Þurfa lögfræðingar MATÍS ekki að fara að hugsa sinn gang?

Það er að verða ótrúleg hrakfallasaga MATÍS í mörgum málum og þetta mál er aðeins eitt af furulegri ákvörðunum sem stofnunin tekur en af nægu er að taka.  

Er ekki orðið ljóst að það þarf eitthvað að skerpa á vinnulagi þar innan dyra og skipta út lögfræðingum, sem eru tilbúnir að vinna, þó ekki væri í öðru en að taka sér tak í meðahófi.

Þetta leiðir hugann að verki MATÍS í Loðmundafirði í apríl 2018::

DV Mánudaginn 2. apríl 2018 21:54

„Á ferðalagi okkar félaganna í gær vakti það furðu okkar að það var óvenju mikið af tófuslóðum sem lágu í átt að Loðmundarfirði og sumstaðar svo margar að það mætti halda að þetta væri Laugavegurinn. Þegar í Loðmundarfjörð var komið þá leyndi sér ekki hvers kyns var, starfsmaður MAST fór með menn úr Berufirði og Breiðdal þungvopnaða og skutu á allt sem hreyfðist. Þegar mesti móðurinn rann af þeim settu þeir lömb og rollur í poka og fóru svo heim eftir að hafa unnið þetta illvirki, en skildu pokana eftir.“

Þetta skrifar Víðir Sigbjörnsson um aðkomu í Loðmundarfirði þar sem Matvælastofnun (MAST) lét skjóta 29 kindur snemma í marsmánuði en féð var sagt án fóðurs og umhirðu í firðinum. Menn hafa hreyft efasemdum um að nauðsynlegt hafi verið að farga fénu og MAST er líka gagnrýnd fyrir að hafa ekki hirt hræin og heldur dreift þeim víðsvegar. Víðir skrifar um þetta á Facebook og tók jafnframt ljósmyndir sem birtast með fréttinni. Í pistli sínum segir Víðir enn fremur:

„Nú eru allar tófur á Austulandi komnar í pokana og svo koma allir hrafnarnir og hræfuglar, þegar þeir koma til landsins og setjast að kræsingunum í boði MAST. Í innan við kílómetra fjarlægð er æðarvarp með um 4000 hreiðrum, þegar hrææturnar verða leiðar á úldnu kjöti í boði MAST fer öll hersingin í æðarvarpið hjá Óla og þá verður gaman að sjá hvort MAST mætir með skotmennina á svæðið og hreinsar til eftir sig. Hafið þið allir skömm fyrir þetta ódæði, ef þið berið einhverja umhyggju fyrir þessu fé sem þarna var þá hefðuð þið átt að hafa með ykkur hey til að gefa þeim og koma þessu svo til byggða.“


mbl.is Fyrrverandi forstjóri Matís sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband