Hvað eru Sjálfstæðismenn ekki að skilja?

Fund­ur­inn var boðaður fyr­ir fulltrúa í borg­ar­stjórn og þing­menn kjördæmisins.  

Eyþór Arnalds er hvorugt.  

Hvað er svo erfitt að skilja í þessu samhengi?

Á þokkalegri íslensku nefnist þetta bara hjá Sjálfstæðismönnum í borginni; - yfirgangur og frekja.


mbl.is Sætið var ætlað forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú alger óþarfi að fara á hjörunum út af þessu "ekkimáli".  nú veit ég til þess að samskonar fundur var haldinn á Akureyri í dag og hann sat Eiríkur Bæjarstjóri, sá maður er hvorki þingmaður, bæjarfulltrúi né kosinn af einum né neinum, heldur bara starfsmaður bæjarinns.

þannig að það má alveg slaka á í hneyksluninni.

sebbi (IP-tala skráð) 14.2.2018 kl. 17:25

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sebbi.

Þetta er náttúrulega rétt hjá þér, - ekkimál -.  Hins vegar eru menn með mismunandi útfærslur á fundahaldi.  Ef eitthvað form er á fundum í Reykjavík þarf það ekki að vera neitt rangt þó sambærilegur fundur á Akkureyri sé með öðru formi.  Aðalatriðið er að hver og einn virði þær leikreglur sem gilda í hvert sinn.  Það sem er athyglivert, að sumir geta ekki sætt sig við eitthvað form virki ágætlega hjá flestum, á meðan það hentar ekki þeim sjálfum.  Þetta er kallað að vera sjálfmiðaður.  Auðvita geta menn haft skoðun, en skoðun fárra er ekki endilega regluverk.  Að geta ekki farið að gildandi reglum og reyna, með góðu eða illu, að þvinga sínum prívatreglum inn á aðra er náttúrulega ekkert annað en - yfirgangur og frekja.

Benedikt V. Warén, 14.2.2018 kl. 19:58

3 identicon

Það eru greinilega til fleiri stólar á Akureyri en í Höfða cool 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2018 kl. 20:37

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sigrún.  Svo er náttúrulega að fjölga stólum í ríkisstjórnarherberginu.  Er ekki flott fyrir Guðlaug að bjóða í teiti þar líka?  wink

Benedikt V. Warén, 14.2.2018 kl. 23:05

5 identicon

mér finnst nú engin sjálfsmiðaðari en Dagur, en er ekki alveg augljóst að Gulli, sem hefur verið þigmaður Reykvíkinga í mörg ár og borgarfulltrúi þar áður var ekki meðvitaður um þessar meintu "reglur".  

ég held nefndilega að þetta séu engar andskotans reglur. heldur eitthvað allt annað.  En ef þetta eru einhverjar reglur þá hljóta þær að vera skráðar, og ég hef nákvæmlega enga trú á að svo sé.  En mér finnst sérstakt að hafa leynimakk í kring um svona fundi, við kjósum boragarfulltrúa, og við kjósum alþingismenn og þeir eiga ekkert að loka dyrum á annað fólk, allir eiga að geta setið þessa fundi.

stebbi (IP-tala skráð) 14.2.2018 kl. 23:56

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Dagur þurfti ekki að víkja Eyþóri af fundinum en hann valdi að gera það af því hann gat það, en ekki af því að það var málefnaleg ástæða til þess. 

Dagur virðist því frekar lítill kall þegar á reynir.

Guðmundur Jónsson, 15.2.2018 kl. 09:15

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Stebbi.  Það þurfa ekki að vera skrifaðar reglur um alla hluti.  Sumt þróast í tímans rás og með þegjandi samkomulagi.  Svona samráðsfundir er fyrst og fremst samtal milli kjörinna fulltrúa um eitt og annað sem þarf að vinna að.  Til þess eru kjörnir fulltrúar að sinna slíku og kemur hreint ekki neinu leynimakki við.  Það gefast ótal önnur tækifæri fyrir leynimakk og bestu staðir fyrir slíkt er maður á mann í reykfylltu bakherbergi.  Allir sem hafa áhuga á bæjarmálum geta sett sig í samband við kjörna fulltrúa og spurt út í gang mála og auk þess geta þeir sömu setið flesta fundi bæjar- og borgarstjórna.

Benedikt V. Warén, 15.2.2018 kl. 09:59

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Takk fyrir innlitið Guðmundur.  Svörin til þín finnast í skrifum mínum hér að ofan.

Benedikt V. Warén, 15.2.2018 kl. 10:00

9 identicon

Gulli bauð Eyþóri með á fundinn og var hann því mættur þar á þeim forsendum.
En að öðru leiti er þetta þvæla hjá þér um einhverjar meinar reglur, skrifaðar eða óskrifaðar.  Þetta er bara frekar og yfirgangur í Degi.

stebbi (IP-tala skráð) 15.2.2018 kl. 10:24

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Stebbi.  Þú sem ert greinilega fastur í einhverri heimatilbúinni flækju. 

Hafði Gulli umboð til að bjóða Eyþóri á fundinn? 

Er það ekki þess, sem boðar til fundar, að velja þá sem þangað eiga að mæta?

Ef þér einum er boðið í afmæli, finnst þér þá eðlilegt að bjóða gestum með, einum eða fleiri?

Benedikt V. Warén, 15.2.2018 kl. 11:28

11 identicon

Nei ég er ekki fastur í einu né neinu.  Þetta er ekki afmælisveisla og Gulla var ekkert boðið EINUM.   Hefur þú aldrei farið á fund?  Ég hef óteljandi marga fundi setið og það gerist bara mjög oft að menn taki með sér gesti á fundinn, ef þeir telja að viðkomandi hafi eitthvað til málanna að leggja eða hefði gagn af viðkomandi fundi. 

Það á svo sannarlega við um Eyþór, því hann er tilvonandi oddviti flokks sem mun án nokkruns vafa vera í borgarstjórn eftir örfáa mánuði.

Mér finnst bara barnalegt og hallærislegt að henda honum út.

stebbi (IP-tala skráð) 15.2.2018 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband