Þegar Jóni Bjarnasyni var fórnað á altari ESB

Kafli I

Stjórnmálaflokkur komma, sem nefnist í seinni tíð Vinstri Grænir, hefur tungur tvær og talar sitt með hvorri.

Viðskiptablaðið var með þetta sérstaka mál sem kom upp 2009. https://www.vb.is/skodun/kosningasvikin/142376/

Sigmar Guðmundsson: „Kemur það til greina Steingrímur bara svo ég spyrji þig […] að hefja undirbúning að því að sækja um, strax núna eftir kosningar…“

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrigrænna: „Nei!“

Sigmar Guðmundsson: „…vegna þess að þannig hefur Samfylkingarfólkið talað.“

Steingrímur J. Sigfússon: „Nei!“

Sigmar Guðmundsson: „Að þetta byrji í sumar?“

Steingrímur J. Sigfússon: „Nei!“

Sigmar Guðmundsson: „Hvenær getur þetta byrjað?“

Steingrímur J. Sigfússon: „Það samrýmist ekki okkar stefnu og við hefðum ekkert umboð til slíks. Og þó við reyndum að leggja það til, forystufólkið í flokknum, að það yrði farið strax í aðildarviðræður, gagnstætt okkar stefnu, í maí, þá yrði það fellt í flokksráði vinstrigrænna. Þannig að slíkt er ekki í boði.“

Það leið ekki mánuður frá þessu samtali þar til ríkisstjórn Steingríms J. undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skellti fram tillögu um aðildarumsókn að ESB og hraðafgreiðslan var slík að mánuði síðar var hún samþykkt.

Kafli II 

Jón Bjarnason, sjávar- og útvegsráðherra var allt annað en kátur með þetta ráðslag Steingríms J. enda líklegt að það hafi verið handsalað við stjórnarmyndunarviðræður K.K. bandsins (Krata og Komma) og Steingrímur J. hafi eitthvað verið á vappi langt frá sannleikanum og einn í heimi VG þegar þessi gjörningur var samþykktur.

En andstaða Jóns Bjarnasonar var ef til vill ekki eini ásteytingasteinninn, því hann var með frumvarp í smíðum, sem ef til vill hugnaðist ekki stórútgerðinni á Íslandi neitt sérstaklega og þá ekki ríkisstjórninni.

„Nú þegar hann kynn­ir loks­ins rík­is­stjórn­inni þetta á þriðju­dag­inn sýn­ist mér að ráðherr­ann sé kom­inn ansi fjarri stefnu flokk­anna í sjáv­ar­út­vegs­mál­um og ljóst að þetta frum­varp óbreytt verður aldrei lagt fram sem stjórn­ar­frum­varp,“ seg­ir Jó­hanna.

Og í framhaldinu tók Jóhanna Sigurðardóttir til sinna ráða og dró Jón Bjarnason út úr ráðuneyti sjávar- og landbúnaðarmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband