13.12.2016 | 21:15
Hverjir stilltu Framsóknarflokknum upp við vegg?
Í aðdragand linnulausrar og ósanngjarna árása á Sigmund Davíð Gunnlaugsson og brotthvarfs hans úr stóli forsætisráðherra var gerð krafa um stjórnarslit eða a.m.k. nýjar kosningar í haust. Framsóknarflokkurinn varð að beygja sig undir ofríki Sjálfstæðisflokksins
Nú er uppskeran eins og til var sáð. Glundroði og stjórnarkreppa í augsýn.
Hvernig geta vel hugsand menn, trúað því í fullri alvöru, að vinstra liðið geti sameinast í ríkisstjórn. Fyrst þurfa þeir að sanna að geta starfað í einum flokki til þess að það sé hægt að ætlast til meiri samstöðu. VG er klofin í herðar niður um þessar mundir, og tímaspursmál hvenær það verði gengið frá lögskilnaði á þeim bænum. Ekki lagast ástandið við það.
Færri flokka stjórn betri kostur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta átrúnaðargoð þitt sem ekki hefur nennt að mæta í vinnuna í fleiri mánuði, það ætti að gera endurkröfu á laun hans og sparka drullusokknum út.
Palli Gardarsson (IP-tala skráð) 13.12.2016 kl. 21:55
Það er alltaf hressilegt að fá svona málefnaleg innslög. Hafðu það gott Palli Garðarsson.
Benedikt V. Warén, 13.12.2016 kl. 22:48
Palli.
Gleymdi að nefna það, að Sigmundur Davíð er búinn að leggja samfélaginu meira til en þorri þingmanna, með að vera á móti Icesave, fá fé út úr föllnu bönkunum og laga skuldastöðu heimilinna. Þetta gerði hann með annarri hendi á meðan VinstriGrænir og Samfylkingin stóðu fyrir málþófi alla daga.
Hvort telur þú skila sér betur inn í ríkissjóð????
Víðsýni SDG fer skemmtilega í taugarnar í herbúðum annarra flokka og nokkurra samflokksmanna hans, - Svartstakkana.
Þeim síðastnefndu tókst næstum að drepa Framsóknarflokkinn. Sérkennileg afmælisgjöf það á 100 ára afmælisári.
Benedikt V. Warén, 14.12.2016 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.