Ófagleg vinnubrögð sveitarstjórnar Múlaþings.

Eftir haustkosningar 2020, var haft eftir Hildi Þórisdóttur, oddviti Austurlistans, þar sem hún segir Sjálfstæðisflokkinn hundsa vilja kjósenda í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi með að hefja viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta. Austurlistinn telur rétt að látið hefði verið reyna á samstjórn allra framboða til að mæta stórum verkefnum sem framundan eru.

„Ég fékk símtal frá Gauta í gærkvöldi þar sem hann tilkynnti mér að til stæði að hefja viðræður við Framsóknarflokkinn. Ég lýsti djúpum vonbrigðum með það,“ segir Hildur Þórisdóttir, oddviti Austurlistans.

Í framhaldinu hefði einhver talið að Austurlistinn myndi hafa frumkvæði að faglegri vinna í sameinaða sveitarfélaginu, en ekki keyra mál fram í pólitík og nýta stöðuna til hins ýtrasta að  tylla sínu fólki í nefndir.

Sérstaklega er þetta pólitíska vafstur sýnilegt í stjórn Hitaveitu Múlaþings, þar sem greinilega er ekki verið sérstaklega að hugsa um hag þess fyrirtækis þegar valdir eru kandídatar í stjórnina, heldur er notuð hin rammpólitíska leið og aflsmunar beitt. Framsóknartækling er endurnýtt að hætti Stefáns Boga Sveinssonar.

Ef bæjarstjórn Múlaþings hefði haft hagsmuni Hitaveitu Múlaþings í fyrirrúmi, hefði hún geta lagt til rafmagnsverkfræðing í stjórn.  Bæjarstjórnin valdi að hunsa þann einstakling, sem hefur mikla reynslu í rekstri fyrirtækis og ekki síst sætir það furðu vegna þess að það liggur tillaga fyrir stjórn Hitaveitu Múlaþings, að athuga hvort ekki sé hagkvæmt að breyta nafninu í Orkuveitu Múlaþings.  Tillagan gengur efnislega út á það, að færa inn í fyrirtækið raforkuveitu samhliða annarri veitustarfsemi fyrirtækisins.

Eitthvað  hefur það skolast til og frambjóðendur framboðslistanna hafa greinilega ekki kynnt sér hvað hefur áður verið að fjalla um hjá Hitaveitunni og hverjir væru til þess bærir að koma faglega þar að.  Orð oddvita Austurlistans hér að framan verða ansi hjáróma þegar þessi vinnubrögðin eru skoðuð og ekki að vænta faglegrar ákvarðatöku úr þeirri áttinni, ef fram heldur sem horfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband