Man þá tíð, þegar Kaupfélögin tóku fé út af reikningum bænda....

...vegna áskriftar á dagblaðinu Tímanum.  Bændur fengu blaðið sent hvort sem þeir vildu eða ekki.  Kaupfélagið tók svo samviskusamlega út af reikningum bændanna og sendu til útgáfu Tímans.

Mér sýnist sami leikurinn vera í uppsiglingu vegna efnis úr Vaðlaheiðagöngum, sem þeir hafa lagerað inn á lóð annars.

Greinilegt að sagan endurtekur sig. 


mbl.is Gangamenn lent í ótal óvæntum aðstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu alveg viss með þetta um Tímann og kaupfélögin, Benedikt?

Á þetta að hafa gerzt um allt land?

Ætli einhverjir hafi rannsakað málið skipulega?

Jón Valur Jensson, 22.6.2018 kl. 12:08

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll vertu Jón Valur.

Ég verð að játa það, að þetta eins og margt sem við trúum eins og nýju neti, er byggt þetta byggt á munnmælum.  Í mínu umdæmi heyrði ég oft sinnis sögur af viðskiptum Kaupfélaganna við bændur, sem hefur örugglega ekki verið tíundað sérstaklega í Tímanum, svo orkaði það tvímælis í viðskiptalegu tilliti.  Ef einhver bóndinn ætlaði að taka út fé, til að versla bíl eða annna "ósóma" að mati gjaldkera Kaupfélagsins, lenti bóndinn í talsverðri klemmu að úskýra hvers vegna hann ætlaði ekki að versla við SÍS, sem flutti inn afbragðsvöru af ýmsum toga.  Aðveldlega gekk hins vegar að fá fyrirgreiðsluna ef verslað var við SÍS, enda þá einfaldast að millifæra beint.

Trúi ekki öðru Jón, að þú þekkir þessi dæmi, sem ég nefni og/eða önnur ámóta.

Góðar stundir.

Benedikt V. Warén, 22.6.2018 kl. 13:17

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Leiðr. lína eitt: ...."er þetta byggt á munnmælum".

Benedikt V. Warén, 22.6.2018 kl. 13:19

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk. Ég var í sveit í Þverárhlíð í Borgarfirði, þar var tvíbýli, og keypti eldri bóndinn Tímann, en sá yngri, sem verzlaði við Verzlunarfélag Borgarness, fekk Vörð og Ísafold (með yfirliti um efni Moggans). Ég man ekki hvaða blöð sr. Sigurður Einarsson í Holti fekk, meðan ég var þar yngri, líklega þó Tímann, varla Alýðublaðið, en mikinn póst fekk hann, sem ég náði í út á brúsapall.

Jón Valur Jensson, 22.6.2018 kl. 17:09

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

En svo snúið sé að efni Vaðlaheiðaganga, þá finnst manni það nokkuð sérkennileg viðskipti að afhenda vöru löngu áður en samningar nást.  En því miður hefur sýnt sig, að þannig gerast kaupin á eyrinni, semsagt með talsverðum fyrirgangi, sem aðrir komast ekki uppi með.

Benedikt V. Warén, 22.6.2018 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband