hafnirnar?
  • Hvernig verður rýmingu með flugi háttað um Reykjavíkurflugvöll?
  • Hvert á flóttafólkið að fara?
  • Hvar verður sjúkum og slösuðum veitt læknishjálp?

Er ekki rétt að staldra ögn við í þeirri vinnu að byggja nán­ast ein­göngu upp í Reykja­vík? Fram að þessu hef­ur excel-sér­trú­ar­söfnuður­inn haft það eina mark­mið að færa allt til Reykja­vík­ur án þess að fram hafi farið áhættumat á því fyr­ir íbúa þess svæðis, fyr­ir­tæki eða stofn­an­ir.

Hvernig ríma manngerðar þrengingar gatna og umferðartafir á venjulegum degi, við flóttaleiðir úr Reykjavík?

Hvar er aðgengi­legt áhættumat, A-B eða C, fyr­ir Reykja­vík og hvernig hef­ur það verið kynnt borgarbúum?


mbl.is Segir gos í miðju hafnarmynninu ekki útilokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband