Saurblaðið. Samstarfssamningur B og D lista.

Nú er stefnt að því að saur íbúa Egilsstaða og Fella fái lítt tefjandi aðgang að Lagarfljóti, það er í borði B og D lista, sem mynda meirihluta í sveitafélaginu Fljótsdalshérað.  Nokkra athygli vekur að meirhlutinn er með H-listann sem aftaníossa í þessu máli, sem þó var í aðdraganda sveitastjórnakosninganna, í orði á móti þessari útfærslu. 

Nú fallast B,D og H-menn í faðma og horfa á sólarlagið út yfir Lagarfljótið kinn við kinn, með nefklemmur sínar, sinn með hverjum pólitíska litnum og hverfa saman inn í fortíðina í skólpmálum.  Mikil blessun það. 

Til hamingju með samsuðuna kæru Héraðsbúar.  Þið völduð 26. maí  sl. og sitjið uppi með gerðan hlut næstu fjögur árin.

(Ath D-listinn fékk Á-nauð, þ.e. Á-listinn skreið upp í til fóta, - eða var það öfugt?) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband