27.9.2020 | 11:23
Fyrirtæki níðast á landsbyggðinni
Það er alveg ljóst að eigendur orkufyrirtækja reyna hvað þeir geta til að ná sem mestum arði út úr fjárfestingu sinni og þá gildir einu hvaða meðul eru notuð. Til þess á t.d. að nýta margnýtta útfærslu skúffufyrirtæka til að selja eitthvað sem ekki er vel útskýrt og þokukennt, nú síðast hreinleika- og upprunavottorð, sem er með mjög óskýrum leikreglum svo ekki sé dýpra í árina tekið.
EES reglur heimila slíkan gjörning og að sjálfsögðu er hoppað á það vegna þess að það gefur eitthvað í aðra hönd til eigenda orkufyrirtækja, en skilar sér ekki á upprunastað orkunnar, þ.e. til þeirra sem leggja til land undir uppistöðulón og virkjunarmannvirkja nema í litlu.
Breyta þarf landslögum þannig að öll innkoman fyrir hreinleika- og upprunavottorð skili sér til sveitarfélags og eigenda þess lands, sem lögð eru undir uppistöðulón og virkjunarmannvirki. Jafnframt þarf að leiðrétta fasteignamat á uppistöðulónum og stíflumannvirkjum.
Auk þess á að taka til skoðunar hvernig flutningsfyrirtæki, sem hafa nær alla sína vinnu og tekjur af íbúum landsbyggðarinnar, greiði til landsbyggðarinnar réttlátt tillegg á kostnað þess byggðarlags sem er skráð heimili varnarþing fyrirtækisins.
Sveitarfélög herja á orkufyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.