Þjóðvegur Eitt um Fjarðabyggð

Stjórnendur í Fjarðabyggð lögðu á sínum tíma, mikið upp úr  því að Þjóðvegur Eitt færi um Fjarðabyggð í stað Breiðdalsheiðar og helstu rökin voru að skila fleiri ferðamönnum inn í sveitarfélagið.  Stjórnvöld urðu við þessu og er það eflaust fordæmisgefandi við aðra fjórðunga, t.d. væri eflaust hagur í því fyrir Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð og Sauðárkrók, yrði Þjóðvegur Eitt skilgreindur um þá bæi.

Aftur austur á land. 

Leiðin frá Djúpavogi til Egilsstaða um Öxi (vegur 939) er 85 km en 152 km ef farin er fjarðaleiðin, þ.e. 67 km lengri leið.  Mestmegnis er um sumarumferð að ræða um Öxi, enn sem komið er.  Leiðin um Breiðdalsheiði, sem var Þjóðvegur Eitt, er tíu kílómetrum styttri en að fara fjarðarleiðina.  Þrátt fyrir að bera þann sæmdartitil, að vera Þjóðvegur Eitt um Breiðdalsheiði, var nánast engin vetrarþjónusta á þeirri leið, frekar en um Öxi.

Talsverðar vegabætur hafa undanfarið verið gerðar á Öxi og í Skriðdal er vegurinn malbikaður langleiðina upp að vegamótum Axar og Breiðdalsheiðar og fróðlegt verður að sjá hvort Vegagerðin fær fjármagn til að vera með einhverja vetrarþjónustu um Öxi, ekki síst til að auðvelda innanbæjarsamgöngur í sameinuðu sveitarfélagi Múlaþingi.

Heilsárs umferðartölur (dagsumferðin) um Öxi árið 2009 voru 80 ökutæki en árið 2019 fóru 202 þá leið.  Aukningin er 128% þrátt fyrir að lítil sem engin umferð er þar um vetrarlangt.

Heilsárs umferðartölur (dagsumferðin) um Streiti árið 2009 voru 187 ökutæki en árið 2019 fóru 352 þá leið.  Aukningin er 94% á vegi með vetrarþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ef mér skjöpplast ekki þá hefur samgönguráðherra látið það frá sér fara þjóðvegur 939 fari í einkaframkvæmd. Samhliða þeirri ákvörðun er ljóst að innanbæjarmenn verða að borga fyrir að fara á milli bæjarhluta nema þeir fari þjóðveg 1 eða Breiðdalsheiði.

Það er alveg ljóst að þó svo að vegurinn um Öxi verði malbikaður í einkaframkvæmd þá mun leiðin ekki styttast, né hámarkshraði verða aukin það mikið að skipti mörgum mínútum, -jafnvel þó svo að þyrftir að greiða 3000 kr fyrir báðar leiðir. Helsti ávinningur vegfarenda verður að losna við það að þvo drulluna af bílunum í bleytutíð. 

Þessari ákvörðun samgönguráðherra fögnuðu sveitarstjórnarséníin í tilvonandi Múlaþingi sérstaklega, þess vegna spyr ég þig aftur Pelli, -er ekki kominn tími til að stofna Axarvini um friðlýsingu Axarvegarins eins og hann er? 

Magnús Sigurðsson, 9.10.2020 kl. 15:11

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Samgönguráðherra fjallar um svo margt Magnús en lítið meira.

Hvað varð um það sem hann sagði að ISAVIA tæki Egilsstaðaflugvöll yfir og sæi um rekstur og nýframkvæmdir.  Veit einhver hvar það mál stendur?

Hefur hann ekki ítrekað fjallað um að leggja fé í viðhald flugbrautar, akstursbrautir og hlað.  Hvar er hægt að finna því stað í fjárlagafrumvarpi 2021?

Spyr sá sem ekki veit.

Benedikt V. Warén, 9.10.2020 kl. 15:53

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvergi innanbæjar á Íslandi eru veggjöld.  Hætt er við því að slík gjaldtaka skapaði slæmt fordæmi, svo ekki sé meira sagt.

Benedikt V. Warén, 9.10.2020 kl. 15:55

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Axavinahópurinn.  Afsakaðu Magnús, gleymdi þessu.

Fór Öxi um daginn og var að dást að útsýninu.  Ég hef áður fjallað um að halda skemmtilegum slóðum við og nýta sem ferðamannaleiðir á 4x4 bílum.

Gamli vegurinn yfir Öxi er skólabókardæmi um slíka útfærslu og vel að merkja, upphaflegi Axarvegurinn var í einkaframkvæmd.

Legg til að þú boðir nú þegar til stofnfundar Axavinarfélagsins. 

Benedikt V. Warén, 9.10.2020 kl. 16:21

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Félagar.

Er ekki vetur á Íslandi??

Breiðdalsheiði virkaði ekki sem þjóðvegur eitt, að kenna Jóni Birni og Jens Garðar um að það hafi verið viðurkennt, er dálítið absúrt.

Síðan er það þarft verk að stofna til Áhugahóps um verndun Axarvegarins, hann er einstakur á heimsmælikvarða.

En mikil má mannanna heimska vera að malbika fjöll þegar það má bora undir þau.

Þetta sögðu við Norðfirðingar þegar malbik var lagt á veginn sem lá að göngunum sem voru hæst í byggð, aðeins guð og gæfan kostaði ekki fleiri mannslíf en raunin varð.

Axarvegur er algjör steypa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2020 kl. 18:05

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Einmitt Pelli, Axarvegurinn upphaflegi var einkaframkvæmd, m.a. fjármagnaður af ungmenna- og kvenfélögum við Berufjörð og hefur hingað til verin undanþeginn veggjöldum.

Þess vegna er það stórmerkilegt þegar "heimamenn" óska eftir veggjöldum á fórnfýsi forfeðranna þegar kemur að almenningssamgöngum, -tekur því sem næst Vaðlaheiðavitleysunni fram.

Varðandi athugasemdina úr neðra þá mætti halda að Ómar hefði hvorki farið um Fannardal að vetrarlagi né orðið var við fréttir af bílslysum á hálu malbiki á láglendi.

Magnús Sigurðsson, 9.10.2020 kl. 18:31

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Jú Magnús, það hef ég verið, en breytir engu að hinn nýi malbikaði vegur um Oddskarðsgöng var á sínum stílbrot skynseminnar, hann frestaði hinum nauðsynlegum Norðfjarðargöngum um í það minnsta 20 ár.  Gæfan var slík að einhver ára, ekki þessa heims, heldur alheims, hélt verndarhendi yfir fólk og farartæki.

Hált malbik sameinar bæði heimsku hinna lægstu tilboða sem og vanvirðingu á efnafræði biksins sem segir, "Þú skalt nota tjöru, ekki jurt", til að bika.

Fannardalurinn er hluti af tilvist minni, líkt og Seldalur og Oddsdalur, að ekki sé minnst á Suður á bæi, Hellisfjörð og Viðfjörð. 

Vankantar hans eru vankantar þess nútímaþekkingarbrjálæðis sem segir; Ég veit betur. 

Þar með var vegurinn illa varinn fyrir snjóflóðum úr Hátúninu, það þurfti stærri varnarvegg og hugsanlega færslu fyrr í norður, hinn anginn, norðvestanstormurinn frá Eskifjarðarheiði, snýst aðeins um vörn, líkt og sjóvarnargarðar eða flóðgarða. 

Þekking sætir oft ágjöfum, sem og hún stendur ekki undir nafni ef hún lærir ekki, og um þekkingarmola hennar er ekki rifist, Axarvegur á að fara á safn sem þjóðminjar, í nútímanum er farið undir fjöll, ekki yfir þau.

Og það er bara svo.

Kveðja að austan.

 

Ómar Geirsson, 9.10.2020 kl. 18:58

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ómar, myndir þú sætta þig við að borga veggjöld um Norðfjarðargöng sem íbúi Fjarðarbyggðar á meðan aðrir íbúar gætu notast við þjóðveg eitt gjaldfrjálst?

Burt séð frá því hvort það eigi að stofna Axarvinafélagið um fornminjar eða þá "fornaldarhugsun" að vegtolla skuli ekki leggja á almannsamgöngur lýðveldisins, -þrátt fyrir fjórfrelsisins frjálsu för sem nú virðist eiga að nægja öllum.

Þá verður grundvallarspurningin ávalt að vera sú,er réttlætanlegt að borga vegtolla á milli byggðarlaga lýðveldisins og jafnvel innan þeirra?

Frá Alta, stærstu borg Finnmerkur,barst sú dæmalausa fregn þegar ég bjó í N-Noregi að íbúarnir hefðu samþykkt veggjöld til að flýta vegagerð með einkaframkvæmd.

Þar kostað 1.30 NRK að innheimta hverja 1.00 NRK, sem var vel að merkja séð um að innheimta af einkaframtaki og sat þá almenningur uppi með mismuninn í enn hærri veggjöldum.

Magnús Sigurðsson, 9.10.2020 kl. 19:39

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Ómar og þakka þér þína sýn á málið.  Ekki svo að skilja að ég sé þér sammála, en oft eru tvær hliðar á hverju máli, - jafnvel fleiri.

Baksýnisspegill þinn er ekki að gefa rétta mynd og eftirá röksemdafærsla þín ekki heldur.  Þú gleymir því að valið stendur oft um að taka næstbesta kostinn, - eða fá engan.

Nýr Axarvegur er handan við hornið og vita skaltu að enginn er á móti jarðgöngum undir Öxi.  Nútíminn og nútíma vinnubrögð rúmast ekki alltaf innan fjárlaga.  Það er því morgunljóst að það ekki inni í myndinni næstu tugi ára að grafa göng undir Öxi og því er betra að taka næstbesta kostinn, sem er þrátt fyrir allt mjög vænlegur og þvert á hrakspár nokkurra um meint óveður og ófærð, án þess að þeim sömu takist að undirbyggja rök sín á nokkurn hátt með staðreyndum eða rannsóknum.  


Hvað varðar Oddskarðsgöngin, sem voru tekin í notkun síðla árs 1977 og formlega vígð hálfu ári síðar, eru eins og önnur mannanna verk, - barn síns tíma.  Hætt er við að ef þau hefðu ekki verið grafin þarna á þessum tíma, hefði brostið á mikill fólksflótti frá Norðfirði.  Nútímafólkið, sem þá byggði fjörðinn, hefði flust í burtu í stríðum straumi, því á þessum tíma hugnaðist engum í skugga snjóflóðanna 1974 að vera lokuð inni vikum saman án þess að geta farið frjáls ferða sinna.

Í framhaldi af því má svo álykta að sú gríðarlega uppbygging í sjávarútvegi hefði aldrei átt sér stað án Oddskarðsganga og þar af leiðandi engin þörf á snjóflóðavarnargörðum og spara hefði mátt í nýjum Eskifjarðargöngum.  Sú staða hefði þá klárlega komið upp, að flytja íbúa Norðfjarðar burt, t.d. á Reyðarfjörð.

Hefði einhverjum hugnast það í dag?

Benedikt V. Warén, 9.10.2020 kl. 20:36

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Veistu að mér hlýnaði um mjóhrygg og útí spjaldhrygg þegar ég las þessa athugasemd þína sem byggðist á ranghugmyndum um að ég væri fylgjandi veggjöldum.

Hlýnaði því ég taldi hvorki mjóbak eða helv. liðinn sem tekur við löppinni í spjaldhryggnum hæfan í að koma niður að fjöllum, sem hefði því miður orðið ef mér væri ætlað að tala fyrir veggjöld. 

Konan hefði reyndar brosað því hún sá mig og upplifði, mig bruna gegnum Vaðlaheiðargöngin um þar síðustu helgi, mín afsökun var að ég vildi ekki fara fjöllin í suðvestan stormi, og hver mínúta var dýrmæt.  Hún skyldi mig betur þegar hún bað mig að hægja í miðjum Víðidalnum, sem var óþarfi, hvorki mér eða henni gast að moldrykinu sem reis upp frá suðurhlíðinni og var svo myrkt að jafnvel það myrkur hefði verið talist bjart í Mordor.

Hafðu þín orð fyrir öllu því sem þú telur gegn veggjöldum, þau er líka mín.  Sem og ég er sammála þér að Öxi eigi að fara á Minjasafn, þó kannski forsendur okkar séu ekki alveg þær sömu, en um það mun ég ræða við Benedikt.

Sólar og vindakveðjur í efra.

Úr neðra, að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2020 kl. 21:01

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Mikinn mátt ætlar þú holunni um háskarð, en við höfðum flug, og snjóbíl, og svo voru keyptar ýtur og snjóblásarar, svo ég held að hinn gróskumikili sjávarútvegur á Norðfirði, sem stafaði af nálægð við miðin, hefði alveg lifað af þó holan hefði ekki verið grafin.

Sérstaklega í ljósi þess að innan við 10 árum seinna þá urðu kynslóðaskipti hjá Vegagerðinni, skipti sem kennd eru við andlát sökum aldurs, þetta var fyrir daga Kóvid, og við tóku menn sem höfðu frétt að göng voru grafin í gegnum fjöll án þess að haki, dýnamít og skófla væru aðaltækin. 

Það er vísan mín í dráttinn að þegar öllu fullvita fólki var ljóst, að það þurfti að grafa undir fjöll, að þá las einhver skriffinnur af Exel, að uppbygging vegar um Oddskarð hefði verið á áætlun í fjölda ára, og núna væri komið að því.  Það er að byggja hann upp, í stað þess að afskrifa holuna og grafa ný göng.  Máli mínu til stuðnings get ég vísað í dálksentrimetra sem náðu reyndar að verða að tugmetra dálkum, jafnvel rúmlega það, sem Hjörleifur skrifaði þar um.

Við Norðfirðingar þurfum ekki utanaðkomandi menn til að segja okkur þá sögu, eða segja okkur frá því að við erum plássið sem liggur næst miðum fyrir austan, líkt og Vestmannaeyjar fyrir sunnan, en vissulega lutum við í gras fyrir skrifræðinu og Exelinum.

Hins vegar getum við ráðlagt öðrum af okkar reynslu, og þegar þú segir að "mjög vænlegur og þvert á hrakspár nokkurra um meint óveður og ófærð,", að þá vitum um leið að sá sem svo mælir, hefur aldrei verið í bíl uppá fjöllum í snarvitlausri vestan átt, hvort sem hún kemur að suðri, vestri, eða norðan.

Hins vegar getum við þagað yfir reynslu okkar og leyft ykkur þarna í efra að verða úti í glórulausum bil svo að líkin verði svona sótt á svipuðum tíma og þegar lægir í Everest, nema ef það væri ekki að á meðan eru ekki göng boruð, hvort sem það er til að fá Seyðisfjörð inná vinnumarkaðinn, eða þið þarna í efra kæmust til vinnu á réttum tíma niðri í álveri.

Göng undir Öxi verða ekki í okkar lífi, ekki í næsta lífi, eða yfir höfuð í neinu lífi.

En hver byggir upp heilsársveg sem er ekki nothæfur nema í nokkra mánuði??  Nema viðkomandi sé með krónískan niðurgang og drulli peningum..

Sem mér vitanlega er ekki tilfellið í Múlaþingi, ef eitthvað þá jókst skuldabagginn með Norður og Suður Kongó. 

Heimskan er síðan sú, og mundu að Hérað var ekki byggt uppá heimsku, að halda að Hérað eigi eitthvað undir styttingu á ferðum suður, mikið þurfa menn að vera einræktaðir til að trúa þeim firrum.

Vissulega byggðu krossgötur upp Egilstaði, miðsvæði gjöfuls landbúnaðarsvæðis.

Svo dó alltí einu allt í kringum landbúnaðinn og hvað stóð eftir????

Jú Firðirnir og öll sú þjónusta sem þeir sóttu uppá Hérað, sem og vinnan sem sótt er í neðra.

Öxi!!, einn daginn verður sá vegur þjóðminjar líkt og öxin sem hjá Jón, þá þótti hún ekki merkileg en  svo leið tíminn.

Öxi og Öxi,

Þetta einfaldar jú alla safnaskrá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2020 kl. 21:27

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta svar til mín kemur mér ekki á óvart Ómar, en sveitarstjórnaséníin koma mér stöðugt meira á óvart með yfirlýsingum sínum fyrir okkar hönd.

Þess vegna móast ég við Axarvinafélagið um varðveislu Axarvegarins eins og hann er í dag því það er betra að geta farið hann gjaldfrítt þó malarvegur sé en að gefa svokölluðum fjárfestum á garðann þar sem almenningssamgöngur eru annars vegar, jafnvel þó svo að upphafið hafi verið einkaframtak.

Magnús Sigurðsson, 9.10.2020 kl. 21:54

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Magnús, nákvæmleg, nákvæmlega.

Það er betra að eiga það sem við eigum, heldur en að allt sé selt, þar á meðal vonin og trúin um betri tíð, um allt það góða og gjöfula sem framtíðin hefur lofað okkur, ef við aðeins gætum að sá inní hana.

Hins vegar er það trú mín að framtíð Austurlands liggi í bættum samgöngum milli Fjarða og Héraðs, en ekki styttingu suður.

Sá sem sækir allt að, hann byggir ekki neitt upp.

Sá sem hlúir að sínu, myndar sterka heild, bæði hvað varðar þjónustu sem og atvinnu, hann lifir.

Í mínum huga er sá sem er fyrri talinn upp hér, sá sem ætti að kynna sér búskaparhætti í Mjóafirði og jafnvel setjast þar að.

Það ætti að auðvelda honum viðbrigðin sem verða óhjákvæmileg vegna sýnar hans á byggð og samgöngur hér á Austurlandi.

En kannski er hann þegar búinn að fjárfesta í blokkaríbúð í Breiðholtinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2020 kl. 22:24

14 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ég tel happadrýgst fyrir samgöngur eystra að stytta leiðina milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur með 4 km göngum undir Berufjörð og síðan gera 2,6 km göng undi Breiðdalsheiði fyrir Héraðsbúana.  Hlífa þar með fagurri náttúru í Berufirði og axarveginum. Það styttir leiðina suður fyrir alla austfirðinga rúmlega 30 km.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 10.10.2020 kl. 01:11

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eins mætti útfæra tillögu Hallgríms á þann hátt til lengri tíma, að á eftir hinum horfnu "samgöngum" sem áttu að leysa af Fjarðarheiði, Mjóafjarðarheiði og Fagradal, kæmu jarðgöngum undir Berufjörð síða stutt jarðgöng á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar og önnur stutt göng undir Stöðvarskarð á milli Stöðvarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.

Þannig væri þjóðvegurinn um Austfirði og Hérað kominn á láglendi með verulegum styttingum vegalengda á milli allra byggðarlaga auk Þjóðvegar eitt. Að vísu ekki að ógleymdum Vopnfirðingum, sem myndu væntanlega þurfa að ákveða hvort þeir staðsetja sig á austur eða norður.

Versti óleikur sem Austfirðingum hefur verið gerður var þegar Austurlandskjördæmi var lagt niður þannig að Hornfirðingar ákváðu að fara suður. Austurland hefur ekki borðið sitt barr eftir það þrátt fyrir stærstu framkvæmd íslandssögunnar.

Magnús Sigurðsson, 10.10.2020 kl. 07:12

16 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Ómar.  Fyrirgefðu seint viðbragð, en ég byrjaði í þrígang á færslu þinni #11 í gær en rann við það strax í brjóst og gat ekki meir. 

Nú í birtingu þykir mér það vel að verki staðið hjá þér að koma með svona margar staðreyndavillur í einni setningu í upphafi pistils þíns.

Saga flugs og þröngra fjarða er ekki skemmtisaga. Flugvélar, há fjöll, hvassviðri og dimmviðri eiga litla samleið.  Eins og þú nefndir sjálfur er stormur af Eskifjarðarheiðinni slæmur fyrir bílaumferð og ég segi og skrifa hann er kolófær fyrir flugvélar.  Ekki eru vindar umhverfis Nípuna hótinu skárri.  Sjálfur upplifði ég Nípukollsveður á barnsaldri þegar brak úr útihúsum Ölvers í Þórsmörk mölbrutu gluggann á svefnherbergi mínu og ég komst ekki út úr því vegna veðurofsans.  Því máttu trúa að þá var ekkert flugveður.  Ekki þarf það þó til.  Það þarf einungis stinningskalda til að flug til Norðfjarðar er slegið af.

Ef þú skilur þetta ekki, getur þú hugleitt sjálfur hvers vegna ekki er daglegt flug til Norðfjarðar.  

Snjóbílar þessa tíma voru Bombandair Snowmobile með skíðum að framan, sem voru framleiddir fyrir sléttur Kanada og hentuðu mjög illa í fjalllendi Íslands.  Aðrir beltastýrðir voru liprari en jafn slakir í hliðarhalla.  Það var ekki fyrr en Svenni kom með Tanna 1974 að hann gat komist niður sneiðinginn Oddsdalsmegin vegna þess að hann var búinn tönn til að laga til á undan sér í  snjó.  Það var ekki andskotalaust ef þú heldur það.

Ýtur voru til í Neskaupstað.  Snjóblásarar eru dýrir tæki í rekstri og óþjálir á vegakerfi landans og vinna frekar hægt í djúpum snjó við erfið skilyrði, eins og háskarðið er.  Snjóblásarar þessa tímabils voru eingöngu notaðir  Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli.

Svo kemur rúsínan í pylsuendanum hjá þér.  „...sem stafar af nálægð við miðin...“  Vá Ómar í alvöru, hefur þú ekki litið út á flóann nýlega.  Þeir eru hættir að nota opna vélabáta með eins strokks glóðarkertismótor til að fara á miðin rétt út af Barðsnesi, eða hefur þú séð Börk eða Birting nota DNG færavindurnar þar. 

Þegar ég vann hjá Símanum fórum við viðgerðatúra á Gagnheiði og það var ekki bara í blíðviðri, því máttu trúa.  Seinna vann ég við að koma sjónvarpsefni á Vopnafjörð um endurvarpa á Krossavíkurfjalli og einum viðgerðatúrnum var veðrið svo brjálað, að snjósleðinn nánast fauk undan okkur og hvarf fyrir björg og við máttum paufast gangandi niður í blindbyl og svarta myrkri. 

Það get ég sagt þér Ómar.  Ég vissi hvar Lúðvík Jósepsson bjó og sá hann alloft.  Jóhannes  Stefánsson bjó í sömu götu og ég og við Bjarna Þórðarson átti ég í nokkru orðaskaki.  Allir þessir menn börðust fyrir samgöngubótum til Norðfjarðar m.a. holunni sem þú orðar svo smekklega og þeir mundu ef mæla mættu, fráleitt vera sammála því sem sem þú stur fram kemur í pistli þínum.

Svo nennir maður ekki frekar að elta ólar við skrifin þín, þar sem magn er tekið fram yfir gæði og innistæðulausum fullyrðingum, rangfærslum og bulli er varpað fram og er ekki sæmandi fyrir einstakling sem vill láta taka sig alvarlega.

Benedikt V. Warén, 10.10.2020 kl. 08:55

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Það er aldeilis að þú hefur vaknað illa í morgunsárið, það hefði gert þér betur að dorma lengur eins og ég og vakna í sólar og kaffiylnum.

Ekki nema að þetta sé fótapirringur í þér, sem fær þig til að lesa ofsjónir, jafnvel að þú sért farinn að kljást við tröll á fjöllum líkt og Kóti forðum.

Ég fæ ekki betur lesið út frá veðurlýsingum minninga þinna að þú vitir sitthvað um brjáluð veður í byggð og ættir því að hafa ímyndunarafl til að ímynda þér hvernig þau eru uppá háfjöllum og hvurslags glapræði það er að fara með vegi yfir fjöll í stað þess að fara undir þau.  Og ættir því að taka sjálfan þig á orðinu og minnast aldrei framar á heilsársveg yfir Öxi.  En eins og ég segi, ef þið getið fjármagnað þennan veg ykkar sjálfir, þá megið þið mín vegna kenna á eigin skinni hvað það er að ferðast yfir hálendisveg í snarbrjálaðri vestan átt sem kemur úr öllum áttum.  Þegar henni tekst í byggð, á vegarspotta sem tekur 15 sekúndur að renna í gegn, að faratálma, svo menn hafa verið allt uppí hálf tíma að brjótast gegnum, eða jafnvel að láta undan og stöðva vegna veðurs, þá ætti menn að geta ímyndað sér hvernig hún er á fjöllum.

Þú vitnar í mæta menn, hefðir alveg getað bætt Lilla Matt í talninguna en ég sit í gömlu stofunni hans og pikka inn þessar góðviljuðu varnarorð ykkur Hérum til handa, og það er rétt, þeir börðust fyrir bættum samgöngum, þó það væri.  En það er opinbert leyndarmál að einn af þeim sagði þegar hann sá þegar vegagerðin kom með haka sína og skóflur og byrjaði að pota í hlíðina rétt fyrir neðan háskarðið, "ha ég hélt að það ættu að koma göng neðar", því það trúðu því allir að það ættu að koma göng úr Oddsdal yfir í Sellátradal.

Auðvitað skipti það málið að losna við háskarðið, en jafnvel menn sem höfðu tekið út verkþekkingu sína við að leggja hestvegi, áttu að vita og skilja að í vondum veðrum var lítil bót af lækkun á vegi úr 660 metrum niður í 632 metra.

Þetta var ekki samgöngubótin sem menn börðust fyrir og hún hélt byggðinni inni í gíslingu í áratugi á eftir.  Í vondum norðaustan snjóaveðrum var allt lokað og ekki einu sinni reynt að ýta svo dögum eða jafnvel vikum saman.  Þá höfðum við flugið, sem blessunarlega treysti á flugvöllinn inná Norðfjarðaleiru en ekki Eskifjarðar, og við höfðum Tanna.

Og ég stend við það að við hefðum þraukað nokkur ár í viðbót þar til Vegargerðin hefði hannað alvöru göng, ekki 626 metra holu í yfir 600 metra hæð.

Mér vitanlega var blómleg útgerð smábáta á æskuárum mínum, allt fram eftir tíundaáratuginn þegar kvótinn drap þá útgerð.  Sé ekki rökin að vitna í nútímann gegn þeirri staðreynd, hins vegar ertu seinheppinn að hæðast að legu bæjarins því uppsjávarvinnslan er öll hér fyrir austan, einmitt vegna legu Austfjarða gagnvart miðum uppsjávartegunda.

Síðan er það góð regla Benedikt að sleppa því að tala um staðreyndarvillur annarra án þess að nefna þó væri ekki nema eitt dæmi, svo það sé þá allavega hægt að leiðrétta það dæmi eða önnur sem týnd eru til.  Enginn er jú óskeikull.

Vona samt að kaffið sé farið að slá á pirringinn, ég hafði gaman af að lesa minningarbrot þín frá eldri dögum.

Með hugljúfum sólarkveðjur uppá Hérað.

Að neðan og austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 10:42

18 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Ómar. 

Ég sé að lesskilningi þínum er verulega ábótavant.  Í upphafi #11 er þú að tala um lausnir í stað holunnar og ég fer yfir vankantana á þeim lausnum þínu.  Ég skýrði einnig út fyrir þér að ég þekki ágætlega óveður í byggð og á fjöllum.  Ef þú nærð þessu ekki, láttu þá einhvern í stofunni hjá Lilla Matt lesa þetta fyrir þig og útskýra.

Þú áttar þig heldur ekki á því þegar ég nefni að stundum þarf að velja næst besta kostinn eða fá engu framgengt.  Þú efast sjálfur að göng undir Öxi verði að veruleika í okkar lífi.

Óþarfa svartsýni en samt langt í þau.

Því verður að fara í Axarveg og því fyrr því betra,
- því fyrr því betra, 
- því fyrr því betra..........

....afsakaðu tölvan mín tók af mér ráðin.

-------------------

 

Búinn að fá mér kaffi í góðravina hópi á Gistihúsinu á Egilsstöðum í logni, sól og blíðu.

Að lokum máttu vita að ég er sultuslakur og dettur ekki í hug fara upp af standinum þó einhver séu á öndverðu meiði við mig. 

Lesir þú eitthvað annað út úr færslum mínum, - er það þitt vandamál.  

 

 

Benedikt V. Warén, 10.10.2020 kl. 11:30

19 Smámynd: Benedikt V. Warén

Afsakaðu Ómar

Ég gleymdi að nefna þá túlkun þína á ég sé að hæðast að legu bæjarins.  Það er fráleit túlkun, en skrifast eflaust á takmarkaðan lesskilning þinn. 

Var að reyna að benda á það að nútíma fiskiskip  eru að sækja aflann mun lengra út (t.d. Barentshafið) en fyrir sjötíu árum síðan þegar verstöðvar voru um allt land hafðar yst í fjörðum og annesjum. 

Dæmi:
Karlsskáli við Reyðarfjörð mikil útgerðastaður á áttæringum. 
Seley.  Mikil útgerð sumarlangt bæði í uppsjávarfiski og hákarli.
(Á sjó og landi eftir Ásmund Helgason á Bjargi við Reyðarfjörð)

Benedikt V. Warén, 10.10.2020 kl. 11:59

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég hélt að þú værir orðinn svo slakur Benedikt að þú værir orðinn skáld, las þetta sem vísu.

Sé að kaffidrykkjan hefur gert þér gott, örugglega gott kaffi í gistihúsinu.

Slakur og skáld er í góðu lagi mín vegna, verra ef þú telur þig skilja orð mín betur en ég, ég benti þér á að byggðin mín hefði lifað af þó holan hefði ekki verið grafin, en við hefðum þurft að bíða nokkur ár í viðbót eftir göngunum sem okkur var lofað.  Ég held að þú hafir áttað þig á því eftir kaffisopann þinn góða, enda alveg hættur að reyna útskýra fyrir mér samgöngubótina sem þessi blessuð hola var. 

Það er gott að þú hafir líka upplifað vond veður á fjöllum, en þá viltu ekki keyra kílómetra eftir kílómetra í þeim, og skilur þar með spekina að í nútímanum fara menn undir fjöll, en ekki yfir þau..

Og þó ÖXi verður aldrei grafin, þá eru fleiri fjöll til að grafa líkt og Hallgrímur bendir á hér að ofan.

Þetta snýst um lausnir en ekki þversku.

Enn og aftur sólarkveðjur úr neðra.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 12:04

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður enn og aftur.

Austfirðir liggja vel að uppsjávarveiðum, þess vegna er megnið af slikri vinnslu á Austfjöðrum.  Þegar ég tala um sjávarútveg á áttunda áratugnum, sem var blómlegur vegna legu fjarðarins, þá kallast það að hæðast þegar menn fara að tala gegn því með að vitna í nútíma uppsjávarskip, DNG færavindur, og opna báta og glóðarkerti.

Það er bara svo Benedikt.

Með ekk síðri sólarkveðjum úr neðra.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 12:09

22 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er ekki þvermóðskunni fyrir að fara í þínum skrifum Ómar. laughing

Finndu fréttaétta frá fréttaritara RÚV, Jóhannesi Stefánssyni, um ágæti holunnar. Þá færðu það beint í æð frá innfæddum.

Benedikt V. Warén, 10.10.2020 kl. 12:16

23 Smámynd: Benedikt V. Warén

DNG. Var að gera góðlátlegt grín að þér, að nota útþvældan frasa um nálægð að miðunum.

Óþarfi að hrökkva upp af standinum og móðgast fyrir hönd heils sveitarfélags.

Hvað með einn sterkan kaffi til að róa taugarnar?

Benedikt V. Warén, 10.10.2020 kl. 12:49

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Auðvitað varstu að grínast Benedikt, og í rökræðum er slíkt góðlátlegt grín kallað að hæðast, ekki mér að kenna, ég bjó ekki til tungumálið.  En þú skaust þig í fótinn, og virðist ennþá vera gera það, þú virðist ekki ennþá átta þig á afhverju lega bæjarins er ennþá mikilvæg hvað sjávarútveg varðar, ekki vegna smábátaútgerðar sem er farinn því aðrir staðir liggja betur að gjöfulum miðum sem og nær mörkuðum, heldur vegna nálægðar að miðum uppsjávarfiska.

Síðan ætla ég að spyrja hvað meðvirkni Jóhannesar hafi að gera gagnvart þeim rökum mínum að holan hafi hamlað samgöngum í áratugi??

Ágætt innlegg ef þú ætlar að taka undir með Lúðvík þegar hann sagði að Jóhannes væri eini maðurinn norðan Alpafjalla sem gæti ekki rekið sjoppu með hagnaði, en það var Lúðvík sem á að hafa sagt að hann hefði alltaf haldið að göngin ættu að vera úr Oddsdal yfir í Sellátradal, og þá hefðu þau verið göng, ekki hola, og alvöru samgöngubót.

Hin meinta ánægja með holuna var slík að þegar Vegagerðin bauð loksins út uppbyggingu og malbikun Oddskarðsvegarins, að þá voru uppi háværar raddir hér í byggðarlaginu, náði inní bæjarstjórnina og Hjörleifur skrifaði um, að það verk væri tímaskekkja því göng í rúmlega 600 metra hæð væri alltaf samgönguhindrun.  En Norðfirðingum var stillt upp við vegg, þið fái ekki göng, en þið ráðið hvort þið þiggið þessa fjármuni í veginn, þeir verða ekki teknir til hliðar og eyrnamerktir í ný göng.

Að hampa þessari holu með því að vísa í að hún væri skárri en það sem fyrir var, er líkt og að lýsa yfir að fyrst fyrsti hestavegurinn hafi verið bylting frá kindagötunum sem áður réðu för manna, að þá ættu menn að gera sig ánægðan með hestaveginn sem var lagður til þeirra í stað bílvegarins sem beðið var um.

Svei attan.

Ég er samt ánægður að þú skulir hafa rifjað upp óveður þín á fjöllum og sért því hættur að reyna sannfæra þá sem hafa búið við óveður á fjöllum sína kattartíð, að slíkt sé nútíminn.

Það er það ekki, ekki frekar en holan eða hestavegurinn.

Enn og aftur sólarkveðja úr neðra.

PS. Búinn að fá mér kaffi, það heila 3 bolla, skilaði einum pistli, hvað annað.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband