Nýr Messías Ríkisútvarpsins?

Það má heita að varla sé fjallað um neitt hitamál á Alþingi, að ekki komi í fréttum RÚV ræðustúfur eins þingmanns, svo fremi að hann hafi tekið til máls um vel fréttalyktandi málefni.  Sjaldnar en ekki er viðkomandi þingmaður þefvís um hvað muni rata í fréttir RÚV.

Tilviljun? Nei, - fréttaeðli.

Umræddur þingmaður er fyrrverandi innanbúðarmaður í Efstaleiti og þekkir þar alla afkima og ranghala fyrirtækisins.

- o O o -

Ekki er langt síðan að RÚV var með stöðug innslög um sagnfræðileg álitaefni með ákveðnum einstaklingi.  Sá var síðar kosinn húsbóndi þjóðarinnar með heimilisfestu á Bessastöðum.

Tilviljun?  Nei, - markaðssetning.

- o O o -

Nú er beðið eftir því hvaða samfélagslega vegtyllu Sigmar Guðmundsson muni hljóta í boði RÚV.

Ja, - maður spyr sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband