004 Hin gáttin til Íslands er AUSTURLAND

Airpark (nr. 4 á korti sjá 001 Hin gáttin..)

Á nýjum Egilsstaðaflugvelli verði markað svæði, þar sem hægt verður að byggja sér reisuleg íbúðarhús með bílageymslu og flugskýli.  Hvergi hefur slíkt svæði verið skipulagt á Íslandi. Slíkt svæði kann að vera áhugavert fyrir útlendinga jafnt sem íslendinga og ekki skemmir fyrir að markhópurinn er fjárhagslega vel stæður.

 

Einkasjúkrahús

Sú hagræðingarstefna, sem hefur verið við lýði síðan EXCEL-kerfið fór að tröllríða allri vinnu við skipulagningu, hefur komið mjög hart niður á landsbyggðinni og mannlega þættinum úthýst.  Austurland hefur borið mjög skarðan hlut frá borði og því þarf að grípa inn í með einhverjum hætti. 

Ef þetta flugvallarverkefni kemst á skrið og farið verður í að beina fólki inn á svæðið er það mikill ábyrgðarhluti að gera það án þess að geta samhliða boðið upp á heilbrigðisþjónustu, sem stendur undir nafni.  Þá verður að hugsa sér að erlendir sérfræðingar annist að mestu slíkt verkefni, því það er borin von er að íslenska ríkið komi að slíku verkefni á meðan sú harðvítuga  hagræðingarstefnu er við líði, þar sem  íslensk heilbrigðisyfirvöld eru búin að njörva sig niður í að færa nánast alla slíka þjónustu á einn stað.

Finnist einhver erlendur fjárfestir í slíkt sjúkrahús er ljóst að markaðurinn verður beggja vegna Atlantshafs  og markaðssvæðið því mjög stórt.  Miklir möguleikar eru jafnframt á endurhæfingu og heilsurækt m.a. vegna heita vatnsins.  Leirinn í Lagarfljóti á eftir að leika mjög stórt hlutverk í leirböðum tengdu slíku verkefni. 

 

Fljótsdalshérað í atvinnulegu tilliti

Flest bæjarfélög hafa atvinnustarfsemi, sem skilar tekjum til samfélagsins, mismiklum þó.  Reykjavík, sem höfuðborg Íslands, hefur til dæmis nær alla stjórnsýslu, helstu mennta-stofnanir, öflugustu sjúkrahúsin og sérfræðinga á ýmsum sviðum og almenningur í landinu tekur fullan þátt í þeim rekstri. 

Svo eru félög, sem hafa nær allar sínar tekjur af landsbyggðinni, vegna sérhæfðrar þjónustu þeirra en allar tekjur eru skattlagðar í Reykjavík.  Þar eru flugfélögin og landflutningar stærstir. 

Fólk og vörur eru þeirra lifibrauð, en litlar tekjur verða eftir þar sem þeirra er aflað.  Ef fólk byggi ekki  á landsbyggðinni væri þessi þjónusta í skötulíki.  

Litlu skila bankar til baka út á landsbyggðina og fjárfestingasjóðir eru mjög tregir í fjárfestingar utan þéttbýliskjarnanna á suðvesturhorninu.   Svona má lengi telja.  Sérstaklega er þetta slæmt víða á landsbyggðinni þar sem útgerð og vinnsla er í smáum stíl og jafnvel engin eins og á Fljótsdalshéraði.

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Pelli. Á hvaða vegferð ert þú nú í þessari pistlarunu?

Áttu við að það eigi að skipuleggja einbýlishúsalóð með flugskýli undir einkaþoturnar fyrir Ratcliff og ámóta kóna við Egilsstaðaflugvöll? Og nú þurfi að koma að til þess að þar verði reyst einkasjúkrahús fyrir þotuliðið með aðkomu ríkisins?

Þú veist væntanlega að kaupahéðnar af þessari gerðinni eru svo miklar nánasir að þeir tíma ekki einu sinni að borga húsvarðarlaun og eðlilegt viðhald á jörðunum sínum hérna fyrir austan.

Þeir leifa þeim sem keypt var af að hokra þar svo framarlega sem þeir kynda og halda við eigninni.

Ég get ekki betur séð en að ef þróunin heldur svona áfram endi þetta fljótlega í eyðibýlinu Austurland.

Magnús Sigurðsson, 27.3.2020 kl. 06:01

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Magnús. Ég er að reyna að vekja menn til umhugsunar að við svo búið má ekki standa. 

Svar við fyrstu spurningunni: Já

Svar 2: Nei, þetta verður einkasjúkrahús. Fram að þessu hefur Austurland verið afgangsstærð í heilsugeiranum. (Sjá 6.2.2020 hér á blogginu mínu) Valið stendur um að flytja sjúklinga út til lækninga eða fá læknaliðið hingað.

Svar 3: Ef við plægjum akurinn og vinnum heimavinnuna er líklegt að einhver sýni verkefninu áhuga og sjái sér hag í því að koma. Ef ekkert er gert gerist ekkert.

Benedikt V. Warén, 27.3.2020 kl. 09:00

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Einbýlahúsalóðir og einkasjúkrahús meðfram flugvellinum fyrir nánasir, -nú þykir mér týra.

Hvað á svo að gera við plógför mykjudreifara Egilsstaðabænda?

Heldurðu kannski að nánasirnar myndu þefa útí loftið og segja "I love it", eins og í Dalalíf?

Magnús Sigurðsson, 27.3.2020 kl. 15:45

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Magnús.

Einkasjúkrahúsið verður á heilsugæslutorfunni okkar.

Ný tún verða til við að stækka flugvallarsvæðið út á Finnstaðanes og með hliðrun á Eyvindaránni.

Hraustir Íslendingar fá auka orku þegar þeir koma út í morgun svalann og uppgötva að bændur eru farnir að bera á túnin.

Fyrir hina eru nefklemmur lausnin, kosta heldur ekki mikið fyrir almenning, - ekki heldur fyrir milljónera.

Benedikt V. Warén, 27.3.2020 kl. 16:08

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það má þá láta nefklemmu fylgja lóðinni ;)

Magnús Sigurðsson, 27.3.2020 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband