Smá upprifjun í skammdeginu um ESB umsóknina.

Ég kemst alltaf í gott skap að hlusta á þessa klippu. Það er morgunljóst að ekki eru allir sammála mér, en það verður bara svo að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er verst að Gunnar Bragi og félagar hans í ríkisstjórn slitu aldrei þessum aðildarviðræðum svo óyggjandi sé, hvað þá að aðildarumsóknin hafi verið afturkölluð.

Það leikur grunur á að þetta bix (svo ég sletti Pellsku) hafi  hafi aðeins verið settar í bið þar til jarðvegur verður fyrir því að reka smiðshöggið. Viðskiptabann Gunnars Braga á stærstu kaupendur uppsjávarafurða þ.m.t. makríls benda eindregið til þess. 

Það hefur ekki verið hægt að sjá annað en öll lög og reglugerðir sem ESB hefur farið fram á á EES svæðinu hafi verið samþykktar skilyrðislaust, sama hvort er sýklainnflutningur, sóttvarnir eða orkupakkar.

Magnús Sigurðsson, 15.12.2021 kl. 14:11

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Rétt hjá þér Magnús, þetta var ekki alveg skýrt hjá blessuðum (bíp-)hundinum honum Gunnari Braga.

Hitt er athyglivert, að það er kosið ítrekað um inngöngu í ESB þar til jákvæð niðurstaða fæst. Ef lönd ætla út úr bixinu þá er fjandinn laus og nær ógjörningur að fá það í gegn.

Spurningin er því, er endalaust beðið með inngönguumsóknina? Það er tímarammi á öllu hjá ESB og EES.  Er það skipið ekki löngu farið? Þarf eitthvað að hafa áhyggjur fyrr en tveggja fokka kratarnir sækja um aftur og sem fyrr þá í óþökk þjóðarinnar.

Benedikt V. Warén, 15.12.2021 kl. 15:54

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það verður ekki betur séð en að Ísland hafi nú þegar gengið í stórevrópusambandið og til að sína að svo sé ekki verða málsmetandi stjórnmálamenn að hafa kjark til að segja upp EES samningnum. Hann er að valda íslenskri þjóð stórtjóni, akkúrat núna eru tvær fréttir á mbl sem kristalla þetta vel.

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) tel­ur Ísland hafa brotið í bága við EES-regl­ur með þátt­töku sinni í aug­lýs­inga­her­ferð sem hvet­ur neyt­end­ur til að velja ís­lensk­ar vör­ur og þjón­ustu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ESA.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/12/15/stjornvold_brotleg_vegna_auglysinga/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/12/15/island_faer_aminningu_fra_esa/

Magnús Sigurðsson, 15.12.2021 kl. 19:04

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Mæltu manna heilastur Magnús og í leiðinni að troða Schengen samkomulaginu upp í rotþróna á æðsta trúðnum Covidsjoppunni í mið-Evrópu.

Benedikt V. Warén, 15.12.2021 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband