24.3.2020 | 15:10
Egilsstaðaflugvöllur. Er hægt að hugsa út fyrir boxið í fraktflugi?
Nú eru skrítnir tímar á landinu, en samt eru tækifæri að láta gott af sér að leiða. Fiskúflutningur virðist geta gengi án takmarkana og því veltir maður fyrir sér hvort ekki sé rétt að spara tíma og fyrirhöfn, að sækja fiskinn í nærumhverfi þar sem hann er framleiddur í stað þess að trukka honum til Keflavíkur, þ.e. sækja hann beint á Egilsstaðaflugvöll.
Við munum vinna úr stöðunni frá degi til dags og reynum að tryggja að fiskurinn komist á markað, segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, spurður um hvort íslenskir fiskútflytjendur, sem nýtt hafa sér fraktflug með ferskan fisk, þurfi að hafa áhyggjur vegna ástandsins í flugsamgöngum heims vegna kórónu-faraldursins."
Athugasemdir
Sala á ferskfiski hefur hrunið síðustu daga í Evrópu, fiskverkendur eru að skipta yfir í saltfisk frekar en setja ferskann í flug, síðan er spurning hve lengi þessi lægð varir,
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.3.2020 kl. 15:58
Sæll Hallgrímur. Það er verið að fljúga með lax til Ameríku frá Noregi. Við hljótum að geta séð einhver tækifæri þar.
„Við erum að troða allt að tuttugu tonnum af frakt í Boeing 767 breiðþoturnar, og nýtum þá pláss sem annars væri notað undir farangur fólks, enda er mun færra fólk í vélunum en áður. Þá erum við að ná að setja 10 tonn af frakt í Boeing 757-vélarnar. Þetta er óvenjuleg staða, en þetta er tvöfalt og þrefalt magn í farþegavélum á við það sem gerist og gengur í venjulegu ástandi. Við höfum svo bætt reglulega inn sérstöku fraktflugi til Boston í Bandaríkjunum til að flytja það sem kemst ekki í farþegakerfið.“
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/03/25/fljuga_med_trodnar_thoturnar_yfir_hafid/
Benedikt V. Warén, 25.3.2020 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.