Stund milli stríða

Það var háflóð á Djúpavogi þegar formenn framboðanna gengu niður á bryggju. Þeir voru að rétta aðeins úr sér eftir langa setu í meirihlutaviðræðum. Þegar þeir komu niður á bryggju varð öðrum mál að pissa. Auðvita varð hinum mál líka. Það var fleira langt í lífi kappanna, en fundarsetan ein.


Þar sem þeir standa sperrtir á bryggjukantinum segir landkrabbinn.

“Ekki oft sem ég hef migið í saltan sjó”

“Það er annað með mig” svarar sá sigldi

“Mikið djöfulli er sjórinn kaldur”

“Og botninn hrjúfur” svaraði sá sigldi um hæl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband