14.2.2018 | 23:19
Ekki eru allir að keyra á malbiki á láglendi.
Þetta er magnað að taka síendurtekið einn fyrir og reyna að gera tortryggilegan. Nú er röðin komin að Ásmundi.
Þegar verið er að aka á mjóum, holóttum vegum í krapa og snjó um holt og heiðar, þá eyðir bifreið mun meira eldsneyti en á þurru malbiki á lálendi.
Kvartað er undan þingmönnum sem vanrækja kjósendur sína milli kosninga.
Nú er kvartað undan því að hann eyði of miklu púðri í kjósendur sína.
Hver er hin gullna regla?
Er ekki heppilegt að vera í góðu sambandi við grasrótina?
Hann sækir vinnu sína á þingi og mætir á nefndarfundi?
Er hitt ekki utan skilgreinds dagvinnutíma?
Er einhver, sem er að gagnrýna Ásmund, tilbúinn að vinna kauplaust í aukavinnu?
Hefur einhver pælt í því?
![]() |
Telur fréttaflutning jaðra við einelti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þér finnst semsagt í lagi að moka undir þingmanninn 4,6 milljónum aukalega á ári til að hann geti rúntað um kjördæmi sitt eins og einhver monthani? Og talandi um að aka á holóttum vegi um holt og heiðar þá get ég upplýst þig um að hann ekur svotil einvörðungu um þjóðveg 1 sem fer ekki nema á um 2 stöðum upp fyrir 100 m hæð. Meira að segja getur hann sleppt einni heiði því með því að fara Suðurstrandarveg. Manni sem er með litlar 1.200.000.- á mánuði er ekki vorkunn að vinna fáeina eftirvinnutíma í mánuði. Kannski telur hann akstursgreiðslurnar vera launauppbót?
thin (IP-tala skráð) 14.2.2018 kl. 23:45
Sæll Benedikt
Það skiptir í raun engu máli hver rekstrarkostnaður bíls Ásmundar er. Samkvæmt auglýsingu frá Stjórnarráðinu eru ákveðnir aksturspeningar greiddir og ekkert tillit tekið til þess hvernig bíl styrkþegi ekur. Þessi styrkur gildir fyrir alla starfsmenn ríkisins og flestir samningar almennra stéttarfélaga nota þá auglýsingu til viðmiðunar varðandi slíkar greiðslur. Hvort fréttamenn ruv eru ríkisstarfsmenn og fái slíka styrki sjálfkrafa, veit ég ekki, en víst er að í kjarasamningi fréttamanna er nokkuð örugglega ákvæði um slíkt.
Ef styrkþegi velur að aka á eyðslunettum litlum bíl, myndast auðvitað afgangur og ef hann velur að aka á stórum eyðslumiklum jeppa, mun styrkurinn ekki duga. Það er síðan í valdi hvers styrkþega að ákveða hvernig bíl hann ekur.
Hitt væri stór undarlegt, jafnvel hættulegt, ef miða á þessar greiðslur við rekstrarkostnað bíls í hverju tilviki. Þá er hætt við að allir þingmenn og aðrir þeir sem slíkra bílastyrkja njóta, verði allir komnir á rándýra stóra jeppa sem eyða eins og andskotinn!
Það eru ýmsir styrkir sem ríkið greiðir sínu starfsfólki, ekki bara þingmönnum. Þessir styrkir eru allir vel ríflegir og nánast útilokað að nýta þá til fulls. Þannig myndast í flestum tilfellum "afgangur" frá kostnaði, afgangur sem viðkomandi styrkþegi fær í sína buddu. Hægt er, með smá útsjónarsemi, að búa til veglegan afgang. Engum hefur dottið til hugar að tengja þá styrki við kostnað, enda ljóst að þá myndu allir sem ferðast á kostnað ríkisins velja fyrsta farrými og allra dýrustu hótelin.
Um þessar greiðslur, bílastyrk, ferðapeninga og fleiri slíka styrki, má auðvitað deila, bæði um tilurð þeirra sem og upphæðir. En þá umræðu verður þá að taka á réttum grunni, þ.e. í tengslum við gerð kjarasamninga ríkisstarfsmanna. Að ætla einum hóp ríkisstarfsmanna að vera utan þessara styrkja, eða að láta ráða hversu háum laun hver og einn er, mun auðvitað vera óframkvæmanlegt.
Hér er svo linkur á auglýsingu Stjórnarráðsins:
https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=30d3996d-55bd-11e7-9410-005056bc4d74
Að lokum vil ég óska sunnlendingum til hamingju með að eiga svo duglegan þingmann, sem Ásmundur Friðriksson er. Vildi gjarnan að við kjósendur norð-vestur kjördæmis ættum slíkan dugnaðarfork í röðum okkar þingmanna. Þingmann sem nennir að heimsækja sína kjósendur og hlusta á þeirra sjónarmið!!
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 15.2.2018 kl. 10:01
thin. Mér finnst ekki í lagi að moka undir einn eða neinn. Ef reglur eru brotnar á að taka á því. Sé farið að reglum og einhver ósáttur við það, þarf að endurskoða reglurnar og sníða af vankantana.
Mér finnst hins vegar hlægilegt að koma fram og segja að menn eigi að taka bílaleigubíl ef keyrðir eru meira en 15000 km.
Hvernig á að vinna það?
Hvernig vita menn að þeir muni aka 15000 km eða meira það árið?
Er ekki betra að það sé bara ein regla, þingmenn fá ekki aksturspeninga fyrir sinn einkabíl. Hvernig samrýmist það síðan við aðra ríkisstarfsmenn? Er það þá ekki orðin mismunun?
Benedikt V. Warén, 15.2.2018 kl. 10:08
Gunnar Héiðarsson. Þakka innlitið og gott innlegg. Hef engu við það að bæta.
Benedikt V. Warén, 15.2.2018 kl. 10:11
Sorry Gunnar Heiðarsson.
Benedikt V. Warén, 15.2.2018 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.