Varahöfuðborgin og hátæknisjúkrahúsið.

Svo merki­legt sem það kann að hljóma þá virðist það vera í huga margra að þar sem sjúkra­hús er staðsett þar skuli einnig vera full­bú­inn flug­völl­ur. Víðast á Íslandi er þetta þannig.

Einn staður sker sig þó all­hressi­lega úr, með einn best út­búna flug­völl á Íslandi en ein­ung­is slitr­ur af heilsu­gæslu­stöð. Flug­völl­ur­inn er ekki graf­inn milli hárra fjalla, hann er með þægi­legt aðflug inn á báða enda og ekki er sér­stök þörf á að koma ILS-aðflugi inn á þann enda, þá flogið er úr norðri. Flug­völl­ur­inn er mal­bikaður og vegna aðstæðna í lands­lag­inu er hann sá flug­völl­ur sem sjaldn­ast er ófær veðurfars­lega séð, ef frá er tal­inn Kefla­vík­ur­flug­völl­ur. Kefla­vík­ur­flug­völl­ur hef­ur naum­an vinn­ing, ein­göngu vegna þess að þar eru tvær flug­braut­ir. Ef Kefla­vík­ur­flug­völl­ur væri ein­ung­is með eina flug­braut stæði hann að baki þeim flug­velli sem hér er til umræðu.

Heima­bær um­rædds flug­vall­ar er þannig í sveit sett­ur að þar eru all­ar gerðir af nátt­úru­vá í lág­marki, nema hugs­an­lega skógar­eld­ar. Hverf­andi áhætta er af ágangi sjáv­ar og hækkuð sjáv­ar­staða mun seint hafa áhrif þar. Skriður, jarðskjálft­ar, eld­gos, aur- og snjóflóð eru nær óþekkt á svæðinu. Vatns­flóð hafa ekki telj­andi hættu í för með sér, þótt áður fyrr hafi þau haft lít­ils­hátt­ar trufl­andi áhrif á dag­leg störf íbúa svæðis­ins en frá­leitt lífs­hættu í för með sér. Þar hafa þak­plöt­ur ekki fokið af húsum síðan rifflaður þaksaum­ur var fund­inn upp. Staður­inn er þar af leiðandi ekki ein­ung­is kjör­inn til að taka víð íbú­um ann­arra svæða þegar fram­an­greind­ar ham­far­ir, ein­ar eða fleiri, hella sér yfir held­ur ætti það að vera mark­mið stjórn­valda að búa svo um hnút­ana að íbú­ar þessa lands ættu sér at­hvarf þar þegar nátt­úru­vá knýr upp á hjá þeim. En merki­legt nokk – þar er ekk­ert sjúkra­hús.

Stefna stjórn­valda, eins og all­ir vita, er að koma allri stjórn­sýsl­unni, mennta­stofn­un­um, menn­ing­ar­stofn­un­um, heil­brigðis­kerf­inu, al­manna­vörn­um o.s.frv. inn á eitt eld­virk­asta landsvæði Íslands. Hver er rým­ingaráætl­un Reykja­vík­ur og ná­grenn­is ef til ham­fara kem­ur? Er það um Hval­fjarðargöng­in ein­föld eða tvö­föld? Er það um flug­völl­inn í Hvassa­hrauni? Hvert á fólkið að fara?

Er ekki rétt að staldra ögn við í þeirri vinnu að byggja nán­ast ein­göngu upp í Reykja­vík? Fram að þessu hef­ur excel-sér­trú­ar­söfnuður­inn haft það eina mark­mið að færa allt til Reykja­vík­ur án þess að fram hafi farið áhættumat á því fyr­ir íbúa þess svæðis, fyr­ir­tæki eða stofn­an­ir. Það má varla skipta um þvotta­efni á al­menn­ings­sal­erni án þess að gera um það áhættumat. Hvar er aðgengi­legt áhættumat fyr­ir Reykja­vík og ná­grenni? Hvernig hef­ur það verið kynnt íbú­um?

Hag­kvæmni stærðar­inn­ar er gjarn­an flaggað til að rök­styðja samþjöpp­un valds og stofn­ana, en aldrei er fjallað um neitt í víðara sam­hengi, eins og aðgengi annarra íbúa lands­ins að þjón­ustu á veg­um rík­is­ins.  Þar eiga íbú­ar lands­byggðar­inn­ar eng­an „kassa“ í excel-skjöl­um, enda er æv­in­lega lagt upp með fyr­ir­fram­gefn­ar niður­stöður til að fá „heppi­lega“ lausn. Ferðakostnaður eru fjár­mun­ir sem renna beint úr vasa skatt­greiðenda utan höfuðborg­ar­svæðis­ins og ættu, jafn­ræðis­regl­um sam­kvæmt, að vera a.m.k. frá­drátt­ar­bær­ir til skatts, nema all­ar slík­ar ferðir væru greidd­ar af al­manna­fé vegna ferða í stofn­an­ir sem ekki hafa starfs­stöð inn­an eitt hundrað kíló­metra radíuss frá heim­ili íbú­ans.

Aft­ur að upp­hafi þess­ar­ar grein­ar. Bæj­ar­fé­lagið sem hér er um rætt heit­ir Eg­ilsstaðir. Flug­völl­ur­inn er góður og væri enn betri ef hann væri lengd­ur strax, eins og áformað er, í tvö þúsund og sjö hundruð metra, og breikkaður og skráður sem sex­tíu metra breið braut. Leit­un er að betri aðstæðum fyr­ir vara­flug­völl á Íslandi, sem jafn­framt er í full­um rekstri. Með mark­viss­um hætti yrði lággjalda­flugi frá Evr­ópu vísað þangað til að minnka kol­efn­is­spor ferðamanna á Íslandi. Eg­ilsstaðir yrðu auk þess skil­greind­ir sem vara­höfuðborg Íslands og fengju þar af leiðandi sér­staka meðhöndl­un sem slík, t.d. með full­komnu sjúkra­húsi, út­stöðvum fyr­ir helstu stofn­an­ir rík­is­ins og öflugu menntakerfi.

 

Benedikt V Warén

11. sæti Miðflokksins í Múlaþingi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband